Yngsti þingmaður sögunnar tekur sæti á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. apríl 2017 14:49 Bjarni Halldór Janusson. vísir/stefán Bjarni Halldór Janusson, varaþingmaður Viðreisnar, mun í dag taka sæti á Alþingi. Hann er fæddur 4. desember 1995 og er því 21 árs og 141 daga gamall. Þar með verður hann yngsti þingmaður sögunnar en Víðir Smári Petersen var áður yngsti þingmaðurinn sem tekið hafði sæti á þingi. Hann var 21 árs og 328 daga gamall þegar hann tók sæti á þingi í september 2010. Bjarni skipaði 4. sætið á lista Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í október. Hann kemur inn fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. Að því er fram kemur í tilkynningu frá þingflokki Viðreisnar er Bjarni Halldór stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann stundar nú nám í stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla Íslands og situr í Stúdentaráði HÍ. Bjarni er einn af stofnendum Viðreisnar og sat í fyrstu stjórn flokksins. Hann er jafnframt einn af stofnendum ungliðahreyfingar flokksins og er fyrsti formaður hennar. Auk Bjarna taka þeir Ómar Ásbjörn Óskarsson og Jóhannes Albert Kristbjörnsson sæti á þingi sem varaþingmenn Viðreisnar. Ómar kemur inn fyrir Jón Steindór Valdimarsson og Jóhannes fyrir Jónu Sólveigu Elínardóttur. „Ómar lauk B.A.-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2009 og M.Sc.-prófi í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík 2009. Ómar lauk einnig M.Sc.-prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Ómar var framkvæmdastjóri Framadaga 2007 og eftir nám hefur hann starfað sem skrifstofustjóri hjá Járnsmíði Sf. Ómar sat í Fjölskylduráði Hafnarfjarðar frá 2014-2016 og í Umhverfis- og framkvæmdaráði frá 2016-2017. Í dag rekur hann innflutningsfyrirtæki með byggingavörur. Jóhannes Albert Kristbjörnsson skipaði 2. sætið á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi og er því fyrsti varamaður. Hann er fæddur árið 1965. Jóhannes var lögreglumaður og útskrifaðist frá Lögregluskóla ríkisins árið 1993; hann útskrifaðist síðar með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 2013. Hann stofnaði Lögmannsstofu Reykjaness árið 2013 þar sem hann starfar nú,“ segir í tilkynningu Viðreisnar. Alþingi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Bjarni Halldór Janusson, varaþingmaður Viðreisnar, mun í dag taka sæti á Alþingi. Hann er fæddur 4. desember 1995 og er því 21 árs og 141 daga gamall. Þar með verður hann yngsti þingmaður sögunnar en Víðir Smári Petersen var áður yngsti þingmaðurinn sem tekið hafði sæti á þingi. Hann var 21 árs og 328 daga gamall þegar hann tók sæti á þingi í september 2010. Bjarni skipaði 4. sætið á lista Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í október. Hann kemur inn fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. Að því er fram kemur í tilkynningu frá þingflokki Viðreisnar er Bjarni Halldór stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Hann stundar nú nám í stjórnmálafræði og heimspeki við Háskóla Íslands og situr í Stúdentaráði HÍ. Bjarni er einn af stofnendum Viðreisnar og sat í fyrstu stjórn flokksins. Hann er jafnframt einn af stofnendum ungliðahreyfingar flokksins og er fyrsti formaður hennar. Auk Bjarna taka þeir Ómar Ásbjörn Óskarsson og Jóhannes Albert Kristbjörnsson sæti á þingi sem varaþingmenn Viðreisnar. Ómar kemur inn fyrir Jón Steindór Valdimarsson og Jóhannes fyrir Jónu Sólveigu Elínardóttur. „Ómar lauk B.A.-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2009 og M.Sc.-prófi í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík 2009. Ómar lauk einnig M.Sc.-prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Ómar var framkvæmdastjóri Framadaga 2007 og eftir nám hefur hann starfað sem skrifstofustjóri hjá Járnsmíði Sf. Ómar sat í Fjölskylduráði Hafnarfjarðar frá 2014-2016 og í Umhverfis- og framkvæmdaráði frá 2016-2017. Í dag rekur hann innflutningsfyrirtæki með byggingavörur. Jóhannes Albert Kristbjörnsson skipaði 2. sætið á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi og er því fyrsti varamaður. Hann er fæddur árið 1965. Jóhannes var lögreglumaður og útskrifaðist frá Lögregluskóla ríkisins árið 1993; hann útskrifaðist síðar með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 2013. Hann stofnaði Lögmannsstofu Reykjaness árið 2013 þar sem hann starfar nú,“ segir í tilkynningu Viðreisnar.
Alþingi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira