Skaginn 3X og Fisk Seafood semja um búnað fyrir Drangey Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2017 19:27 Frá vinstri eru Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri, Erla Jónsdóttir fjármálastjóri, Laufey Skúladóttir, markaðs- og sölustjóri, Gylfi Guðjónsson útgerðarstjóri og Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skaginn 3X. Fyrirtækin Skaginn 3X og Fisk Seafood á Sauðárkróki hafa skrifað undir samning um vinnslu- og lestarbúnað fyrir nýja skipið Drangey SK2. Skipið var sjósett í Tyrklandi í síðustu viku og er væntanlegt til landsins síðla sumars. Samningurinn var undirritaður á sjávarútvegssýningunni í Brussel í dag. Vinnslubúnaðurinn sem um ræðir byggir á Sub-chilling tækni Skaginn 3X. Tæknin er meðal annars þróuð í samstarfi við Fisk Seafood. Fyrsti búnaðurinn var settur um borð í Málmey SK1 fyrir rúmum tveimur árum síðan, samkvæmt tilkynningu. Tæknin gerir meðal annars notkun íss við geymslu fersks fisks óþarfa. Þá verður einnig sett um borð í Drangey sjálfvirk færsla á kerum niður í lest af svipuðum toga og nú hefur verið komið fyrir um borð í Engey RE91. Saman tryggja kerfin samfellu í meðhöndlun afla um borð, aukin afköst við veiðar og gefa auk þess möguleika á rekjanleika afla frá veiðum til neyslu. Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood, segir búnað þann, sem þróaður var í samstarfi fyrirtækjanna og settur var um borð í Málmey, hafa reynst mjög vel. „Væntingar um aukin gæði afla með þessari nýju aðferð hafa staðist og því voru kaupin á búnaði fyrir Drangey rökrétt framhald,“ segir hann. Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skaginn 3X, segir samninginn við Fisk Seafood afar ánægjulegan í ljósi þess að um aðra sölu slíks búnaðar sé að ræða milli fyrirtækjanna. „Betri viðurkenningu geta framleiðendur ekki fengið en ánægðan viðskiptavin sem kemur aftur. Þróunarsamstarf fyrirtækjanna hefur skilað miklum árangri og þessi samningur staðfestir það,” segir hann. Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Fyrirtækin Skaginn 3X og Fisk Seafood á Sauðárkróki hafa skrifað undir samning um vinnslu- og lestarbúnað fyrir nýja skipið Drangey SK2. Skipið var sjósett í Tyrklandi í síðustu viku og er væntanlegt til landsins síðla sumars. Samningurinn var undirritaður á sjávarútvegssýningunni í Brussel í dag. Vinnslubúnaðurinn sem um ræðir byggir á Sub-chilling tækni Skaginn 3X. Tæknin er meðal annars þróuð í samstarfi við Fisk Seafood. Fyrsti búnaðurinn var settur um borð í Málmey SK1 fyrir rúmum tveimur árum síðan, samkvæmt tilkynningu. Tæknin gerir meðal annars notkun íss við geymslu fersks fisks óþarfa. Þá verður einnig sett um borð í Drangey sjálfvirk færsla á kerum niður í lest af svipuðum toga og nú hefur verið komið fyrir um borð í Engey RE91. Saman tryggja kerfin samfellu í meðhöndlun afla um borð, aukin afköst við veiðar og gefa auk þess möguleika á rekjanleika afla frá veiðum til neyslu. Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood, segir búnað þann, sem þróaður var í samstarfi fyrirtækjanna og settur var um borð í Málmey, hafa reynst mjög vel. „Væntingar um aukin gæði afla með þessari nýju aðferð hafa staðist og því voru kaupin á búnaði fyrir Drangey rökrétt framhald,“ segir hann. Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skaginn 3X, segir samninginn við Fisk Seafood afar ánægjulegan í ljósi þess að um aðra sölu slíks búnaðar sé að ræða milli fyrirtækjanna. „Betri viðurkenningu geta framleiðendur ekki fengið en ánægðan viðskiptavin sem kemur aftur. Þróunarsamstarf fyrirtækjanna hefur skilað miklum árangri og þessi samningur staðfestir það,” segir hann.
Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira