Hóta að sökkva flugmóðurskipi Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2017 09:19 Kjarnorkuknúna flugmóðurskipið USS Carl Vinson. Vísir/Getty Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu í nótt að þeir væru tilbúnir til að sökkva flugmóðurskipinu USS Carl Vinson. Flugmóðurskipið og fylgiskip þess munu nú vera á leið til æfingar ásamt tveimur japönskum herskipum í vesturhluta Kyrrahafsins. Í dagblaði Verkamannaflokks Norður-Kóreu var flugmóðurskipinu lýst sem „ógeðslegu dýri“ og að árás á það myndi sýna mátt herafla ríkisins. Enn fremur sagði að herinn væri tilbúinn til þess að sökkva skipinu í einni árás. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í byrjun mánaðarins að hann hefði ákveðið að senda flotadeild Carl Vinson í átt að Norður-Kóreu þar sem spenna hefur aukist mikið vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugatilrauna ríkisstjórnar Kim Jong Un. Viðbrögðin við tilkynningunni voru góð. Moon Sang-kyun, talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu, sagði ákvörðunina merki um að Bandaríkin sýndu alvarlegu og hættulegu ástandi skilning og virðingu. Norður-Kóreumenn brugðust hins vegar illa við og hótuðu Bandaríkjamönnum kjarnorkustríði. Svo virðist þó sem að flotadeildin hafi ekki verið á leið til Kóreuskagans heldur hafi hún verið í heræfingum með ástralska sjóhernum. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir þó að flotadeildin verði komin á svæðið á næstu dögum.Sjá einnig: Segjast hættir að treysta Trump Nú á þriðjudaginn heldur Norður-Kórea upp á 85 ára afmæli hers ríkisins, en afmælum hersins hefur áður verið fagnað með vopnatilraunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu hafa sagt að Norður-Kórea vinni að því að sprengja kjarnorkuvopn í tilraunaskyni. Enn sem komið er hefur einræðisríkið framkvæmt fimm kjarnorkuvopnatilraunir og vinnur að því að þróa eldflaugar sem gætu borið slík vopn til Bandaríkjanna.Trump hefur heitið því að koma í veg fyrir að Norður-Kórea nái því markmiði og hefur ríkisstjórn hans jafnvel gefið út að hernaðaraðgerðir komi til greina. Þá hefur hann kallað eftir því að Kína, eini bandamaður Norður-Kóreu, beiti sér af meiri krafti til að stöðva vopnatilraunir nágranna sinna. Yfirvöld í Japan óttast að Norður-Kórea búi nú þegar yfir tækni til að gera efnavopna- og jafnvel kjarnorkuvopnaárásir á Japan. Þeir hafa þegar æft slíkar árásir með góðum árangri. Þar hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að stjórnvöld verði sér út um vopn svo þeir gætu gert eigin árásir á skotstaði Norður-Kóreu. Bandarískur ríkisborgari var handtekinn í Norður-Kóreu á föstudaginn þegar hann reyndi að yfirgefa landið. Hann mun hafa verið þar í um mánuð þar sem hann hafði tekið þátt í hjálparstarfi. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu eru alls þrír bandarískir ríkisborgarar í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu. Norður-Kórea Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun Bandaríkin hafa sakað Norður Kóreumenn um að reyna að efna til ófriðar með misheppnaðri flugskeytatilraun um liðna helgi. 18. apríl 2017 22:46 Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11 Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21 Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu í nótt að þeir væru tilbúnir til að sökkva flugmóðurskipinu USS Carl Vinson. Flugmóðurskipið og fylgiskip þess munu nú vera á leið til æfingar ásamt tveimur japönskum herskipum í vesturhluta Kyrrahafsins. Í dagblaði Verkamannaflokks Norður-Kóreu var flugmóðurskipinu lýst sem „ógeðslegu dýri“ og að árás á það myndi sýna mátt herafla ríkisins. Enn fremur sagði að herinn væri tilbúinn til þess að sökkva skipinu í einni árás. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í byrjun mánaðarins að hann hefði ákveðið að senda flotadeild Carl Vinson í átt að Norður-Kóreu þar sem spenna hefur aukist mikið vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugatilrauna ríkisstjórnar Kim Jong Un. Viðbrögðin við tilkynningunni voru góð. Moon Sang-kyun, talsmaður varnarmálaráðuneytis Suður-Kóreu, sagði ákvörðunina merki um að Bandaríkin sýndu alvarlegu og hættulegu ástandi skilning og virðingu. Norður-Kóreumenn brugðust hins vegar illa við og hótuðu Bandaríkjamönnum kjarnorkustríði. Svo virðist þó sem að flotadeildin hafi ekki verið á leið til Kóreuskagans heldur hafi hún verið í heræfingum með ástralska sjóhernum. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir þó að flotadeildin verði komin á svæðið á næstu dögum.Sjá einnig: Segjast hættir að treysta Trump Nú á þriðjudaginn heldur Norður-Kórea upp á 85 ára afmæli hers ríkisins, en afmælum hersins hefur áður verið fagnað með vopnatilraunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu hafa sagt að Norður-Kórea vinni að því að sprengja kjarnorkuvopn í tilraunaskyni. Enn sem komið er hefur einræðisríkið framkvæmt fimm kjarnorkuvopnatilraunir og vinnur að því að þróa eldflaugar sem gætu borið slík vopn til Bandaríkjanna.Trump hefur heitið því að koma í veg fyrir að Norður-Kórea nái því markmiði og hefur ríkisstjórn hans jafnvel gefið út að hernaðaraðgerðir komi til greina. Þá hefur hann kallað eftir því að Kína, eini bandamaður Norður-Kóreu, beiti sér af meiri krafti til að stöðva vopnatilraunir nágranna sinna. Yfirvöld í Japan óttast að Norður-Kórea búi nú þegar yfir tækni til að gera efnavopna- og jafnvel kjarnorkuvopnaárásir á Japan. Þeir hafa þegar æft slíkar árásir með góðum árangri. Þar hafa stjórnmálamenn kallað eftir því að stjórnvöld verði sér út um vopn svo þeir gætu gert eigin árásir á skotstaði Norður-Kóreu. Bandarískur ríkisborgari var handtekinn í Norður-Kóreu á föstudaginn þegar hann reyndi að yfirgefa landið. Hann mun hafa verið þar í um mánuð þar sem hann hafði tekið þátt í hjálparstarfi. Samkvæmt Yonhap fréttaveitunni frá Suður-Kóreu eru alls þrír bandarískir ríkisborgarar í haldi yfirvalda í Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun Bandaríkin hafa sakað Norður Kóreumenn um að reyna að efna til ófriðar með misheppnaðri flugskeytatilraun um liðna helgi. 18. apríl 2017 22:46 Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11 Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21 Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Sjá meira
Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47
Varnarmálaráðherra segir flugskeytatilraun Norður Kóreumanna vera ögrun Bandaríkin hafa sakað Norður Kóreumenn um að reyna að efna til ófriðar með misheppnaðri flugskeytatilraun um liðna helgi. 18. apríl 2017 22:46
Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11
Skipum Bandaríkjahers siglt í átt að Kóreuskaga Ákvörðunin er sögð tekin vegna vaxandi ógnar vegna kjarnorkuáætlunar Norður-Kóreu. 9. apríl 2017 08:21
Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49
Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00