Innlent

Stormur víðast hvar og kuldi

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Von er á stormi á morgun.
Von er á stormi á morgun. Vísir/Ernir
Töluverð umskipti verða á veðri næsta sólarhringinn því í nótt gengur í norðaustan hvassviðri eða storm með ofankomu um landið norðanvert. Snjókoma verður til fjalla en slydda á láglendi þó sums staðar nái að hanga í rigningu næst ströndinni.

Á Austfjörðum og við Breiðafjörð verður slydda og rigning á láglendi. Litlar líkur eru á að úrkoman falli sem slydda á sunnanverðu landinu, nema kannski á hæstu fjallvegum. Tölvert kólnar, einkum nyrðra.

Fylgist með fréttum

„Í nótt hvessir af norðaustri og kólnar. Stormur um mest allt land á morgun með ofankomu fyrir norðan en lengst af rigning um landið sunnanvert. Færð getur auðveldlega spillst við svona aðstæður og er fólki bent á að fylgjast náið með fréttum af færð og veðri," segir á vef Veðurstofunnar.

Gera má ráð fyrir að það fari að draga úr vindi og úrkomuákefð þegar það líður á morgundeginum, en áfram verður allhvass eða hvass vindur á fimmtudag og fremur svalt. Síðan er spáð að það hlýni aftur um helgina með fremur vætusömu veðri, þótt ekki sé von á neinum sérstökum hlýindum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×