Valdís í 38-48. sæti fyrir lokahringinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 22. apríl 2017 11:45 Fugl á átjándu kom Valdísi aftur á parið. mynd/gsí Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, deilir 38. sæti ásamt níu öðrum kylfingum fyrir lokahringinn á Estrella Damm Mediterrean Ladies Open mótinu í golfi sem fer fram á Spáni þessa helgina. Mótið er hluti af LET-mótaröðinni, Evrópmótaröðinni í golfi í kvennaflokki en þetta er næst sterkasta atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum á eftir LPGA. Valdís byrjaði mótið af krafti og var á þremur höggum undir pari eftir fyrsta dag en tapaði einu höggi í gær og komst því í gegnum niðurskurðinn á tveimur höggum undir pari. Dagurinn í dag byrjaði ekki bærilega því annan daginn í röð fékk Valdís skolla á fyrstu holu og fylgdi hún því eftir með skolla á þriðju. Hún náði að laga stöðuna með tveimur fuglum og einum skolla og var á höggi yfir pari að níu holum loknum. Hóf hún seinni níu holurnar á fjórum pörum í röð en tveir skollar á næstu fjórum holum þýddi að hún var komin á þrjú högg yfir parið á deginum og yfir par á mótinu. Fugl á síðustu holunni þýddi hinsvegar að hún kom í hús á tveimur höggum yfir pari á deginum og á parinu á mótinu en þetta var annar dagurinn í röð sem Valdís fær fugl á átjándu holu. Valdís fær tækifæri til að komast upp töfluna á lokahringnum á morgun en hún er þegar þetta er skrifað þrettán höggum á eftir efsta kylfing, Melissu Reid, sem hefur farið á kostum á þriðja hring á átta höggum undir pari. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, deilir 38. sæti ásamt níu öðrum kylfingum fyrir lokahringinn á Estrella Damm Mediterrean Ladies Open mótinu í golfi sem fer fram á Spáni þessa helgina. Mótið er hluti af LET-mótaröðinni, Evrópmótaröðinni í golfi í kvennaflokki en þetta er næst sterkasta atvinnumannamótaröð kvenna í heiminum á eftir LPGA. Valdís byrjaði mótið af krafti og var á þremur höggum undir pari eftir fyrsta dag en tapaði einu höggi í gær og komst því í gegnum niðurskurðinn á tveimur höggum undir pari. Dagurinn í dag byrjaði ekki bærilega því annan daginn í röð fékk Valdís skolla á fyrstu holu og fylgdi hún því eftir með skolla á þriðju. Hún náði að laga stöðuna með tveimur fuglum og einum skolla og var á höggi yfir pari að níu holum loknum. Hóf hún seinni níu holurnar á fjórum pörum í röð en tveir skollar á næstu fjórum holum þýddi að hún var komin á þrjú högg yfir parið á deginum og yfir par á mótinu. Fugl á síðustu holunni þýddi hinsvegar að hún kom í hús á tveimur höggum yfir pari á deginum og á parinu á mótinu en þetta var annar dagurinn í röð sem Valdís fær fugl á átjándu holu. Valdís fær tækifæri til að komast upp töfluna á lokahringnum á morgun en hún er þegar þetta er skrifað þrettán höggum á eftir efsta kylfing, Melissu Reid, sem hefur farið á kostum á þriðja hring á átta höggum undir pari.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Dagskráin: Úrslitakeppni NFL af stað og þrír leikir í enska bikarnum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira