Hnúkaþeyr gæti aukið bráðnun á suðurskautinu Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2017 17:00 Mikil sprunga hefur myndast í Larsen C-íshelluna á Suðurskautslandinu. Vísir/EPA Vísindamenn sem hafa rannsakað austurhluta íshellunnar á Suðurskautslandinu telja að bráðnun hennar hafi líklega verið verulega vanmetin undanfarin ár. Ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til hlýs vinds sem blæs niður af fjöllum þar. Íshellan á austurhluta Suðurskautslandsins bráðnar nú líkt og annars staðar með hlýnun jarðar. Óttast vísindamenn jafnvel að allt að 5.000 ferkílómetra stór hluti íshellunnar brotni af henni bráðlega en þeir hafa fylgst með sprungu í henni stækka undanfarið. Ný rannsókn á vindafari á austurhluta Suðurskautslandsins bendir til þess að svonefndur hnúkaþeyr gæti aukið á bráðnun íshellunnar. Hún sé meiri en vísindamenn hafi talið fram að þessu, að því er kemur fram í fréttaskýringu breska ríkisútvarpsins BBC.Bráðunin hefst fyrr með hlýjum vindinumHnúkaþeyr er fyrirbrigði sem á sér stað víða um heim þar sem fjallgarðar verða á vegi vinda. Raki í loftinu gerir það að verkum að þegar loftið hefur risið yfir fjallgarðinn og þornað þá verður það umtalsvert hlýrra hlémegin en áveðurs. Vestlægir staðvindar ríkja á nyrsta skaga Suðurskautslandsins. Þegar loftið hefur risið yfir fjöllin og kemur aftur niður hlémegin þeirra er loftið fimm til tíu gráðum hlýrra en hinu megin. „Ef við tökum vorið til dæmis þá er loftið yfir íshellunni yfirleitt í kringum mínus fjórtán stig en í hnúkaþeynum er það yfir frostmarki,“ segir Jenny Turton frá Bresku suðurskautsrannsóknastofnuninni við BBC.Þegar vindar ferðast yfir há fjöll eins og á Suðurskautslandinu getur loftið orðið umtalsvert hlýrra þegar það kemur niður hlémegin en þegar það reis upp.Vísir/EPAAustan við fjöllin eykur þessi hlýi vindur því bráðnunina sem á sér þegar stað. Rannsóknin nú er sú fyrsta þar sem reynt er að áætla hversu algengir þessir vindar eru. Niðurstaðan bendir til þess að þeir séu mun tíðari en talið var og áhrifa þeirra gæti mun sunnar á heimsálfunni. Hnúkaþeyrinn veldur því að bráðnunin yfir vormánuðina getur verið jafnmikil og yfir sumarið. „Það skiptir sköpum vegna þess að það lætur bráðunina hefjast fyrr. Við búumst við bráðnun í janúar/febrúar [sumarmánuðum á suðurhveli jarðar] en við sjáum hana stundum líka í september/október þegar hnúkaþeyr er sérstaklega algengur,“ segir Turton. Tengdar fréttir Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Vísindamenn sem hafa rannsakað austurhluta íshellunnar á Suðurskautslandinu telja að bráðnun hennar hafi líklega verið verulega vanmetin undanfarin ár. Ekki hafi verið tekið nægilegt tillit til hlýs vinds sem blæs niður af fjöllum þar. Íshellan á austurhluta Suðurskautslandsins bráðnar nú líkt og annars staðar með hlýnun jarðar. Óttast vísindamenn jafnvel að allt að 5.000 ferkílómetra stór hluti íshellunnar brotni af henni bráðlega en þeir hafa fylgst með sprungu í henni stækka undanfarið. Ný rannsókn á vindafari á austurhluta Suðurskautslandsins bendir til þess að svonefndur hnúkaþeyr gæti aukið á bráðnun íshellunnar. Hún sé meiri en vísindamenn hafi talið fram að þessu, að því er kemur fram í fréttaskýringu breska ríkisútvarpsins BBC.Bráðunin hefst fyrr með hlýjum vindinumHnúkaþeyr er fyrirbrigði sem á sér stað víða um heim þar sem fjallgarðar verða á vegi vinda. Raki í loftinu gerir það að verkum að þegar loftið hefur risið yfir fjallgarðinn og þornað þá verður það umtalsvert hlýrra hlémegin en áveðurs. Vestlægir staðvindar ríkja á nyrsta skaga Suðurskautslandsins. Þegar loftið hefur risið yfir fjöllin og kemur aftur niður hlémegin þeirra er loftið fimm til tíu gráðum hlýrra en hinu megin. „Ef við tökum vorið til dæmis þá er loftið yfir íshellunni yfirleitt í kringum mínus fjórtán stig en í hnúkaþeynum er það yfir frostmarki,“ segir Jenny Turton frá Bresku suðurskautsrannsóknastofnuninni við BBC.Þegar vindar ferðast yfir há fjöll eins og á Suðurskautslandinu getur loftið orðið umtalsvert hlýrra þegar það kemur niður hlémegin en þegar það reis upp.Vísir/EPAAustan við fjöllin eykur þessi hlýi vindur því bráðnunina sem á sér þegar stað. Rannsóknin nú er sú fyrsta þar sem reynt er að áætla hversu algengir þessir vindar eru. Niðurstaðan bendir til þess að þeir séu mun tíðari en talið var og áhrifa þeirra gæti mun sunnar á heimsálfunni. Hnúkaþeyrinn veldur því að bráðnunin yfir vormánuðina getur verið jafnmikil og yfir sumarið. „Það skiptir sköpum vegna þess að það lætur bráðunina hefjast fyrr. Við búumst við bráðnun í janúar/febrúar [sumarmánuðum á suðurhveli jarðar] en við sjáum hana stundum líka í september/október þegar hnúkaþeyr er sérstaklega algengur,“ segir Turton.
Tengdar fréttir Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Aldrei minna af hafís við suðurheimskautið Það eru ekki meira en þrjú ár síðan að aldrei hafði mælst meiri ís á sjálfu Suðurskautslandinu og var sú staðreynd oft notuð af efasemdarmönnum um loftlagsbreytingar sem sönnun fyrir því að þær væru ekki raunverulegar. 16. febrúar 2017 23:30