Ákjósanleg fjarreikistjarna til að leita að lífi fundin Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2017 12:45 Fjarreikistjarnan LHS 1140b ásamt móðurstjörnu sinni á teikningu listamanns ESO. Teikning/ESO/spaceengine.org Stjörnufræðingar hafa fundið fjarreikistjörnu sem þeir telja heppilegasta staðinn til að leita að lífi utan sólkerfisins til þessa. Reikistjarnan er úr bergi og er nokkuð stærri og massameiri en jörðin. Staðsetning fjarreikistjörnunnar þykir lofa góðu, bæði fyrir möguleikann á að þar geti lífvænlegar aðstæður verið að finna og til rannsókna á henni. Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga fann reikistjörnuna með mælitækjum Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Þannig situr reikistjarnan í miðju lífbelti rauða dvergsins LHS 1140 sem er í fjörutíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er jafnframt í nær beinni sjónlínu við móðurstjörnuna frá jörðinni séð og gengur því fyrir hana í hverri hringferð. Því gefst stjörnufræðingum tækifæri að skoða hana á 25 daga fresti, samkvæmt frétt á vef ESO. Rauðir dvergar eins og LHS 1140 eru mun minni og kaldari en sólin okkar. Því er fjarreikistjarnan í lífbelti stjörnunnar jafnvel þótt hún sé tífallt nær henni en jörðin er sólinni. Hún fær aðeins um helming þeirrar geislunar sem jörðin fær frá sólinni. Þrátt fyrir þetta eru rauðir dvergar almennt taldir fjandsamlegir lofthjúpum reikistjarna. Snemma á líftíma sínum gefa rauðir dvergar frá sér orkuríka geislun sem getur bókstaflega feykt lofthjúpi reikistjarna út í geim.Mögulega vænlegri kostur en Proxima b og Trappist-1 Tvennt er hins vegar talið fjarreikistjörnunni, sem gengur undir nafninu LHS 1140b, til tekna. Annars vegar snýst rauði dvergurinn hægar og gefur frá sér minni háorkugeislun en aðrar sambærilegar stjörnur. Hins vegar er eðli reikistjörnunnar talið hafa getað bjargað lofthjúpi hennar. Áætlað er að reikistjarnan sé að minnsta kosti fimm milljarða ára gömul. Hún er 40% breiðari en jörðin og næstum því sjö sinnum massameiri. Það telja vísindamennirnir vísbendingu um að hún sé úr bergi og með þéttan járnkjarna eins og jörðin. Reikistjarnan er því nægileg stór til að kvikuhaf gæti hafa verið til staðar á yfirborði hennar í milljónir ára. Gas sem streymdi úr því hefði getað endurnýjað vatn í lofthjúpnum þegar rauði dvergurinn hafði lokið órólegasta skeiði sínu. Af þessum sökum gæti LHS 1140b reynst vænlegri kostur á meðal fjarreikistjarna til að leita að merkjum um líf en Proxima b, næsta fjarreikistjarnan við jörðina, og Trappist-1, þar sem sjö fjarreikistjörnur á stærð við jörðina fundust nýlega. Hugsa vísindamennirnir sér nú gott til glóðarinnar að rannsaka lofthjúp reikistjörnunnar, sé hann til staðar, með enn öflugari mælitækjum. Tengdar fréttir Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa fundið fjarreikistjörnu sem þeir telja heppilegasta staðinn til að leita að lífi utan sólkerfisins til þessa. Reikistjarnan er úr bergi og er nokkuð stærri og massameiri en jörðin. Staðsetning fjarreikistjörnunnar þykir lofa góðu, bæði fyrir möguleikann á að þar geti lífvænlegar aðstæður verið að finna og til rannsókna á henni. Alþjóðlegur hópur stjörnufræðinga fann reikistjörnuna með mælitækjum Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO). Þannig situr reikistjarnan í miðju lífbelti rauða dvergsins LHS 1140 sem er í fjörutíu ljósára fjarlægð frá jörðinni. Hún er jafnframt í nær beinni sjónlínu við móðurstjörnuna frá jörðinni séð og gengur því fyrir hana í hverri hringferð. Því gefst stjörnufræðingum tækifæri að skoða hana á 25 daga fresti, samkvæmt frétt á vef ESO. Rauðir dvergar eins og LHS 1140 eru mun minni og kaldari en sólin okkar. Því er fjarreikistjarnan í lífbelti stjörnunnar jafnvel þótt hún sé tífallt nær henni en jörðin er sólinni. Hún fær aðeins um helming þeirrar geislunar sem jörðin fær frá sólinni. Þrátt fyrir þetta eru rauðir dvergar almennt taldir fjandsamlegir lofthjúpum reikistjarna. Snemma á líftíma sínum gefa rauðir dvergar frá sér orkuríka geislun sem getur bókstaflega feykt lofthjúpi reikistjarna út í geim.Mögulega vænlegri kostur en Proxima b og Trappist-1 Tvennt er hins vegar talið fjarreikistjörnunni, sem gengur undir nafninu LHS 1140b, til tekna. Annars vegar snýst rauði dvergurinn hægar og gefur frá sér minni háorkugeislun en aðrar sambærilegar stjörnur. Hins vegar er eðli reikistjörnunnar talið hafa getað bjargað lofthjúpi hennar. Áætlað er að reikistjarnan sé að minnsta kosti fimm milljarða ára gömul. Hún er 40% breiðari en jörðin og næstum því sjö sinnum massameiri. Það telja vísindamennirnir vísbendingu um að hún sé úr bergi og með þéttan járnkjarna eins og jörðin. Reikistjarnan er því nægileg stór til að kvikuhaf gæti hafa verið til staðar á yfirborði hennar í milljónir ára. Gas sem streymdi úr því hefði getað endurnýjað vatn í lofthjúpnum þegar rauði dvergurinn hafði lokið órólegasta skeiði sínu. Af þessum sökum gæti LHS 1140b reynst vænlegri kostur á meðal fjarreikistjarna til að leita að merkjum um líf en Proxima b, næsta fjarreikistjarnan við jörðina, og Trappist-1, þar sem sjö fjarreikistjörnur á stærð við jörðina fundust nýlega. Hugsa vísindamennirnir sér nú gott til glóðarinnar að rannsaka lofthjúp reikistjörnunnar, sé hann til staðar, með enn öflugari mælitækjum.
Tengdar fréttir Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00 Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Fundu sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina Stjörnufræðingar hafa fundið sólkerfi með sjö reikistjörnum á stærð við Jörðina í aðeins 40 ljósára fjarlægð. Að minnsta kosti sex innstu reikistjörnurnar eru álíka stórar og heitar og Jörðin. 22. febrúar 2017 18:00
Ein merkilegasta reikistjörnuuppgötvun síðari ára Stjörnufræðingar hafa fundið reikistjörnu á braut um Proxima Centauri sem er nálægasta stjarnan við sólkerfið okkar. Reikistjarnan er kölluð Proxima b og snýst um kalda og rauða móðurstjörnuna á ellefu dögum. 24. ágúst 2016 18:49