Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. apríl 2017 19:42 Túlkun velferðarráðuneytisins á heilbrigðislögum leiðir til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er að verulegu leyti stjórnlaus. Þetta segir landlæknir sem vill endurskoða samning Sjúkratrygginga og sérfræðilækna. Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs.Klíníkin Ármúla fékk í janúar staðfestingu frá embætti landlæknis á að starfsemi með fimm daga legudeild uppfyllti faglegar lágmarkskröfur, meðal annars um mönnun, húsnæði og tæki. Í kjölfarið hófst umræða um hvort starfsemin þyrfti leyfi frá heilbrigðisráðherra. Skoðun landlæknis var sú að um væri að ræða sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og því þyrfti lögum samkvæmt leyfi ráðherra. Velferðarráðuneytið var þessu ósammála og taldi að líta bæri á þennan rekstur Klíníkurinnar sem hvern annan stofurekstur lækna og því væri ekki þörf á leyfi ráðherra.Þróast nánast stjórnlaustEins og staðan er í dag, hvaða áhrif hefur þessi túlkun að ekki þurfi leyfi ráðherra fyrir svona starfsemi? „Hún hefur í raun þau áhrif að einkarekstur, sem þá er fjármagnaður af ríkinu, hann þróast áfram, nánast stjórnlaust, vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,” segir Birgir Jakobsson, landlæknir.Á kostnað ríkisins Að mati landlæknis er staðan í dag því þessi: Heilbrigðisstofnanir þurfa ekki sérstakt leyfi ráðherra til að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu í formi fimm daga legudeildar, einungis staðfestingu frá Embætti landlæknis um að þær uppfylli faglegar kröfur til rekstrarins. Þá geta þær stofnanir fjármagnað rekstur sinn með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Að mati landlæknis mun einkarekstur því halda áfram að aukast án neinna takmarkanna á kostnað ríkisins. „Það er alls ekki viðunandi að mínu mati. Vegna þess að í nýlegri skýrslu sem að Ríkisendurskoðun birtir um heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu þá kemur þar fram að fjármagn eða raunútgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs,” segir Birgir.Segja upp samningi LR og SÍ Hann segir lagalegan ágreining sem þennan milli ráðuneytisins og landlæknis bagalegan.Hvað þarf að gera til að leysa þessa stöðu, breyta lögum? „Já nema lögfræðingar komi sér saman um sameiginlega túlkun. Eða, ég held að raunverulega sé leið fram hjá þessu sú að segja upp samningi LR og SÍ og stöðva inntöku lækna á þann samning,” segir Birgir. Samningur Sjúkratrygginga og sérgreinalækna sem Birgir vísar til rennur út á næsta ári. „Ég held að við getum alveg hæglega komið með aðrar aðgerðir í staðinn fyrir þennan samning og fylgt lögum um sjúkratryggingar raunverulega. Vegna þess að þar er talið að ríkið eigi að kaupa heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu. Gera kröfur um magn, gæði, aðgengileika og síðan að koma sér saman um hvað á maður að greiða fyrir þjónustuna,” segir Birgir. Heilbrigðismál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
Túlkun velferðarráðuneytisins á heilbrigðislögum leiðir til þess að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er að verulegu leyti stjórnlaus. Þetta segir landlæknir sem vill endurskoða samning Sjúkratrygginga og sérfræðilækna. Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs.Klíníkin Ármúla fékk í janúar staðfestingu frá embætti landlæknis á að starfsemi með fimm daga legudeild uppfyllti faglegar lágmarkskröfur, meðal annars um mönnun, húsnæði og tæki. Í kjölfarið hófst umræða um hvort starfsemin þyrfti leyfi frá heilbrigðisráðherra. Skoðun landlæknis var sú að um væri að ræða sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og því þyrfti lögum samkvæmt leyfi ráðherra. Velferðarráðuneytið var þessu ósammála og taldi að líta bæri á þennan rekstur Klíníkurinnar sem hvern annan stofurekstur lækna og því væri ekki þörf á leyfi ráðherra.Þróast nánast stjórnlaustEins og staðan er í dag, hvaða áhrif hefur þessi túlkun að ekki þurfi leyfi ráðherra fyrir svona starfsemi? „Hún hefur í raun þau áhrif að einkarekstur, sem þá er fjármagnaður af ríkinu, hann þróast áfram, nánast stjórnlaust, vegna þess að samningur Læknafélags Reykjavíkur og Sjúkratrygginga Íslands er opinn sérgreinalæknum,” segir Birgir Jakobsson, landlæknir.Á kostnað ríkisins Að mati landlæknis er staðan í dag því þessi: Heilbrigðisstofnanir þurfa ekki sérstakt leyfi ráðherra til að reka sérhæfða sjúkrahúsþjónustu í formi fimm daga legudeildar, einungis staðfestingu frá Embætti landlæknis um að þær uppfylli faglegar kröfur til rekstrarins. Þá geta þær stofnanir fjármagnað rekstur sinn með gildandi samningi Sjúkratrygginga Íslands og sérfræðilækna. Að mati landlæknis mun einkarekstur því halda áfram að aukast án neinna takmarkanna á kostnað ríkisins. „Það er alls ekki viðunandi að mínu mati. Vegna þess að í nýlegri skýrslu sem að Ríkisendurskoðun birtir um heilsugæsluna á höfuðborgarsvæðinu þá kemur þar fram að fjármagn eða raunútgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist síðustu árin um 40 prósent, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs,” segir Birgir.Segja upp samningi LR og SÍ Hann segir lagalegan ágreining sem þennan milli ráðuneytisins og landlæknis bagalegan.Hvað þarf að gera til að leysa þessa stöðu, breyta lögum? „Já nema lögfræðingar komi sér saman um sameiginlega túlkun. Eða, ég held að raunverulega sé leið fram hjá þessu sú að segja upp samningi LR og SÍ og stöðva inntöku lækna á þann samning,” segir Birgir. Samningur Sjúkratrygginga og sérgreinalækna sem Birgir vísar til rennur út á næsta ári. „Ég held að við getum alveg hæglega komið með aðrar aðgerðir í staðinn fyrir þennan samning og fylgt lögum um sjúkratryggingar raunverulega. Vegna þess að þar er talið að ríkið eigi að kaupa heilbrigðisþjónustu samkvæmt kröfulýsingu. Gera kröfur um magn, gæði, aðgengileika og síðan að koma sér saman um hvað á maður að greiða fyrir þjónustuna,” segir Birgir.
Heilbrigðismál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira