Hóta því að gera Bandaríkin að „rjúkandi rústum“ Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2017 10:52 Eftirlíking af eldflaug í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Norður-kóresk stjórnvöld hóta „ofuröflugri fyrirbyggjandi árás“ gegn Bandaríkjamönnum eftir að utanríkisráðherra þeirra síðarnefndu sagði þarlend stjórnvöld kanna leiðir til að þrýsta á Norður-Kóreumenn vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Ríkisdagblaðið Rodong Sinmun sparaði ekki stóru orðin í garð Bandaríkjanna samkvæmt frétt Reuters. „Verði ofuröflug fyrirbyggjandi árás okkar gerð mun hún ekki aðeins þurrka strax út bandaríska heimsvaldainnrásarherinn í Suður-Kóreu og nágrenni hans heldur einnig meginland Bandaríkjanna og gera það að rjúkandi rústum,“ fullyrti blaðið sem er opinbert dagblað norður-kóreska Verkamannaflokksins. Tónn bandarískra ráðamanna í garð Norður-Kóreumanna hefur harðnað í kjölfar eldflaugabrölts þeirra undanfarið. Norðanmenn hafa unnið að þróun langdrægra eldflauga. Gerðu þeir misheppnaða tilraun til að skjóta einni slíkri á loft um síðustu helgi eftir mikla hersýningu þar sem fjöldi eldflauga var sýndur. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur meðal annars sagt að tími „hernaðarlegrar þolinmæði“ með Norður-Kóreu sé liðinn. Utanríkisráðherrann Rex Tillerson sagði blaðamönnum í Washington í gær að hann væri að fara yfir stöðu Norður-Kóreu og hvernig hægt væri að setja þrýsting á þarlend stjórnvöld. Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11 Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Norður-kóresk stjórnvöld hóta „ofuröflugri fyrirbyggjandi árás“ gegn Bandaríkjamönnum eftir að utanríkisráðherra þeirra síðarnefndu sagði þarlend stjórnvöld kanna leiðir til að þrýsta á Norður-Kóreumenn vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. Ríkisdagblaðið Rodong Sinmun sparaði ekki stóru orðin í garð Bandaríkjanna samkvæmt frétt Reuters. „Verði ofuröflug fyrirbyggjandi árás okkar gerð mun hún ekki aðeins þurrka strax út bandaríska heimsvaldainnrásarherinn í Suður-Kóreu og nágrenni hans heldur einnig meginland Bandaríkjanna og gera það að rjúkandi rústum,“ fullyrti blaðið sem er opinbert dagblað norður-kóreska Verkamannaflokksins. Tónn bandarískra ráðamanna í garð Norður-Kóreumanna hefur harðnað í kjölfar eldflaugabrölts þeirra undanfarið. Norðanmenn hafa unnið að þróun langdrægra eldflauga. Gerðu þeir misheppnaða tilraun til að skjóta einni slíkri á loft um síðustu helgi eftir mikla hersýningu þar sem fjöldi eldflauga var sýndur. Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hefur meðal annars sagt að tími „hernaðarlegrar þolinmæði“ með Norður-Kóreu sé liðinn. Utanríkisráðherrann Rex Tillerson sagði blaðamönnum í Washington í gær að hann væri að fara yfir stöðu Norður-Kóreu og hvernig hægt væri að setja þrýsting á þarlend stjórnvöld.
Tengdar fréttir Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47 Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11 Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49 Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Sjá meira
Segja flugskeytatilraun Norður-Kóreumanna hafa misheppnast Norður-Kóreumenn ætluðu sér að varpa kjarnorkusprengju í dag, í tilraunaskyni. 15. apríl 2017 23:47
Mike Pence: Þolinmæði Bandaríkjanna í garð Norður-Kóreu að bresta Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir að sú tíð sé liðin að Bandaríkjamenn sýni Norður-Kóreu þolinmæði. 17. apríl 2017 08:11
Bandaríkin og Kína ræða möguleg viðbrögð vegna Norður-Kóreu H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi í ríkisstjórn Donalds Trump, segir að yfirvöld í Kína og Bandaríkjunum séu sammála um að ástandið á Kóreuskaga geti ekki haldið áfram óbreytt. Hann segir löndin vera að ræða ýmsa möguleika um hvernig bregðast megi við eldflauga og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu. 16. apríl 2017 18:49
Hátíðahöldin í Norður-Kóreu: Yfirvöld „tilbúin fyrir kjarnorkuárás“ Ummælin fylgdu í kjölfar hátíðahalda á Degi sólarinnar í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang. Hátíðin markar 105 ára afmæli Kim Il-sung, stofnleiðtoga landsins og afa núverandi leiðtoga, Kim Jong-un. Ástandið á svæðinu er eldfimt. 15. apríl 2017 12:00