Serena greindi óvart frá óléttunni: „Ólétt eða ekki átti ég að vinna mótið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 10:30 Serena Williams vann opna ástralska meistaramótið ólétt. vísir/getty/snapchat Serena Williams, besta tenniskona heims, hefur opinberað að hún greindi óvart frá því að hún væri ólétt. Það stóð ekki til. Serena setti mynd af sér með huggulega barnabumbu á samfélagsmiðilinn Snapchat og skrifaði undir: „20 vikur.“ Myndin átti aldrei að fara á alla aðdáendur hennar.Sjá einnig:Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum „Ég var bara að taka myndir vikulega fyrir sjálfa mig að eiga en að þessu sinni gerði ég smá mistök,“ segir Serena. BBC greinir frá.Þessi mynd fór óvart á Snapchat.mynd/snapchatSerena komst að því að hún væri ólétt aðeins tveimur dögum fyrir opna ástralska meistaramótið í janúar. Með barni fór hún alla leið og vann systur sína, Venus Williams, í úrslitaleiknum og fagnaði sínum 23. risatitli sem er met. „Það var ekki auðvelt. Maður heyrir sögur um konur sem eru óléttar og hvernig þeim líður illa, þær verða þreyttar og stressaðar. Ég varð bara að setja allar þessar tilfinningar í bréfpoka og henda honum,“ segir Serena. „Hvort sem ég var ólétt eða ekki þá vissi enginn af því og ég átti að vinna mótið. Það búast allir við því að ég vinni þegar ég spila. Það eru eiginlega stærri fréttir ef ég tapa.“ Serena hefur ákveðið að taka sér frí út árið en hún er ákveðin í því að snúa aftur á næsta ári og halda áfram að safna titlum. „Það er klárt að ég kem aftur. Ég er ekki hætt. Ef systir mín getur enn þá spilað þá get ég það. Að vera móðir verður bara nýr hluti af mínu lífi. Barnið mitt verður vonandi í stúkunni að hvetja mig áfram,“ segir Serena Williams. Tennis Tengdar fréttir Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum Ilie Nastase velti fyrir sér hvort fyrsta barn Serenu Williams yrði "súkkulaði með mjólk.“ 25. apríl 2017 08:00 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar Sjá meira
Serena Williams, besta tenniskona heims, hefur opinberað að hún greindi óvart frá því að hún væri ólétt. Það stóð ekki til. Serena setti mynd af sér með huggulega barnabumbu á samfélagsmiðilinn Snapchat og skrifaði undir: „20 vikur.“ Myndin átti aldrei að fara á alla aðdáendur hennar.Sjá einnig:Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum „Ég var bara að taka myndir vikulega fyrir sjálfa mig að eiga en að þessu sinni gerði ég smá mistök,“ segir Serena. BBC greinir frá.Þessi mynd fór óvart á Snapchat.mynd/snapchatSerena komst að því að hún væri ólétt aðeins tveimur dögum fyrir opna ástralska meistaramótið í janúar. Með barni fór hún alla leið og vann systur sína, Venus Williams, í úrslitaleiknum og fagnaði sínum 23. risatitli sem er met. „Það var ekki auðvelt. Maður heyrir sögur um konur sem eru óléttar og hvernig þeim líður illa, þær verða þreyttar og stressaðar. Ég varð bara að setja allar þessar tilfinningar í bréfpoka og henda honum,“ segir Serena. „Hvort sem ég var ólétt eða ekki þá vissi enginn af því og ég átti að vinna mótið. Það búast allir við því að ég vinni þegar ég spila. Það eru eiginlega stærri fréttir ef ég tapa.“ Serena hefur ákveðið að taka sér frí út árið en hún er ákveðin í því að snúa aftur á næsta ári og halda áfram að safna titlum. „Það er klárt að ég kem aftur. Ég er ekki hætt. Ef systir mín getur enn þá spilað þá get ég það. Að vera móðir verður bara nýr hluti af mínu lífi. Barnið mitt verður vonandi í stúkunni að hvetja mig áfram,“ segir Serena Williams.
Tennis Tengdar fréttir Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum Ilie Nastase velti fyrir sér hvort fyrsta barn Serenu Williams yrði "súkkulaði með mjólk.“ 25. apríl 2017 08:00 Mest lesið „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Skelltu sér í jarðarför Hauka Körfubolti Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Fótbolti „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Fótbolti Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Fótbolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar Sjá meira
Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum Ilie Nastase velti fyrir sér hvort fyrsta barn Serenu Williams yrði "súkkulaði með mjólk.“ 25. apríl 2017 08:00
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn