Ofsi á undanþágu Guðmundur Andri Thorsson skrifar 24. apríl 2017 09:00 Maður sér þá stundum í umferðinni og fyllist skelfingu, hægir á sér og reynir að láta lítið fyrir sér fara meðan þeir æða framhjá gaurarnir sem eru í anda staddir í Formúlu eitt-kappakstrinum en ekki bara á Hafnarfjarðarveginum eða Miklubrautinni eins og við hin. Þeir eru í annarri vídd. Þeir fara um á ofsahraða, hendast milli akreina með rykkjum, skjótast inn í öll bil án þess að gefa nokkru sinni stefnuljós, aka ofan í næsta bíl á undan með ógnandi fasi, virða engar reglur, líta aldrei í kringum sig og maður andar léttar þegar maður sér þá hverfa í átt að sjónarrönd og ekki annað hægt en að biðja til almættisins að grípa í taumana áður en eitthvað hræðilegt gerist. Erfitt er að vita hvað þessir menn eru eiginlega að tjá með þessum látum, en svona umferðarofstopi er í besta falli ofbeldi gagnvart samborgurum, þetta er andfélagsleg hegðun, eins og að ganga um í mannfjölda og fara upp að fólki og garga upp í það, steyta framan í það hnefann, vingsa stórri sveðju af gáleysi. Svona hegðun vitnar um stórfelldan félagslegan vanþroska og einstaklingshyggju sem stappar nærri sturlun. Svona menn þarf að taka úr umferð og kenna þeim á bíl – og samfélag.Í Formúlu eitt á Reykjanesbraut Nýlega staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms um að leggja hald á Tesla-bifreið Magnúsar Ólafs Garðarssonar. Þann 20. desember síðastliðinn var hann á ferð á Reykjanesbraut í slæmu veðri og vondu skyggni, á hálum og blautum veg. Samkvæmt frétt RÚ mældist bifreið hans ítrekað á yfir 160 kílómetra hraða og allt upp í 183 kílómetra hraða á klst. Tilkynningar um ofsaakstur bílsins bárust til neyðarlínunnar og svo fór að lokum að hann rakst utan í annan bíl með þeim afleiðingum að hinn ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á spítala. Magnús hefur krafist þess að fá bílinn sinn aftur. Hann segir að hann hafi misst stjórn á bílnum „vegna ytri aðstæðna“. Hann talar líka um að lögreglan hafi farið fram úr valdheimildum sínum við rannsókn málsins og „brotið gegn friðhelgi einkalífsins“ með því að skoða upplýsingar sem bíllinn geymir um aksturinn. Þetta er ekki eina dæmið um slíkan akstur hjá Magnúsi – tíu hraðakstursmál hafa komið upp hjá honum hér á landi undanfarið og eitt í Danmörku. Það er ágæt regla að sýna fólki tillitssemi þegar það ratar í ógæfu eða verður eitthvað á sem ámælisvert getur talist; þá fer ekki vel á að hreykja sér eða efna til fjöldafordæmingar, enda eiga allir sér einhverjar málsbætur og rétt á því að taka sig á í lífinu. Það á Magnús vonandi eftir að gera og farnist honum vel. Það er hins vegar freistandi að gera þetta mál hans að umtalsefni vegna þess að það er dæmigert fyrir ákveðið hugarfar sem ríkt hefur hér á landi, og ekki bara í umferðinni. Magnús Ólafur stendur sem sé í þeirri meiningu að hann sé undanþeginn reglum um hámarkshraða.Uppbygging á undanþágu Hann er nefnilega vanur undanþágunum. Magnús er einn stofnenda United Silicon og var til skamms tíma forstjóri þess fyrirtækis, hafði væntanlega veg og vanda af þeirri uppbyggingu sem skilar fyrirtækinu nú nærri vikulegum hneykslisfréttum vegna mengunar sem enginn virðist almennilega vita hversu mikil er, skulda við verktaka og málaferla kringum það, slysa og verkamanna sem látnir eru vinna án réttinda á vandasöm tæki og við vondar aðstæður. Allt vitnar um það hvernig ætt hefur verið áfram við uppbyggingu fyrirtækisins í þeirri vissu að undanþágur verði veittar frá reglum. Nú bregður hins vegar svo við að umhverfisráðherra Björt Ólafsdóttir hefur farið sköruglega fram í málefnum fyrirtækisins og komið þeim skilaboðum rækilega á framfæri að við þetta fúsk verði ekki unað og að það sé liðin tíð að horft sé í gegnum fingur sér með ólöglega mengun eins og löngum hefur tíðkast hér á landi. Reglan hér á landi hefur verið þessi: þegar spurt er um hagsmuni náttúru og hagsmuni stóriðju skal stóriðjan njóta vafans, undantekningarlaust; þegar spurt er um heilsu almennings og hagsmuni stóriðju skal stóriðja njóta vafans, ævinlega. Stóriðja, verksmiðjurekstur, er nefnilega „atvinnusköpun“. Og „atvinnusköpun“ er íslenska orðið yfir „nirvana“; hið endanlega alsæluástand sem allt miðar að. Afleiðingin er sú að uppbyggingu stóriðju hér á landi má líkja við ofsaakstur í umferðinni og eru þar dæmin mýmörg, það nýjasta brjálæðisleg áform um sjókvíaeldi á laxi. Forljótum verksmiðjum hefur verið dritað niður þar sem hentar framkvæmdaaðilum sem fá allar þær ívilnanir sem hugsast geta, skattahagræði, gjafverð á orku, frámunaleg framlög úr lífeyrissjóðum, að drasla að vild ... Málsvörn Magnúsar er líka kunnugleg þeim sem fylgst hefur með málsvörn bankstera og útrásarvíkinga í markaðsmisnotkunarmálum. Talað er um „ytri aðstæður“, rétt eins og hrunverjar gera alltaf og fjasað um „friðhelgi einkalífs“. Vantar bara að hann fari að reyna að ryðja dóminn með vanhæfiskröfum á þeim forsendum að dómarar séu andvígir ofsaakstri. Mengunin getur birst á margs konar hátt; meðal annars í hugarfari. En það er kominn tími til þess að sveitarstjórnarmenn og kjördæmaþingmenn átti sig á því að það sem er undan þágu er ekki í þágu annarra, heldur bara í eigin þágu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Maður sér þá stundum í umferðinni og fyllist skelfingu, hægir á sér og reynir að láta lítið fyrir sér fara meðan þeir æða framhjá gaurarnir sem eru í anda staddir í Formúlu eitt-kappakstrinum en ekki bara á Hafnarfjarðarveginum eða Miklubrautinni eins og við hin. Þeir eru í annarri vídd. Þeir fara um á ofsahraða, hendast milli akreina með rykkjum, skjótast inn í öll bil án þess að gefa nokkru sinni stefnuljós, aka ofan í næsta bíl á undan með ógnandi fasi, virða engar reglur, líta aldrei í kringum sig og maður andar léttar þegar maður sér þá hverfa í átt að sjónarrönd og ekki annað hægt en að biðja til almættisins að grípa í taumana áður en eitthvað hræðilegt gerist. Erfitt er að vita hvað þessir menn eru eiginlega að tjá með þessum látum, en svona umferðarofstopi er í besta falli ofbeldi gagnvart samborgurum, þetta er andfélagsleg hegðun, eins og að ganga um í mannfjölda og fara upp að fólki og garga upp í það, steyta framan í það hnefann, vingsa stórri sveðju af gáleysi. Svona hegðun vitnar um stórfelldan félagslegan vanþroska og einstaklingshyggju sem stappar nærri sturlun. Svona menn þarf að taka úr umferð og kenna þeim á bíl – og samfélag.Í Formúlu eitt á Reykjanesbraut Nýlega staðfesti Hæstiréttur úrskurð Héraðsdóms um að leggja hald á Tesla-bifreið Magnúsar Ólafs Garðarssonar. Þann 20. desember síðastliðinn var hann á ferð á Reykjanesbraut í slæmu veðri og vondu skyggni, á hálum og blautum veg. Samkvæmt frétt RÚ mældist bifreið hans ítrekað á yfir 160 kílómetra hraða og allt upp í 183 kílómetra hraða á klst. Tilkynningar um ofsaakstur bílsins bárust til neyðarlínunnar og svo fór að lokum að hann rakst utan í annan bíl með þeim afleiðingum að hinn ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á spítala. Magnús hefur krafist þess að fá bílinn sinn aftur. Hann segir að hann hafi misst stjórn á bílnum „vegna ytri aðstæðna“. Hann talar líka um að lögreglan hafi farið fram úr valdheimildum sínum við rannsókn málsins og „brotið gegn friðhelgi einkalífsins“ með því að skoða upplýsingar sem bíllinn geymir um aksturinn. Þetta er ekki eina dæmið um slíkan akstur hjá Magnúsi – tíu hraðakstursmál hafa komið upp hjá honum hér á landi undanfarið og eitt í Danmörku. Það er ágæt regla að sýna fólki tillitssemi þegar það ratar í ógæfu eða verður eitthvað á sem ámælisvert getur talist; þá fer ekki vel á að hreykja sér eða efna til fjöldafordæmingar, enda eiga allir sér einhverjar málsbætur og rétt á því að taka sig á í lífinu. Það á Magnús vonandi eftir að gera og farnist honum vel. Það er hins vegar freistandi að gera þetta mál hans að umtalsefni vegna þess að það er dæmigert fyrir ákveðið hugarfar sem ríkt hefur hér á landi, og ekki bara í umferðinni. Magnús Ólafur stendur sem sé í þeirri meiningu að hann sé undanþeginn reglum um hámarkshraða.Uppbygging á undanþágu Hann er nefnilega vanur undanþágunum. Magnús er einn stofnenda United Silicon og var til skamms tíma forstjóri þess fyrirtækis, hafði væntanlega veg og vanda af þeirri uppbyggingu sem skilar fyrirtækinu nú nærri vikulegum hneykslisfréttum vegna mengunar sem enginn virðist almennilega vita hversu mikil er, skulda við verktaka og málaferla kringum það, slysa og verkamanna sem látnir eru vinna án réttinda á vandasöm tæki og við vondar aðstæður. Allt vitnar um það hvernig ætt hefur verið áfram við uppbyggingu fyrirtækisins í þeirri vissu að undanþágur verði veittar frá reglum. Nú bregður hins vegar svo við að umhverfisráðherra Björt Ólafsdóttir hefur farið sköruglega fram í málefnum fyrirtækisins og komið þeim skilaboðum rækilega á framfæri að við þetta fúsk verði ekki unað og að það sé liðin tíð að horft sé í gegnum fingur sér með ólöglega mengun eins og löngum hefur tíðkast hér á landi. Reglan hér á landi hefur verið þessi: þegar spurt er um hagsmuni náttúru og hagsmuni stóriðju skal stóriðjan njóta vafans, undantekningarlaust; þegar spurt er um heilsu almennings og hagsmuni stóriðju skal stóriðja njóta vafans, ævinlega. Stóriðja, verksmiðjurekstur, er nefnilega „atvinnusköpun“. Og „atvinnusköpun“ er íslenska orðið yfir „nirvana“; hið endanlega alsæluástand sem allt miðar að. Afleiðingin er sú að uppbyggingu stóriðju hér á landi má líkja við ofsaakstur í umferðinni og eru þar dæmin mýmörg, það nýjasta brjálæðisleg áform um sjókvíaeldi á laxi. Forljótum verksmiðjum hefur verið dritað niður þar sem hentar framkvæmdaaðilum sem fá allar þær ívilnanir sem hugsast geta, skattahagræði, gjafverð á orku, frámunaleg framlög úr lífeyrissjóðum, að drasla að vild ... Málsvörn Magnúsar er líka kunnugleg þeim sem fylgst hefur með málsvörn bankstera og útrásarvíkinga í markaðsmisnotkunarmálum. Talað er um „ytri aðstæður“, rétt eins og hrunverjar gera alltaf og fjasað um „friðhelgi einkalífs“. Vantar bara að hann fari að reyna að ryðja dóminn með vanhæfiskröfum á þeim forsendum að dómarar séu andvígir ofsaakstri. Mengunin getur birst á margs konar hátt; meðal annars í hugarfari. En það er kominn tími til þess að sveitarstjórnarmenn og kjördæmaþingmenn átti sig á því að það sem er undan þágu er ekki í þágu annarra, heldur bara í eigin þágu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun