Erlent

Funda um Norður-Kóreu í dag

Sæunn Gísladóttir skrifar
Norður-Kóreumenn komu saman um áramótin til að styðja leiðtoga sinn.
Norður-Kóreumenn komu saman um áramótin til að styðja leiðtoga sinn. Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað alla öldungadeildarþingmenn Hvíta hússins til fundar í dag þar sem farið verður yfir stöðu mála í Norður-Kóreu.

The Guardian greinir frá því að um óvenjulegt fundarboð sé að ræða sem undirstriki hve alvarlega Trump taki hættuna sem stafi af áframhaldandi þróun Norður-Kóreumanna á kjarnorkuvopnum og eldflaugatækni.

Boðað er til fundarins í framhaldi þess að Trump fundaði með sendiherrum allra ríkja sem sæti eiga í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna á mánudag, þar lagði Trump áherslu á að Bandaríkin myndu stoppa áframhaldandi vopnaþróun í Norður-Kóreu.

„Öryggisráðið verður að undirbúa það að leggja auknar og sterkari þvinganir á kjarnorku- og eldflaugatilraunir Norður-Kóreu,“ sagði Trump á fundinum. „Norður-Kórea er stórt heimsvandamál – vandamál sem við þurfum að leysa.“

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×