Eins og allir vita er James Corden Breti og mikill áhugamaður um enska knattspyrnu. Það mun allir eftir því þegar Ísland lagði England af velli í 16-liða úrslitum á EM í Frakklandi síðasta sumar og var það eins og köld vatnsgusa í andlit Englendinga sem hafa ekki enn jafnað sig.
Jökull var í íslensku landsliðstreyjunni þegar hann kom fram í þættinum og líklega bara til þess að stríða Corden sem er harður stuðningsmaður enska landsliðsins.