Skaginn 3X og Fisk Seafood semja um búnað fyrir Drangey Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2017 19:27 Frá vinstri eru Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri, Erla Jónsdóttir fjármálastjóri, Laufey Skúladóttir, markaðs- og sölustjóri, Gylfi Guðjónsson útgerðarstjóri og Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skaginn 3X. Fyrirtækin Skaginn 3X og Fisk Seafood á Sauðárkróki hafa skrifað undir samning um vinnslu- og lestarbúnað fyrir nýja skipið Drangey SK2. Skipið var sjósett í Tyrklandi í síðustu viku og er væntanlegt til landsins síðla sumars. Samningurinn var undirritaður á sjávarútvegssýningunni í Brussel í dag. Vinnslubúnaðurinn sem um ræðir byggir á Sub-chilling tækni Skaginn 3X. Tæknin er meðal annars þróuð í samstarfi við Fisk Seafood. Fyrsti búnaðurinn var settur um borð í Málmey SK1 fyrir rúmum tveimur árum síðan, samkvæmt tilkynningu. Tæknin gerir meðal annars notkun íss við geymslu fersks fisks óþarfa. Þá verður einnig sett um borð í Drangey sjálfvirk færsla á kerum niður í lest af svipuðum toga og nú hefur verið komið fyrir um borð í Engey RE91. Saman tryggja kerfin samfellu í meðhöndlun afla um borð, aukin afköst við veiðar og gefa auk þess möguleika á rekjanleika afla frá veiðum til neyslu. Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood, segir búnað þann, sem þróaður var í samstarfi fyrirtækjanna og settur var um borð í Málmey, hafa reynst mjög vel. „Væntingar um aukin gæði afla með þessari nýju aðferð hafa staðist og því voru kaupin á búnaði fyrir Drangey rökrétt framhald,“ segir hann. Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skaginn 3X, segir samninginn við Fisk Seafood afar ánægjulegan í ljósi þess að um aðra sölu slíks búnaðar sé að ræða milli fyrirtækjanna. „Betri viðurkenningu geta framleiðendur ekki fengið en ánægðan viðskiptavin sem kemur aftur. Þróunarsamstarf fyrirtækjanna hefur skilað miklum árangri og þessi samningur staðfestir það,” segir hann. Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fyrirtækin Skaginn 3X og Fisk Seafood á Sauðárkróki hafa skrifað undir samning um vinnslu- og lestarbúnað fyrir nýja skipið Drangey SK2. Skipið var sjósett í Tyrklandi í síðustu viku og er væntanlegt til landsins síðla sumars. Samningurinn var undirritaður á sjávarútvegssýningunni í Brussel í dag. Vinnslubúnaðurinn sem um ræðir byggir á Sub-chilling tækni Skaginn 3X. Tæknin er meðal annars þróuð í samstarfi við Fisk Seafood. Fyrsti búnaðurinn var settur um borð í Málmey SK1 fyrir rúmum tveimur árum síðan, samkvæmt tilkynningu. Tæknin gerir meðal annars notkun íss við geymslu fersks fisks óþarfa. Þá verður einnig sett um borð í Drangey sjálfvirk færsla á kerum niður í lest af svipuðum toga og nú hefur verið komið fyrir um borð í Engey RE91. Saman tryggja kerfin samfellu í meðhöndlun afla um borð, aukin afköst við veiðar og gefa auk þess möguleika á rekjanleika afla frá veiðum til neyslu. Jón Eðvald Friðriksson, framkvæmdastjóri Fisk Seafood, segir búnað þann, sem þróaður var í samstarfi fyrirtækjanna og settur var um borð í Málmey, hafa reynst mjög vel. „Væntingar um aukin gæði afla með þessari nýju aðferð hafa staðist og því voru kaupin á búnaði fyrir Drangey rökrétt framhald,“ segir hann. Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri Skaginn 3X, segir samninginn við Fisk Seafood afar ánægjulegan í ljósi þess að um aðra sölu slíks búnaðar sé að ræða milli fyrirtækjanna. „Betri viðurkenningu geta framleiðendur ekki fengið en ánægðan viðskiptavin sem kemur aftur. Þróunarsamstarf fyrirtækjanna hefur skilað miklum árangri og þessi samningur staðfestir það,” segir hann.
Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira