Fótbolti

Glódís og stöllur hennar upp í 2. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Glódís var að venju í byrjunarliði Eskilstuna.
Glódís var að venju í byrjunarliði Eskilstuna. vísir/eyþór
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Eskilstuna United sem vann 2-1 sigur á Örebro í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Eskilstuna lenti undir strax á 7. mínútu en kom til baka og tryggði sér sigurinn.

Með sigrinum komst Eskilstuna upp í 2. sæti deildarinnar. Liðið er tveimur stigum á eftir toppliði Linköpings.

Ekkert mark var skorað í Íslendingaslag Norrköping og Sundsvall í sænsku karladeildinni.

Jón Guðni Fjóluson stóð vaktina í vörn Norrköping og Guðmundur Þórarinsson léku síðustu 23 mínúturnar. Alfons Sampsted sat allan tímann á varamannabekknum. Norrköping er í 5. sæti deildarinnar.

Nafnarnir Kristinn Freyr Sigurðsson og Kristinn Steindórsson voru báðir í byrjunarliði Sundsvall sem hefur ekkið unnið leik síðan í 1. umferðinni. Liðið er í 13. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×