GM yfirgefur Venesúela eftir eignanám stjórnvalda Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2017 23:41 Eignarnámið á rætur sínar að rekja til um það bil tuttugu ára gamallar lögsóknar bílasölu gegn GM. Vísir/AFP Stórfyrirtækið General Motors hefur ákveðið að yfirgefa Venesúela eftir að stjórnvöld þar tóku verksmiðju fyrirtækisins eignanámi í gær. Ríkið stendur nú í málaferlum vegna ólöglegs eignanáms við rúmlega 25 fyrirtæki. GM segir að auk verksmiðjunnar hafi stjórnvöld einnig lagt hald á bíla sem voru þar. Eignarnámið á rætur sínar að rekja til um það bil tuttugu ára gamallar lögsóknar bílasölu gegn GM. Forsvarsmenn bílasölunnar höfðu farið fram á skaðabætur að verðmæti 476 milljóna bólíva.Samkvæmt AP fréttaveitunni samsvarar það um 665 milljónum dala, miðað við opinbert gengi bólívarsins. Í rauninni er virði bólívarsins þó mun minna en opinberar tölur segja til um. AP segir að raunvirði skaðabótanna, miðað við svarta markað landsins, sé hins vegar um 115 milljónir dala, eða um 1,2 milljarður króna. Forsvarsmenn GM sögðust í gær ætla að berjast gegn eignanáminu, en um 2.700 manns hafa unnið í verksmiðjunni, samkvæmt New York Times. Verksmiðjan hefur hins vegar reynst fyrirtækinu dragbítur á undanförnum árum og hefur mikið tap fylgt henni, samhliða gífurlegum efnahagslegum vandræðum Venesúela. Enginn nýr bíll hefur verið framleiddur þar síðan árið 2015. Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Stórfyrirtækið General Motors hefur ákveðið að yfirgefa Venesúela eftir að stjórnvöld þar tóku verksmiðju fyrirtækisins eignanámi í gær. Ríkið stendur nú í málaferlum vegna ólöglegs eignanáms við rúmlega 25 fyrirtæki. GM segir að auk verksmiðjunnar hafi stjórnvöld einnig lagt hald á bíla sem voru þar. Eignarnámið á rætur sínar að rekja til um það bil tuttugu ára gamallar lögsóknar bílasölu gegn GM. Forsvarsmenn bílasölunnar höfðu farið fram á skaðabætur að verðmæti 476 milljóna bólíva.Samkvæmt AP fréttaveitunni samsvarar það um 665 milljónum dala, miðað við opinbert gengi bólívarsins. Í rauninni er virði bólívarsins þó mun minna en opinberar tölur segja til um. AP segir að raunvirði skaðabótanna, miðað við svarta markað landsins, sé hins vegar um 115 milljónir dala, eða um 1,2 milljarður króna. Forsvarsmenn GM sögðust í gær ætla að berjast gegn eignanáminu, en um 2.700 manns hafa unnið í verksmiðjunni, samkvæmt New York Times. Verksmiðjan hefur hins vegar reynst fyrirtækinu dragbítur á undanförnum árum og hefur mikið tap fylgt henni, samhliða gífurlegum efnahagslegum vandræðum Venesúela. Enginn nýr bíll hefur verið framleiddur þar síðan árið 2015.
Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira