Búið að opna kjörstaði í Frakklandi Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2017 08:20 Kjörstaðir opnuðu klukkan átta að staðartíma í morgun. Vísir/afp Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu klukkan átta að staðartíma í morgun, eða sex að íslenskum tíma. Frakkar munu í dag kjósa sér nýjan forseta þar sem kosið er á milli miðjumannsins Emmanuel Macron og Marine Le Pen, forsetaefnis Þjóðfylkingarinnar. Kjörstöðum verður á mörgum stöðum lokað klukkan 19 að frönskum tíma eða 17 að íslenskum tíma, þó að í sumum stórum borgum verður þeim lokað klukkustund síðar. Má reikna með fyrstu tölum fljótlega eftir að þeim kjörstöðum lokar. Hinn 39 ára Macron og hin 48 ára Le Pen hlutu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna þann 23. apríl síðastliðinn, en alls voru ellefu frambjóðendur í framboði. Flestir þeirra sem heltust úr lestinni hafa lýst yfir stuðningi við Macron. Frambjóðendurnir sem kosið er á milli í dag hafa mjög ólíka sýn hvert Frakkland skuli stefna. Þannig er Macron frjálslyndur og mikill stuðningsmaður Evrópusamvinnunnar á meðan Le Pen hefur talað gegn Evrópusambandinu og að stöðva verði straum innflytjenda til Frakklands. Hún vill hverfa frá notkun evrunnar og að kosið verður um ESB-aðild Frakklands. Skoðanakannanir hafa bent til að Macron muni hafa sigur í kosningunum í dag, en talið er að Le Pen muni græða á því ef kosningaþátttakan verði lítil líkt og spáð er. Líkt og í fyrri umferð kosninganna verður öryggisgæsla mikil við kjörstaði þar sem um 50 þúsund lögreglumenn verða að störfum ásamt hermönnum úr Sentinelle-sveitinni. Innanríkisráðuneyti landsins hefur unnið með fulltrúum beggja frambjóðenda á síðustu dögum að tryggja að stuðningsmönnum verður gert kleift að fagna mögulegum sigri með öruggum hætti og að ekki komi til átaka. Er líklegt að á sumum stöðum verður notast við girðingar svipuðum þeim og notaðar eru á tónleikum eða á íþróttaviðburðum. Frakkland Tengdar fréttir Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. 6. maí 2017 09:52 Hollande heitir viðbrögðum við gagnalekanum Forseti Frakklands, Francois Hollande, hefur heitið því að „svara fyrir“ árás tölvuþrjóta á herbúðir Emmanuel Macron, annars frambjóðenda forsetakosninganna sem fram fara á morgun í Frakklandi. 6. maí 2017 19:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Kjörstaðir í Frakklandi opnuðu klukkan átta að staðartíma í morgun, eða sex að íslenskum tíma. Frakkar munu í dag kjósa sér nýjan forseta þar sem kosið er á milli miðjumannsins Emmanuel Macron og Marine Le Pen, forsetaefnis Þjóðfylkingarinnar. Kjörstöðum verður á mörgum stöðum lokað klukkan 19 að frönskum tíma eða 17 að íslenskum tíma, þó að í sumum stórum borgum verður þeim lokað klukkustund síðar. Má reikna með fyrstu tölum fljótlega eftir að þeim kjörstöðum lokar. Hinn 39 ára Macron og hin 48 ára Le Pen hlutu flest atkvæði í fyrri umferð kosninganna þann 23. apríl síðastliðinn, en alls voru ellefu frambjóðendur í framboði. Flestir þeirra sem heltust úr lestinni hafa lýst yfir stuðningi við Macron. Frambjóðendurnir sem kosið er á milli í dag hafa mjög ólíka sýn hvert Frakkland skuli stefna. Þannig er Macron frjálslyndur og mikill stuðningsmaður Evrópusamvinnunnar á meðan Le Pen hefur talað gegn Evrópusambandinu og að stöðva verði straum innflytjenda til Frakklands. Hún vill hverfa frá notkun evrunnar og að kosið verður um ESB-aðild Frakklands. Skoðanakannanir hafa bent til að Macron muni hafa sigur í kosningunum í dag, en talið er að Le Pen muni græða á því ef kosningaþátttakan verði lítil líkt og spáð er. Líkt og í fyrri umferð kosninganna verður öryggisgæsla mikil við kjörstaði þar sem um 50 þúsund lögreglumenn verða að störfum ásamt hermönnum úr Sentinelle-sveitinni. Innanríkisráðuneyti landsins hefur unnið með fulltrúum beggja frambjóðenda á síðustu dögum að tryggja að stuðningsmönnum verður gert kleift að fagna mögulegum sigri með öruggum hætti og að ekki komi til átaka. Er líklegt að á sumum stöðum verður notast við girðingar svipuðum þeim og notaðar eru á tónleikum eða á íþróttaviðburðum.
Frakkland Tengdar fréttir Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. 6. maí 2017 09:52 Hollande heitir viðbrögðum við gagnalekanum Forseti Frakklands, Francois Hollande, hefur heitið því að „svara fyrir“ árás tölvuþrjóta á herbúðir Emmanuel Macron, annars frambjóðenda forsetakosninganna sem fram fara á morgun í Frakklandi. 6. maí 2017 19:57 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Erfitt fyrir Macron og hans menn að bregðast við lekanum Bannað er að há kosningabaráttu daginn fyrir kosningar í Frakklandi, þar sem dagurinn er ætlaður kjósendum til umhugsunar. 6. maí 2017 09:52
Hollande heitir viðbrögðum við gagnalekanum Forseti Frakklands, Francois Hollande, hefur heitið því að „svara fyrir“ árás tölvuþrjóta á herbúðir Emmanuel Macron, annars frambjóðenda forsetakosninganna sem fram fara á morgun í Frakklandi. 6. maí 2017 19:57