Stuð, steypa og testósterón í hágír 21. apríl 2017 14:00 Áhættuatriðin eru sviðsett faglega, vel klippt og skotin. NORDICPHOTOS/AFP Fast & Furious-serían hefur þróast undarlega. Það sem upphaflega snerist um götukappakstur smákrimma og ólgandi testósterónflóð hefur smám saman breyst í beinar og óbeinar ofurhetjusögur, þar sem hópur adrenalínfíkla notar spyrnukagga og töffarastæla til þess að bjarga heiminum og lifa allt mögulegt af í leiðinni. Viðeigandi væri að líkja þessu við Mission Impossible á sterum. Með hverju eintaki hefur vitleysan magnast, eðlilega, en á sama tíma hefur myndbálkurinn stöðugt einkennst af meiri húmor fyrir slíku. Markhópurinn vill helst sjá fjölbreyttan og fjarstæðukenndan bílahasar, milda fyrirlestra um mikilvægi fjölskyldna og massaða skallamenn metast um það hver er harðasti naglinn á skjánum. Fast & Furious 8 er að vísu ólíkleg til þess að lokka til sín hópa sem hafa hingað til ranghvolft augunum yfir þessum myndum, en hins vegar ætti hún ekki að svíkja neinn sem hefur annaðhvort slysast til þess að taka seríuna alvarlega eða haft gaman af yfirdrifna rembingnum.Della og meiri bíladella Það eitt að fylgjast með því hvernig aðstandendur reyna að toppa sig með hverri nýrri mynd er nánast þess virði að sjá og flissa yfir á meðan lúkur af poppi fylla kjaftinn á tveimur klukkutímum. Í seinustu mynd var svo langt gengið að sýna bíla fljúga á milli bygginga og þar áður fengum við átök á lengstu flugbraut kvikmyndasögunnar. Hver er þá eðlileg stigmögnun fyrir áttundu myndina? Nú, auðvitað sena þar sem fjarstýrðum bílum er hrúgað og hent úr byggingum, eða jafnvel önnur sem sýnir ofurbifreiðar og skriðdreka skauta um á hjarni Íslands á hröðum flótta undan kafbáti. Það kæmi engum á óvart ef bílar verða farnir að slást í lausu lofti þegar kemur að tíundu myndinni. Kröfur til persónusköpunar, söguþráðar sem heldur vatni eða eðlisfræðilögmála eiga yfirleitt heima í aftursætinu þegar svona tjara er til umræðu. Eins og í síðustu skiptin er aðaláherslan í Fast & Furious 8 að sjá til þess að keyrslan stoppi ekki með hverju ýkta hasaratriðinu á eftir öðru og að púlsinn verði æ hraðari. Oft tekst það ætlunarverk, einkum þegar þess er gætt að taka myndina ekki of alvarlega, fyrir utan nokkur tilfelli þar sem kastað er fram dramaatriðum sem eru á pari við hlægilegar sápur. Þetta er varla alvöru Fast & Furious mynd ef samtölin eru ekki frekar vond annað slagið.Vin Diesel og Charlize Theron fara með hlutverk í myndinni.Vin Diesel geltir enn út gervitilfinningum og testósteróni eins og enginn sé morgundagurinn, en er alveg á heimavelli í þessari seríu. Sprækastir eru þó hasarkóngarnir Dwayne Johnson og Jason Statham, sem þrasa hressilega í stöðugri pissukeppni hvor við annan í tilraun til þess að sýna hver er maðurinn. Myndin græðir líka talsvert á nærveru Charlize Theron, þó að hún fái ekki að gera mikið annað en að vera illkvittin og köld sem tölvuþrjótur sem vefur Diesel um fingur sér. Miðað við grjóthörð tilþrif hennar í Mad Max: Fury Road (sem er óumdeilanlega besta bílahasarmynd síðustu ára) hefði vel mátt halda að hægt væri að nýta hana betur í hasarnum, sem á einnig við um gamla brýnið Kurt Russell í gestahlutverki. Restin af lykilteyminu er auðvitað löngu orðin vön því að láta fara vel um sig og halda allir andlitinu prýðilega í sínum pappahlutverkum, þó segja verði að Tyrese Gibson sé farinn að verða nokkuð þreytandi.Sýniþörfinni fagnað Ef þetta snýst allt saman um að sjá bifreiðar gefa í, skoppa og eyðileggja, þá hefur ekkert verið til sparað á því sviði. Áhættuatriðin eru sviðsett faglega, vel klippt og skotin. Steypan nær síðan hámarki á lokametrunum þegar klippt er á milli skota frá heljarinnar akstri í Rússlandi (reyndar á ísilögðu Mývatni, ef út í það er farið), betur lýst sem „Mad Max á klaka“, og hasars í flugvél sem virkar eins og eitthvað úr teiknimynd. Heilinn í manni getur auðvitað verið í þeirri hættu að grillast yfir öllu ruglinu en þess vegna er ráðlegt að skilja hann eftir við dyrnar. Furious 8 veit hvað hún er og skammast sín ekkert fyrir það. Betri dagar seríunnar eru trúlega að baki og í næstu umferð má endilega hrista meira upp í formúlunni, en það breytir því ekki að hér stendur eftir prýðilega heiladautt afþreyingarbíó sem má alveg tapa sér yfir í réttum félagsskap. Tómas Valgeirsson Niðurstaða: Svo framarlega sem þú biður ekki um annað en einfaldan og yfirdrifinn hasar ættirðu að vera í fínum málum. Sem betur fer ríkir mikil meðvitund fyrir kjánaskapnum. Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Leikstjóri Fast 8 birtir myndir af upptökustað Upptökur fara þessa dagana fram í Mývatnssveit. 7. mars 2016 17:40 Fast 8 í ísakstri á Mývatni og steypa einum bíl ofan í vatnið Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. 26. febrúar 2016 12:11 Eltingarleikir, skriðdrekar og sprengingar á Mývatni: Bak við tjöldin á tökum Fast 8 Aðstandendur myndarinnar birta reglulega myndbönd þar sem skyggnst er bak við tjöldin á tökum myndarinnar og nú er röðin komin að Mývatni. 4. júní 2016 16:07 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Kafbátur og sprengingar á Mývatni í stiklu Fast 8 Ísland er í aðalhlutverki. 12. desember 2016 10:33 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Fast & Furious-serían hefur þróast undarlega. Það sem upphaflega snerist um götukappakstur smákrimma og ólgandi testósterónflóð hefur smám saman breyst í beinar og óbeinar ofurhetjusögur, þar sem hópur adrenalínfíkla notar spyrnukagga og töffarastæla til þess að bjarga heiminum og lifa allt mögulegt af í leiðinni. Viðeigandi væri að líkja þessu við Mission Impossible á sterum. Með hverju eintaki hefur vitleysan magnast, eðlilega, en á sama tíma hefur myndbálkurinn stöðugt einkennst af meiri húmor fyrir slíku. Markhópurinn vill helst sjá fjölbreyttan og fjarstæðukenndan bílahasar, milda fyrirlestra um mikilvægi fjölskyldna og massaða skallamenn metast um það hver er harðasti naglinn á skjánum. Fast & Furious 8 er að vísu ólíkleg til þess að lokka til sín hópa sem hafa hingað til ranghvolft augunum yfir þessum myndum, en hins vegar ætti hún ekki að svíkja neinn sem hefur annaðhvort slysast til þess að taka seríuna alvarlega eða haft gaman af yfirdrifna rembingnum.Della og meiri bíladella Það eitt að fylgjast með því hvernig aðstandendur reyna að toppa sig með hverri nýrri mynd er nánast þess virði að sjá og flissa yfir á meðan lúkur af poppi fylla kjaftinn á tveimur klukkutímum. Í seinustu mynd var svo langt gengið að sýna bíla fljúga á milli bygginga og þar áður fengum við átök á lengstu flugbraut kvikmyndasögunnar. Hver er þá eðlileg stigmögnun fyrir áttundu myndina? Nú, auðvitað sena þar sem fjarstýrðum bílum er hrúgað og hent úr byggingum, eða jafnvel önnur sem sýnir ofurbifreiðar og skriðdreka skauta um á hjarni Íslands á hröðum flótta undan kafbáti. Það kæmi engum á óvart ef bílar verða farnir að slást í lausu lofti þegar kemur að tíundu myndinni. Kröfur til persónusköpunar, söguþráðar sem heldur vatni eða eðlisfræðilögmála eiga yfirleitt heima í aftursætinu þegar svona tjara er til umræðu. Eins og í síðustu skiptin er aðaláherslan í Fast & Furious 8 að sjá til þess að keyrslan stoppi ekki með hverju ýkta hasaratriðinu á eftir öðru og að púlsinn verði æ hraðari. Oft tekst það ætlunarverk, einkum þegar þess er gætt að taka myndina ekki of alvarlega, fyrir utan nokkur tilfelli þar sem kastað er fram dramaatriðum sem eru á pari við hlægilegar sápur. Þetta er varla alvöru Fast & Furious mynd ef samtölin eru ekki frekar vond annað slagið.Vin Diesel og Charlize Theron fara með hlutverk í myndinni.Vin Diesel geltir enn út gervitilfinningum og testósteróni eins og enginn sé morgundagurinn, en er alveg á heimavelli í þessari seríu. Sprækastir eru þó hasarkóngarnir Dwayne Johnson og Jason Statham, sem þrasa hressilega í stöðugri pissukeppni hvor við annan í tilraun til þess að sýna hver er maðurinn. Myndin græðir líka talsvert á nærveru Charlize Theron, þó að hún fái ekki að gera mikið annað en að vera illkvittin og köld sem tölvuþrjótur sem vefur Diesel um fingur sér. Miðað við grjóthörð tilþrif hennar í Mad Max: Fury Road (sem er óumdeilanlega besta bílahasarmynd síðustu ára) hefði vel mátt halda að hægt væri að nýta hana betur í hasarnum, sem á einnig við um gamla brýnið Kurt Russell í gestahlutverki. Restin af lykilteyminu er auðvitað löngu orðin vön því að láta fara vel um sig og halda allir andlitinu prýðilega í sínum pappahlutverkum, þó segja verði að Tyrese Gibson sé farinn að verða nokkuð þreytandi.Sýniþörfinni fagnað Ef þetta snýst allt saman um að sjá bifreiðar gefa í, skoppa og eyðileggja, þá hefur ekkert verið til sparað á því sviði. Áhættuatriðin eru sviðsett faglega, vel klippt og skotin. Steypan nær síðan hámarki á lokametrunum þegar klippt er á milli skota frá heljarinnar akstri í Rússlandi (reyndar á ísilögðu Mývatni, ef út í það er farið), betur lýst sem „Mad Max á klaka“, og hasars í flugvél sem virkar eins og eitthvað úr teiknimynd. Heilinn í manni getur auðvitað verið í þeirri hættu að grillast yfir öllu ruglinu en þess vegna er ráðlegt að skilja hann eftir við dyrnar. Furious 8 veit hvað hún er og skammast sín ekkert fyrir það. Betri dagar seríunnar eru trúlega að baki og í næstu umferð má endilega hrista meira upp í formúlunni, en það breytir því ekki að hér stendur eftir prýðilega heiladautt afþreyingarbíó sem má alveg tapa sér yfir í réttum félagsskap. Tómas Valgeirsson Niðurstaða: Svo framarlega sem þú biður ekki um annað en einfaldan og yfirdrifinn hasar ættirðu að vera í fínum málum. Sem betur fer ríkir mikil meðvitund fyrir kjánaskapnum.
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Leikstjóri Fast 8 birtir myndir af upptökustað Upptökur fara þessa dagana fram í Mývatnssveit. 7. mars 2016 17:40 Fast 8 í ísakstri á Mývatni og steypa einum bíl ofan í vatnið Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. 26. febrúar 2016 12:11 Eltingarleikir, skriðdrekar og sprengingar á Mývatni: Bak við tjöldin á tökum Fast 8 Aðstandendur myndarinnar birta reglulega myndbönd þar sem skyggnst er bak við tjöldin á tökum myndarinnar og nú er röðin komin að Mývatni. 4. júní 2016 16:07 Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38 Kafbátur og sprengingar á Mývatni í stiklu Fast 8 Ísland er í aðalhlutverki. 12. desember 2016 10:33 Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikstjóri Fast 8 birtir myndir af upptökustað Upptökur fara þessa dagana fram í Mývatnssveit. 7. mars 2016 17:40
Fast 8 í ísakstri á Mývatni og steypa einum bíl ofan í vatnið Meðal skilyrða sem Umhverfisstofnun setti vegna kvikmyndagerðarinnar er að starfsmenn gangi snyrtilega um svæðið og forðist allt rask. 26. febrúar 2016 12:11
Eltingarleikir, skriðdrekar og sprengingar á Mývatni: Bak við tjöldin á tökum Fast 8 Aðstandendur myndarinnar birta reglulega myndbönd þar sem skyggnst er bak við tjöldin á tökum myndarinnar og nú er röðin komin að Mývatni. 4. júní 2016 16:07
Fast 8 verður tekin upp á Akranesi „Við erum mjög áhugasöm,“ segir bæjarstjórinn. 26. janúar 2016 10:38