Jón Valur sýknaður: „Ætla ekki að láta þagga neitt niður í mér“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. apríl 2017 11:44 "Ég hef ekkert gert þessum samtökum. Þetta er bara réttlátur úrskurður og sigur tjáningarfrelsis í landinu," segir Jón Valur. vísir/hari Jón Valur Jensson guðfræðingur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sýknaður af ákæru um hatursorðræðu. Hann var ákærður vegna þriggja færslna á bloggsvæði hans sem sagðar voru innihalda háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.Sigur tjáningarfrelsis Jón Valur segist fagna þessari niðurstöðu enda sé þetta sigur tjáningarfrelsis í landinu. „Þessi niðurstaða kom ekki á óvart. Það var eiginlega ljóst eftir því sem leið á þinghaldið að þetta var afskaplega ótrúverðugur málatilbúnaður af hálfu saksóknarans. Hann starfaði eiginlega bara út frá því sem lögreglufulltrúi meintrar hatursorðræðu lagði honum í hendur,“ segir Jón Valur. Samtökin 78 lögðu fram kæru á hendur Jóni Val og sjö öðrum í apríl í fyrra. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákærði þá í framhaldinu. Færslur Jóns Vals sneru allar að kynhneigð og voru skrifaðar eftir hinsegin fræðslu samtakanna í grunnskólum Hafnarfjarðar. „Það má segja að saksóknarinn hafi bara tekið þessa kæru Samtakanna 78 og gert hana í heild að sinni. Þetta var bara illa undirbúið og kannski kært út frá því að þarna var nýtt fólk og óreynt í stjórn og að láta ungan lögfræðing, konu, etja sér út í það að fara í málshöfðun gegn mér og Pétri Gunnlaugssyni og fleiri mönnum, ég held bara út frá reynsluleysi,“ segir Jón Valur. „Ég hef ekkert gert þessum samtökum. Þetta er bara réttlátur úrskurður og sigur tjáningarfrelsis í landinu.“„Ekki verjandi að reyna að hefta málfrelsi“ Líkt og Jón Valur bendir á sætti Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, einnig ákæru vegna hatursorðræðu. Pétur var sýknaður af ákærunni fyrr í þessum mánuði, en Pétur var jafnframt verjandi Jóns í málinu. Jón Valur segir þessar niðurstöður undirstrika mikilvægi tjáningarfrelsisins en að skömm sé að því að skattfé borgara sé eytt í mál sem þessi. „Ég var saklaus kallaður fyrir dóm í þessu máli. Nafn mitt hefur verið hreinsað af ljótri hatursákæru. Það er ekki verjandi að reyna að hefta málfrelsi manna með slíkum aðferðum,“ segir hann. „Ég hef mitt tjáningarfrelsi og hyggst nota það áfram. Þó ég hafi stundum sagt ráðamönnum landsins til syndanna í sambandi við Icesave-mál, ESB-mál og í sambandi við það hvernig brotið er gegn kristnum hagsmunum og siðferði í landinu varðandi ófædd börn og margt annað. Ég ætla ekki að láta þagga neitt niður í mér. Þessi dómur gengur ekki út á það að verið sé að þagga niður í mönnum heldur þvert á móti verið að minna á það, eins og kemur fram í dómsorðinu, að tjáningarfrelsi er mjög mikilvægt í landinu.“ Tengdar fréttir Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22 Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41 Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Pétur á Sögu ekki ákærður vegna ummæla hlustenda. 24. nóvember 2016 14:43 Ósáttir við mætinguna: Mótmæltu ákærunum gegn Jóni Val og Pétri sem ver Jón Val "Hann kannaðist við mig og hellti sér yfir mig,“ segir Þórarinn Þórarinsson blaðamaður sem var á Lækjartorgi í morgun. 2. desember 2016 10:41 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Jón Valur Jensson guðfræðingur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun sýknaður af ákæru um hatursorðræðu. Hann var ákærður vegna þriggja færslna á bloggsvæði hans sem sagðar voru innihalda háð, rógburð og smánun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.Sigur tjáningarfrelsis Jón Valur segist fagna þessari niðurstöðu enda sé þetta sigur tjáningarfrelsis í landinu. „Þessi niðurstaða kom ekki á óvart. Það var eiginlega ljóst eftir því sem leið á þinghaldið að þetta var afskaplega ótrúverðugur málatilbúnaður af hálfu saksóknarans. Hann starfaði eiginlega bara út frá því sem lögreglufulltrúi meintrar hatursorðræðu lagði honum í hendur,“ segir Jón Valur. Samtökin 78 lögðu fram kæru á hendur Jóni Val og sjö öðrum í apríl í fyrra. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákærði þá í framhaldinu. Færslur Jóns Vals sneru allar að kynhneigð og voru skrifaðar eftir hinsegin fræðslu samtakanna í grunnskólum Hafnarfjarðar. „Það má segja að saksóknarinn hafi bara tekið þessa kæru Samtakanna 78 og gert hana í heild að sinni. Þetta var bara illa undirbúið og kannski kært út frá því að þarna var nýtt fólk og óreynt í stjórn og að láta ungan lögfræðing, konu, etja sér út í það að fara í málshöfðun gegn mér og Pétri Gunnlaugssyni og fleiri mönnum, ég held bara út frá reynsluleysi,“ segir Jón Valur. „Ég hef ekkert gert þessum samtökum. Þetta er bara réttlátur úrskurður og sigur tjáningarfrelsis í landinu.“„Ekki verjandi að reyna að hefta málfrelsi“ Líkt og Jón Valur bendir á sætti Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, einnig ákæru vegna hatursorðræðu. Pétur var sýknaður af ákærunni fyrr í þessum mánuði, en Pétur var jafnframt verjandi Jóns í málinu. Jón Valur segir þessar niðurstöður undirstrika mikilvægi tjáningarfrelsisins en að skömm sé að því að skattfé borgara sé eytt í mál sem þessi. „Ég var saklaus kallaður fyrir dóm í þessu máli. Nafn mitt hefur verið hreinsað af ljótri hatursákæru. Það er ekki verjandi að reyna að hefta málfrelsi manna með slíkum aðferðum,“ segir hann. „Ég hef mitt tjáningarfrelsi og hyggst nota það áfram. Þó ég hafi stundum sagt ráðamönnum landsins til syndanna í sambandi við Icesave-mál, ESB-mál og í sambandi við það hvernig brotið er gegn kristnum hagsmunum og siðferði í landinu varðandi ófædd börn og margt annað. Ég ætla ekki að láta þagga neitt niður í mér. Þessi dómur gengur ekki út á það að verið sé að þagga niður í mönnum heldur þvert á móti verið að minna á það, eins og kemur fram í dómsorðinu, að tjáningarfrelsi er mjög mikilvægt í landinu.“
Tengdar fréttir Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22 Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41 Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Pétur á Sögu ekki ákærður vegna ummæla hlustenda. 24. nóvember 2016 14:43 Ósáttir við mætinguna: Mótmæltu ákærunum gegn Jóni Val og Pétri sem ver Jón Val "Hann kannaðist við mig og hellti sér yfir mig,“ segir Þórarinn Þórarinsson blaðamaður sem var á Lækjartorgi í morgun. 2. desember 2016 10:41 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Pétur Gunnlaugsson segir málið á hendur sér hneyksli og margir hafi brugðist tjáningarfrelsinu þegar á reyndi. 10. apríl 2017 10:22
Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41
Tíu ákærur vegna hatursummæla gefnar út á árinu Pétur á Sögu ekki ákærður vegna ummæla hlustenda. 24. nóvember 2016 14:43
Ósáttir við mætinguna: Mótmæltu ákærunum gegn Jóni Val og Pétri sem ver Jón Val "Hann kannaðist við mig og hellti sér yfir mig,“ segir Þórarinn Þórarinsson blaðamaður sem var á Lækjartorgi í morgun. 2. desember 2016 10:41