Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 27-15 | Valsmenn slátruðu Fram og komnir í lykilstöðu Stefán Árni Pálsson skrifar 26. apríl 2017 22:15 Sveinn Aron skorar í kvöld. Vísir/Anton Valsmenn unnu góðan sigur á Fram, 27-15, í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld. Liðið leiðir nú einvígið 2-0 og vantar aðeins einn sigur til að komast í úrslitaeinvígið. Liðin mætast næst 4. maí þar sem Valsmenn eru á leiðinni til Rúmeníu um helgina og spila þar til undanúrslita í Áskorendakeppni Evrópu. Langbesti leikmaður Vals var markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson en hann varði 23 bolta. Sigurður var með um 60 prósent markvörslu í kvöld. Anton Rúnarsson gerði sjö mörk fyrir Val. Fyrri hálfleikurinn var heldur betur dapur hjá báðum liðum og voru þau í stökkustu vandræðum með að koma boltanum í netið. Það gekk í raun lítið upp hjá bæði heimamönnum og Valsmönnum. Þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan 7-5 fyrir Val og handboltinn sem hafði sést algjörlega ömurlegur. Markverðirnir stóðu vel fyrir sínu aftur á móti og má ekki taka það af þeim. Staðan í hálfleik var 9-7 fyrir Val. Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn á því að skora tvö mörk í röð og var staðan orðin 11-7 og heimamenn fjórum mörkum yfir. Þegar leið á síðari hálfleikinn fór sóknarleikur Vals að ganga betur og þeir keyrðu upp hraðan. Þegar korter var eftir af leiknum var staðan orðin 17-11 og Valsmenn með sex marka forskot. Það er skemmst frá því að segja að Framarar áttu ekki séns í kvöld. Það gekk ekkert upp hjá liðinu sóknarlega og var liðið algjörlega gjaldþrota. Valsmenn gengu bara frá þeim í síðari hálfleiknum og þegar tíu mínútur voru eftir var staðan 21-12 fyrir Val og heimamenn níu mörkum yfir. Liðið vann að lokum auðveldan 27-15 sigur. Guðlaugur: Rosalega góður taktur í liðinu„Vörnin hélt allan leikinn en við vorum aðeins í veseni sóknarlega í fyrri hálfleiknum,“ segir Guðlaugur Arnarson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Siggi var að verja rosalega vel allan leikinn og gaf hann okkur þetta tveggja marka forskot í hálfleiknum. Svo fóru auðveldu mörkin að detta í seinni og þá fórum við að auka forskotið.“ Guðlaugur segir að það hafa aldrei verið hægt að setja Hlyn Morthens inn á völlinn í kvöld. Sigurður hafi verið ótrúlegur í markinu. „Hann var frábær í markinu og á skilið hrós fyrir það. Við erum bara á rosalega góðum stað í augnablikinu og það er góður taktur í liðinu. Við erum bara að ná að einbeita okkur að þeim verkefnum sem við erum í og núna þurfum við bara að skipta um kubb og fara hugsa um leikinn út í Rúmeníu á sunnudaginn.“ Framundan er fimmtán tíma ferðlag á morgun. „Það er að vinna með okkur að vera spila svona stóra leiki og það virðist bara hafa góð áhrif á liðið.“ Anton: Allir þessir úrslitaleikir gefa okkur mikið„Þessi síðari hálfleikur kláraði leikinn fyrir okkur. Í fyrri hálfleiknum var þetta bara frekar jafnt en við þurfum bara að vera 100% klárir í þetta Framlið og það vorum við í seinni,“ segir Anton Rúnarsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Við gáfum bara í og hugsuðum bara um að njóta þess að spila hérna og njóta þess að hafa þennan stuðning.“ Anton segir að það sé mikil breidd í Valsliðinu og því sé hægt að dreifa álaginu vel. „Þetta er bara úrslitaleikur ofan í úrslitaleik núna og við þurfuma ð vera alveg klárir í hvern einasta leik og gefa allt í þá.“ Hann segir að leikjaálagið sem eitthvað sem leikmenn Vals eru bara orðnir vanir. „Þetta eru bara í raun forréttindi. Þessir leikir eru bara að gefa liðinu rosalega mikið og við viljum fara sem lengst í báðum keppnum. Við erum að toppa á réttum tíma og vonandi heldur það áfram.“ Guðmundur: Það var bara steypubíll fyrir markinu„Okkur var bara fyrirmunað að skora í kvöld,“ segir Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við erum vanalega með 28 upp í þrjátíu mörk í hverjum einasta leik en það var bara eins og steypubíll hefði lagt fyrir markið.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi annað hvort skotið beint í markmanninn eða framhjá markinu. „Valsararnir spiluðu hörkuvörn og við vissum alveg að við myndum þurfa takast á við hana. Við erum samt að fá alveg fullt af hörkufærum en nýtum þau bara ekki.“ Guðmundur segir að leikmenn liðsins séu ekki orðnir saddir. „Auðvitað erum við komnir lengra en menn áttu von á og við þurfum bara að finna aftur þetta hungur til þess að mæta af fullri hörku í næsta leik. Núna höfum við átta daga og við þurfum að undirbúa okkur vel. Þetta er alveg hægt, við þurftum alltaf að vinna þrjá leiki og við ætlum okkur enn að gera það."Leik lokið 27-15: Valsmenn gjörsamlega slátra Fram. Staðan er 2-0 í einvígi liðanna. 26-14 (57.mín): Munurinn orðinn tólf mörk en Atli Karl Bachmann að skora fyrir Val.24-14 (55.mín): Anton Rúnarsson skorar yfir allan völlinn og kemur Val tíu mörkum yfir. Framarar eru bara búnir. 22-14 (54.mín): Sigurður Ingiberg Ólafsson er klárlega maður leiksins. Hann er búinn að verja 21 skot í kvöld. Þvílík frammistaða.21-12 (51.mín): Anton Rúnarsson kemur Val níu mörkum yfir. 20-12 (49. mín): Sigurður Ingiberg Ólafsson ver núna allt fyrir Val og heimamenn að detta í gírinn sóknarlega. Átta mörkum yfir. Skák og mát. Þessi leikur er búinn og Valsmenn að komast í 2-0.18-11 (46.mín): Ýmir Örn Gíslason með mark yfir allan völlinn. Enginn í marki Fram. Valur sjö mörkum yfir og Framarar koma varla til baka úr þessu. Verður erfitt fyrir þá að ná upp sjö marka forskoti þegar liðið hefur bara skorað 11 mörk á 46 mínútum. 17-11 (46.mín): Sveinn Jose Rivera skorar hér fyrir Val og leiðir liðið núna með sex mörkum. Guðmundur tekur leikhlé. Fram er aðeins búið að skora 11 mörk á 45 mínútum. Það hefði verið lélegt árið 1995. 16-11 (45.mín): Sveinn Aron Sveinsson með mark úr hraðaupphlaupi. Valsmenn komnir með fimm marka forskot. 15-11 (44.mín): Vignir Stefáns skorar úr hraðaupphlaupi. Valsmenn ná aftur í fjögurra marka forskot. 14-11 (43.mín): Ýmir Örn Gíslason skorar fínt mark fyrir heimamenn. Nú er sóknarleikurinn hjá báðum liðum að ganga ágætlega. 12-10 (42. mín): Lúðvík Thorberg Arnkelsson kemur hér inn á fyrir Fram, lyftir sér upp fyrir utan og þrumar boltanum í netið. Þetta voru bara tilþrif leiksins. 12-9 (41.mín): Sveinn Aron fiskar víti sem Vignir skorar úr. 11-9 (40.mín): Framarar minnka muninn aftur í tvö mörk. Þetta er bara svo lélegt að hvorugt liðið á skilið að vinna þennan leik eins og staðan er núna. 11-8 (35.mín): Orri Freyr skoraði fyrir Val í síðustu sókn og núna skorar Matthías úr vítinu.11-7 (34.mín): Matthías Daði skýtur í stöng úr vítakasti. 10-7 (32.mín): Alexander Örn skorar hér virkilega fínt mark. Fimm leikmenn Vals með tvö mörk.9-7 (31.mín): Síðari hálfleikur farinn af stað. Hálfleikur 9-7: Bæði lið þurfa heldur betur að rífa sig í gang. Þetta er bara til skammar. 9-7 (29.mín): Alexander Örn Júlíusson skorar hér fínasta mark. Stekkur upp fyrir framan vörn Fram og þrumar boltanum framhjá Viktori Gísla. 8-7 (28.mín): Matthías Daðason skorar hér í vítakasti. Það er eina leiðin fyrir menn að skora. 7-5 (26.mín): Maður á varla orð. Menn geta hreinlega ekki keypt sér mark í þessum leik. Þetta er einhver versti fyrri hálfleikur sem undirritaður hefur séð á tímabilinu. 6-5 (22.mín): Matthías Daðason fer upp völlinn eins og elding og skorar fyrir Fram. 6-4 (20.mín): Anton Rúnarsson skorar hér fínt mark úr hraðaupphlaupi.5-3 (19.mín): Það er bara ekkert skorað í þessum leik. Sigurður Ingiberg er búinn að loka markinu hjá Val.5-3 (14.mín): Tvö mörk í röð frá Val og þeir leiða með tveimur. 3-3 (11.mín): Valdimar Sigurðsson skorar inni á línunni. Skrúar boltann framhjá Sigurði Ingibergi. 3-2 (10.mín): Vignir Stefáns skorar úr víti. 2-2 (9.mín): Þessi byrjun fer nú ekki í sögubækurnar. Liðin bæði frekar léleg. Það verður að segjast alveg eins og er.1-2 (6.mín): Þorgeir Bjarki Davíðsson fer inn úr þröngu færi hjá Fram og skorar. Hann er hrikalega góður í svona stöðu. 1-1 (5. mín): Bjartur Guðmundsson fer í gegnum vörn Vals og skorar fínt mark. Aðeins tvö mörk eftir tæplega fimm mínútna leik. 1-0 (3.mín): Fyrsta markið kom eftir tvær og hálfa mínútu og það var Vignir Stefánsson sem skoraði það. 0-0 (1.mín): Þá er leikurinn hafinn hér að Hlíðarenda. Fyrir leik: Styttist í leik og fáum við liðin líklega út á völl á næstu mínútum. Fyrir leik: Liðin mættust í fyrsta leik liðanna fyrir einni viku og þá vann Valur auðveldan sigur 31-23. Framarar hafa eflaust farið vel yfir sinn leik.Fyrir leik: Stemning í Valsheimilinu hér í kvöld. Gætum fengið marga í salinn. Fyrir leik: Markahæstir hjá Val í vetur eru þeir Anton Rúnarsson með 127 mörk í 27 leikjum og Josip Juric Gric með 110 mörk í 23 leikjum. Báðir eru þeir með tæplega 5 mörk að meðaltali í hverjum leik. Hjá Fram eru markahæstir þeir Arnar Birkir Hálfdánsson með 164 mörk í 27 leikjum og Andri Þór Helgason með 135 mörk í jafnmörgum leikjum. Juric er aftur á móti enn í leikbanni og missir hann af þessum leik í kvöld. Fyrir leik: Heilir og sælir áhorfendur góðir og veriði velkomnir til leiks í Valsheimilið þar sem heimamenn taka á móti Fram í undanúrslitum Olís-deildar karla. Valsmenn unnu fyrsta leikinn í Safamýrinni nokkuð auðveldlega og nú þurfa þeir bláu að svara. Olís-deild karla Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Valsmenn unnu góðan sigur á Fram, 27-15, í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld. Liðið leiðir nú einvígið 2-0 og vantar aðeins einn sigur til að komast í úrslitaeinvígið. Liðin mætast næst 4. maí þar sem Valsmenn eru á leiðinni til Rúmeníu um helgina og spila þar til undanúrslita í Áskorendakeppni Evrópu. Langbesti leikmaður Vals var markvörðurinn Sigurður Ingiberg Ólafsson en hann varði 23 bolta. Sigurður var með um 60 prósent markvörslu í kvöld. Anton Rúnarsson gerði sjö mörk fyrir Val. Fyrri hálfleikurinn var heldur betur dapur hjá báðum liðum og voru þau í stökkustu vandræðum með að koma boltanum í netið. Það gekk í raun lítið upp hjá bæði heimamönnum og Valsmönnum. Þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var staðan 7-5 fyrir Val og handboltinn sem hafði sést algjörlega ömurlegur. Markverðirnir stóðu vel fyrir sínu aftur á móti og má ekki taka það af þeim. Staðan í hálfleik var 9-7 fyrir Val. Valsmenn byrjuðu seinni hálfleikinn á því að skora tvö mörk í röð og var staðan orðin 11-7 og heimamenn fjórum mörkum yfir. Þegar leið á síðari hálfleikinn fór sóknarleikur Vals að ganga betur og þeir keyrðu upp hraðan. Þegar korter var eftir af leiknum var staðan orðin 17-11 og Valsmenn með sex marka forskot. Það er skemmst frá því að segja að Framarar áttu ekki séns í kvöld. Það gekk ekkert upp hjá liðinu sóknarlega og var liðið algjörlega gjaldþrota. Valsmenn gengu bara frá þeim í síðari hálfleiknum og þegar tíu mínútur voru eftir var staðan 21-12 fyrir Val og heimamenn níu mörkum yfir. Liðið vann að lokum auðveldan 27-15 sigur. Guðlaugur: Rosalega góður taktur í liðinu„Vörnin hélt allan leikinn en við vorum aðeins í veseni sóknarlega í fyrri hálfleiknum,“ segir Guðlaugur Arnarson, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Siggi var að verja rosalega vel allan leikinn og gaf hann okkur þetta tveggja marka forskot í hálfleiknum. Svo fóru auðveldu mörkin að detta í seinni og þá fórum við að auka forskotið.“ Guðlaugur segir að það hafa aldrei verið hægt að setja Hlyn Morthens inn á völlinn í kvöld. Sigurður hafi verið ótrúlegur í markinu. „Hann var frábær í markinu og á skilið hrós fyrir það. Við erum bara á rosalega góðum stað í augnablikinu og það er góður taktur í liðinu. Við erum bara að ná að einbeita okkur að þeim verkefnum sem við erum í og núna þurfum við bara að skipta um kubb og fara hugsa um leikinn út í Rúmeníu á sunnudaginn.“ Framundan er fimmtán tíma ferðlag á morgun. „Það er að vinna með okkur að vera spila svona stóra leiki og það virðist bara hafa góð áhrif á liðið.“ Anton: Allir þessir úrslitaleikir gefa okkur mikið„Þessi síðari hálfleikur kláraði leikinn fyrir okkur. Í fyrri hálfleiknum var þetta bara frekar jafnt en við þurfum bara að vera 100% klárir í þetta Framlið og það vorum við í seinni,“ segir Anton Rúnarsson, leikmaður Vals, eftir sigurinn. „Við gáfum bara í og hugsuðum bara um að njóta þess að spila hérna og njóta þess að hafa þennan stuðning.“ Anton segir að það sé mikil breidd í Valsliðinu og því sé hægt að dreifa álaginu vel. „Þetta er bara úrslitaleikur ofan í úrslitaleik núna og við þurfuma ð vera alveg klárir í hvern einasta leik og gefa allt í þá.“ Hann segir að leikjaálagið sem eitthvað sem leikmenn Vals eru bara orðnir vanir. „Þetta eru bara í raun forréttindi. Þessir leikir eru bara að gefa liðinu rosalega mikið og við viljum fara sem lengst í báðum keppnum. Við erum að toppa á réttum tíma og vonandi heldur það áfram.“ Guðmundur: Það var bara steypubíll fyrir markinu„Okkur var bara fyrirmunað að skora í kvöld,“ segir Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við erum vanalega með 28 upp í þrjátíu mörk í hverjum einasta leik en það var bara eins og steypubíll hefði lagt fyrir markið.“ Hann segir að leikmenn liðsins hafi annað hvort skotið beint í markmanninn eða framhjá markinu. „Valsararnir spiluðu hörkuvörn og við vissum alveg að við myndum þurfa takast á við hana. Við erum samt að fá alveg fullt af hörkufærum en nýtum þau bara ekki.“ Guðmundur segir að leikmenn liðsins séu ekki orðnir saddir. „Auðvitað erum við komnir lengra en menn áttu von á og við þurfum bara að finna aftur þetta hungur til þess að mæta af fullri hörku í næsta leik. Núna höfum við átta daga og við þurfum að undirbúa okkur vel. Þetta er alveg hægt, við þurftum alltaf að vinna þrjá leiki og við ætlum okkur enn að gera það."Leik lokið 27-15: Valsmenn gjörsamlega slátra Fram. Staðan er 2-0 í einvígi liðanna. 26-14 (57.mín): Munurinn orðinn tólf mörk en Atli Karl Bachmann að skora fyrir Val.24-14 (55.mín): Anton Rúnarsson skorar yfir allan völlinn og kemur Val tíu mörkum yfir. Framarar eru bara búnir. 22-14 (54.mín): Sigurður Ingiberg Ólafsson er klárlega maður leiksins. Hann er búinn að verja 21 skot í kvöld. Þvílík frammistaða.21-12 (51.mín): Anton Rúnarsson kemur Val níu mörkum yfir. 20-12 (49. mín): Sigurður Ingiberg Ólafsson ver núna allt fyrir Val og heimamenn að detta í gírinn sóknarlega. Átta mörkum yfir. Skák og mát. Þessi leikur er búinn og Valsmenn að komast í 2-0.18-11 (46.mín): Ýmir Örn Gíslason með mark yfir allan völlinn. Enginn í marki Fram. Valur sjö mörkum yfir og Framarar koma varla til baka úr þessu. Verður erfitt fyrir þá að ná upp sjö marka forskoti þegar liðið hefur bara skorað 11 mörk á 46 mínútum. 17-11 (46.mín): Sveinn Jose Rivera skorar hér fyrir Val og leiðir liðið núna með sex mörkum. Guðmundur tekur leikhlé. Fram er aðeins búið að skora 11 mörk á 45 mínútum. Það hefði verið lélegt árið 1995. 16-11 (45.mín): Sveinn Aron Sveinsson með mark úr hraðaupphlaupi. Valsmenn komnir með fimm marka forskot. 15-11 (44.mín): Vignir Stefáns skorar úr hraðaupphlaupi. Valsmenn ná aftur í fjögurra marka forskot. 14-11 (43.mín): Ýmir Örn Gíslason skorar fínt mark fyrir heimamenn. Nú er sóknarleikurinn hjá báðum liðum að ganga ágætlega. 12-10 (42. mín): Lúðvík Thorberg Arnkelsson kemur hér inn á fyrir Fram, lyftir sér upp fyrir utan og þrumar boltanum í netið. Þetta voru bara tilþrif leiksins. 12-9 (41.mín): Sveinn Aron fiskar víti sem Vignir skorar úr. 11-9 (40.mín): Framarar minnka muninn aftur í tvö mörk. Þetta er bara svo lélegt að hvorugt liðið á skilið að vinna þennan leik eins og staðan er núna. 11-8 (35.mín): Orri Freyr skoraði fyrir Val í síðustu sókn og núna skorar Matthías úr vítinu.11-7 (34.mín): Matthías Daði skýtur í stöng úr vítakasti. 10-7 (32.mín): Alexander Örn skorar hér virkilega fínt mark. Fimm leikmenn Vals með tvö mörk.9-7 (31.mín): Síðari hálfleikur farinn af stað. Hálfleikur 9-7: Bæði lið þurfa heldur betur að rífa sig í gang. Þetta er bara til skammar. 9-7 (29.mín): Alexander Örn Júlíusson skorar hér fínasta mark. Stekkur upp fyrir framan vörn Fram og þrumar boltanum framhjá Viktori Gísla. 8-7 (28.mín): Matthías Daðason skorar hér í vítakasti. Það er eina leiðin fyrir menn að skora. 7-5 (26.mín): Maður á varla orð. Menn geta hreinlega ekki keypt sér mark í þessum leik. Þetta er einhver versti fyrri hálfleikur sem undirritaður hefur séð á tímabilinu. 6-5 (22.mín): Matthías Daðason fer upp völlinn eins og elding og skorar fyrir Fram. 6-4 (20.mín): Anton Rúnarsson skorar hér fínt mark úr hraðaupphlaupi.5-3 (19.mín): Það er bara ekkert skorað í þessum leik. Sigurður Ingiberg er búinn að loka markinu hjá Val.5-3 (14.mín): Tvö mörk í röð frá Val og þeir leiða með tveimur. 3-3 (11.mín): Valdimar Sigurðsson skorar inni á línunni. Skrúar boltann framhjá Sigurði Ingibergi. 3-2 (10.mín): Vignir Stefáns skorar úr víti. 2-2 (9.mín): Þessi byrjun fer nú ekki í sögubækurnar. Liðin bæði frekar léleg. Það verður að segjast alveg eins og er.1-2 (6.mín): Þorgeir Bjarki Davíðsson fer inn úr þröngu færi hjá Fram og skorar. Hann er hrikalega góður í svona stöðu. 1-1 (5. mín): Bjartur Guðmundsson fer í gegnum vörn Vals og skorar fínt mark. Aðeins tvö mörk eftir tæplega fimm mínútna leik. 1-0 (3.mín): Fyrsta markið kom eftir tvær og hálfa mínútu og það var Vignir Stefánsson sem skoraði það. 0-0 (1.mín): Þá er leikurinn hafinn hér að Hlíðarenda. Fyrir leik: Styttist í leik og fáum við liðin líklega út á völl á næstu mínútum. Fyrir leik: Liðin mættust í fyrsta leik liðanna fyrir einni viku og þá vann Valur auðveldan sigur 31-23. Framarar hafa eflaust farið vel yfir sinn leik.Fyrir leik: Stemning í Valsheimilinu hér í kvöld. Gætum fengið marga í salinn. Fyrir leik: Markahæstir hjá Val í vetur eru þeir Anton Rúnarsson með 127 mörk í 27 leikjum og Josip Juric Gric með 110 mörk í 23 leikjum. Báðir eru þeir með tæplega 5 mörk að meðaltali í hverjum leik. Hjá Fram eru markahæstir þeir Arnar Birkir Hálfdánsson með 164 mörk í 27 leikjum og Andri Þór Helgason með 135 mörk í jafnmörgum leikjum. Juric er aftur á móti enn í leikbanni og missir hann af þessum leik í kvöld. Fyrir leik: Heilir og sælir áhorfendur góðir og veriði velkomnir til leiks í Valsheimilið þar sem heimamenn taka á móti Fram í undanúrslitum Olís-deildar karla. Valsmenn unnu fyrsta leikinn í Safamýrinni nokkuð auðveldlega og nú þurfa þeir bláu að svara.
Olís-deild karla Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira