Vændis- og klámfrí hótel í Reykjavík Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 25. apríl 2017 07:00 Nú eru lögð drög að nýrri stefnu um Reykjavíkurborg sem ferðamannastað. Heiða segir að í því sambandi sé vilji til þess að hótel og gistihús í borginni geti merkt sig sem klám- og vændisfría staði. Vísir/getty Heiða Björg Hilmisdóttir formaður ofbeldisvarnarnefndar í Reykjavík, segir óásættanlega lítið gert í því að stemma stigu við vændi í Reykjavík. Tvö ár eru liðin síðan greiningardeild ríkislögreglustjóra sagði vísbendingar um að mansal tengdist kynlífsþjónustu á kampavínsklúbbum í Reykjavík og að ýmislegt benti til þess að vændisþjónusta þrífist í kringum þessa staði. Lögreglu hefur ekki miðað áfram í rannsóknum sínum frá því að skýrslan kom út en í henni kom einnig fram það álit lögreglu að konurnar væru jafnan ófúsar til samstarfs við lögreglu sem torveldaði rannsóknir. „Lögreglan á sæti í ofbeldisvarnarnefnd og ég lít á það sem sameiginlegt verkefni okkar að finna leið til þess að takast á við vandamálið, mér finnst gæta breyttra viðhorfa hjá lögreglunni og er bjartsýn,“ segir Heiða.Kynferðisglæpir á hótelumHeiða segir ofbeldisvarnarnefnd fylgjast vel með tilkynningum um kynferðisofbeldi og glæpi til lögreglu. „Það er sjáanleg aukning hjá Neyðarmóttökunni og í því samhengi þá eru kynferðisglæpir að færast í auknum mæli inn á hótel og gististaði. Samt ítreka ég að þessir glæpir eru enn helst framdir í heimahúsi, af einhverjum sem þolandi jafnvel þekkir. En við viljum samt bregðast við þessu. Viljum fræðslu til hótel- og gistihúsarekenda.“ Heiða Björg HilmisdóttirNú eru lögð drög að nýrri stefnu um Reykjavíkurborg sem ferðamannastað. Heiða segir að í því sambandi sé vilji til þess að hótel og gistihús í borginni geti merkt sig sem klám- og vændisfría staði. „Mér finnst þetta góð leið. Þetta hefur verið gert í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Scandic-hótelin hafa til dæmis lýst þessu yfir og fleiri stórar hótelkeðjur. Hótelin taka þannig samfélagslega ábyrgð, fræða starfsfólk sitt og láta gesti vita.“Hvað með þolendur, þarf ekki fyrst og fremst að vernda þá? Fara þeir ekki bara undir yfirborðið?„Jú, það þarf að vera stefnan að aðstoða þolendur og að bjóða góða hjálp fyrir þá. Það er markmið nýrrar miðstöðvar, Bjarkahlíðar, sem var opnuð fyrr á árinu. Vændi í Airbnb-íbúðum er til dæmis hugsanlega vandamál í Reykjavík. Það er bara enginn sem veit hvort og hvernig íbúðirnar eru í útleigu. Það er erfitt að koma við eftirliti og veita þolendum aðstoð,“ segir Heiða sem segir þörf á því að framkvæma allsherjar skoðun á kynferðisofbeldi og vændi í Reykjavík út frá þolendum þess. „En við þurfum líka að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi, þá helst með fræðslu og góðu eftirliti og löggæslu. Ef það er ekki gert þá verða til aðstæður fyrir mansal,“ segir Heiða. „Okkur finnst staðan í dag óásættanleg og ætlum að gera eitthvað í þessu, við finnum líka fyrir breyttu viðhorfi innan lögreglunnar til þessa málaflokks.“Erfið sönnunarbyrði„Það hefur ýmislegt verið reynt til að sporna við þessari starfsemi, segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Sönnunarbyrðin er ansi erfið. Það er óhætt að segja það að þeir einstaklingar sem grunur leikur á að séu í vændi, að það hefur ekki náðst að sanna það. Þá er erfitt að ná til þeirra sem grunur leikur á að séu í vændi og þessi mál eru oft þung,“ segir Grímur sem segir enn erfiðara að ná til mögulegra þolenda þegar grunur leikur á kynlífsmansali. „Oft koma þeir einstaklingar frá svæðum þar sem lítið traust er til lögreglu og yfirvalda. En þótt hlutirnir séu erfiðir og málin þung þá þarf að finna leið til að nálgast þessar rannsóknir. Ég tek undir með Heiðu, það er tilefni til þess að fara ofan í kjölinn á þessum málum og skoða eftir það hvaða aðgerða er þörf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir formaður ofbeldisvarnarnefndar í Reykjavík, segir óásættanlega lítið gert í því að stemma stigu við vændi í Reykjavík. Tvö ár eru liðin síðan greiningardeild ríkislögreglustjóra sagði vísbendingar um að mansal tengdist kynlífsþjónustu á kampavínsklúbbum í Reykjavík og að ýmislegt benti til þess að vændisþjónusta þrífist í kringum þessa staði. Lögreglu hefur ekki miðað áfram í rannsóknum sínum frá því að skýrslan kom út en í henni kom einnig fram það álit lögreglu að konurnar væru jafnan ófúsar til samstarfs við lögreglu sem torveldaði rannsóknir. „Lögreglan á sæti í ofbeldisvarnarnefnd og ég lít á það sem sameiginlegt verkefni okkar að finna leið til þess að takast á við vandamálið, mér finnst gæta breyttra viðhorfa hjá lögreglunni og er bjartsýn,“ segir Heiða.Kynferðisglæpir á hótelumHeiða segir ofbeldisvarnarnefnd fylgjast vel með tilkynningum um kynferðisofbeldi og glæpi til lögreglu. „Það er sjáanleg aukning hjá Neyðarmóttökunni og í því samhengi þá eru kynferðisglæpir að færast í auknum mæli inn á hótel og gististaði. Samt ítreka ég að þessir glæpir eru enn helst framdir í heimahúsi, af einhverjum sem þolandi jafnvel þekkir. En við viljum samt bregðast við þessu. Viljum fræðslu til hótel- og gistihúsarekenda.“ Heiða Björg HilmisdóttirNú eru lögð drög að nýrri stefnu um Reykjavíkurborg sem ferðamannastað. Heiða segir að í því sambandi sé vilji til þess að hótel og gistihús í borginni geti merkt sig sem klám- og vændisfría staði. „Mér finnst þetta góð leið. Þetta hefur verið gert í Svíþjóð og Bandaríkjunum. Scandic-hótelin hafa til dæmis lýst þessu yfir og fleiri stórar hótelkeðjur. Hótelin taka þannig samfélagslega ábyrgð, fræða starfsfólk sitt og láta gesti vita.“Hvað með þolendur, þarf ekki fyrst og fremst að vernda þá? Fara þeir ekki bara undir yfirborðið?„Jú, það þarf að vera stefnan að aðstoða þolendur og að bjóða góða hjálp fyrir þá. Það er markmið nýrrar miðstöðvar, Bjarkahlíðar, sem var opnuð fyrr á árinu. Vændi í Airbnb-íbúðum er til dæmis hugsanlega vandamál í Reykjavík. Það er bara enginn sem veit hvort og hvernig íbúðirnar eru í útleigu. Það er erfitt að koma við eftirliti og veita þolendum aðstoð,“ segir Heiða sem segir þörf á því að framkvæma allsherjar skoðun á kynferðisofbeldi og vændi í Reykjavík út frá þolendum þess. „En við þurfum líka að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi, þá helst með fræðslu og góðu eftirliti og löggæslu. Ef það er ekki gert þá verða til aðstæður fyrir mansal,“ segir Heiða. „Okkur finnst staðan í dag óásættanleg og ætlum að gera eitthvað í þessu, við finnum líka fyrir breyttu viðhorfi innan lögreglunnar til þessa málaflokks.“Erfið sönnunarbyrði„Það hefur ýmislegt verið reynt til að sporna við þessari starfsemi, segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Sönnunarbyrðin er ansi erfið. Það er óhætt að segja það að þeir einstaklingar sem grunur leikur á að séu í vændi, að það hefur ekki náðst að sanna það. Þá er erfitt að ná til þeirra sem grunur leikur á að séu í vændi og þessi mál eru oft þung,“ segir Grímur sem segir enn erfiðara að ná til mögulegra þolenda þegar grunur leikur á kynlífsmansali. „Oft koma þeir einstaklingar frá svæðum þar sem lítið traust er til lögreglu og yfirvalda. En þótt hlutirnir séu erfiðir og málin þung þá þarf að finna leið til að nálgast þessar rannsóknir. Ég tek undir með Heiðu, það er tilefni til þess að fara ofan í kjölinn á þessum málum og skoða eftir það hvaða aðgerða er þörf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira