Ofmetin Costco-áhrif Stjórnarmaðurinn skrifar 8. maí 2017 13:00 Eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni hyggur bandaríski verslunarrisinn Costco á opnun verslunar á Íslandi nú í sumarbyrjun. Ekki er nema gott um það að segja að fjölbreytnin aukist hér á landi. Costco bætist þar í flokk með þekktum erlendum vörumerkjum á borð við Bauhaus, H&M, Lindex og fleirum sem hafa opnað eða hyggja á opnun hér á landi. Bætt úrval og fleiri valkostir getur ekki annað en komið neytendum til góða. Hins vegar er erfitt að verjast þeirri hugsun að áhrifin af komu Costco á þá sem fyrir eru á markaði séu sennilega nokkuð ofmetin. Bréf í þeim kauphallarfélögum sem að einhverju leyti verða í samkeppni við Costco hafa ekki farið varhluta af þessu. Hagar, sem eru vitaskuld stærsta smásölufyrirtæki landsins, hafa sennilega mest fundið fyrir þessum Costco-áhrifum en bréf Haga féllu snarpt í verði í upphafi árs, þótt sú lækkun hafi nú gengið til baka og ríflega það eftir kaupin á Olís og Lyfju. Önnur félög eins og N1 virðast sömuleiðis hafa fengið sinn skammt. Ef málið er hins vegar kannað er ekki annað að sjá en að þessi viðbrögð markaðarins séu sennilega fullhastarleg. Eins og Jón Björnsson, forstjóri Kaupáss, benti á um daginn, velta bestu verslanir Costco á heimsvísu milli 10 og 12 milljörðum króna. Með öðrum orðum – þótt verslun Costco yrði á pari við allra söluhæstu verslanir félagsins yrði markaðshlutdeildin einungis um 2,5% í smásölu hér á landi. Það sér hver maður að slíkt veldur ekki straumhvörfum á markaði þar sem 7% hagvöxtur ríkir. Þá er rétt að geta þess að stærstur hluti vöruframboðs íslenskra matvöruverslana er innlendur. Ólíklegt er að erlendur aðili geti náð betra verði en þeir sem fyrir eru á markaðnum. Við skulum fagna auknu vöruframboði og bættum kjörum neytenda. Hvað markaðsaðila varðar er þó sennilega rétt að gera eins og Jón Björnsson segir og leyfa Costco og H&M að opna áður en farið er að fara á taugum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Costco Neytendur Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni hyggur bandaríski verslunarrisinn Costco á opnun verslunar á Íslandi nú í sumarbyrjun. Ekki er nema gott um það að segja að fjölbreytnin aukist hér á landi. Costco bætist þar í flokk með þekktum erlendum vörumerkjum á borð við Bauhaus, H&M, Lindex og fleirum sem hafa opnað eða hyggja á opnun hér á landi. Bætt úrval og fleiri valkostir getur ekki annað en komið neytendum til góða. Hins vegar er erfitt að verjast þeirri hugsun að áhrifin af komu Costco á þá sem fyrir eru á markaði séu sennilega nokkuð ofmetin. Bréf í þeim kauphallarfélögum sem að einhverju leyti verða í samkeppni við Costco hafa ekki farið varhluta af þessu. Hagar, sem eru vitaskuld stærsta smásölufyrirtæki landsins, hafa sennilega mest fundið fyrir þessum Costco-áhrifum en bréf Haga féllu snarpt í verði í upphafi árs, þótt sú lækkun hafi nú gengið til baka og ríflega það eftir kaupin á Olís og Lyfju. Önnur félög eins og N1 virðast sömuleiðis hafa fengið sinn skammt. Ef málið er hins vegar kannað er ekki annað að sjá en að þessi viðbrögð markaðarins séu sennilega fullhastarleg. Eins og Jón Björnsson, forstjóri Kaupáss, benti á um daginn, velta bestu verslanir Costco á heimsvísu milli 10 og 12 milljörðum króna. Með öðrum orðum – þótt verslun Costco yrði á pari við allra söluhæstu verslanir félagsins yrði markaðshlutdeildin einungis um 2,5% í smásölu hér á landi. Það sér hver maður að slíkt veldur ekki straumhvörfum á markaði þar sem 7% hagvöxtur ríkir. Þá er rétt að geta þess að stærstur hluti vöruframboðs íslenskra matvöruverslana er innlendur. Ólíklegt er að erlendur aðili geti náð betra verði en þeir sem fyrir eru á markaðnum. Við skulum fagna auknu vöruframboði og bættum kjörum neytenda. Hvað markaðsaðila varðar er þó sennilega rétt að gera eins og Jón Björnsson segir og leyfa Costco og H&M að opna áður en farið er að fara á taugum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Costco Neytendur Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira