Hafa „meikað það“ á heimsvísu Guðný Hrönn skrifar 6. maí 2017 15:45 Kristín Ólafsdóttir hefur gert samninga um dreifingu á Innsæi við nokkrar af stærstu efnisveitum heims, þar á meðal er Netflix. Kristín Ólafsdóttir er framleiðandi og leikstjóri heimildarmyndarinnar Innsæi sem er fyrsta íslenska myndin sem fer á Netflix á heimsvísu. Kristín, sem leikstýrði myndinni með Hrund Gunnsteinsdóttur, er himinlifandi með árangurinn. InnSæi verður tekin til sýninga á Netflix worldwide – eða á heimsvísu – þann 15. júlí næstkomandi. Það þýðir að myndin verður aðgengileg öllum áskrifendum Netflix-veitunnar í þeim 190 löndum þar sem hún er leyfð. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir myndina að fá þessa dreifingu um allan heim. Vandamálið við heimildarmyndir er oft að það er erfitt að nálgast þær á fljótlegan og þægilegan hátt fyrir áhorfendur. Netflix er með öflugan flokk heimildarmynda þannig að þeir sem hafa áhuga á myndum þar sem kafað er djúpt ofan í viðfangsefnið hafa úr nógu að velja. Að Innsæi verði ein af þeim myndum er mikill heiður fyrir okkur,“ segir Kristín hjá Klikk Productions um myndina Innsæi sem fjallar m.a. um álag og stress sem fylgir auknu upplýsingaflæði og hraðanum sem einkennir nútíma samfélag. Í myndinni er til dæmis fylgst með skólabörnum í Bretlandi sem er kennt, með hjálp taugalíffræði og núvitundar, að takast á við mikið upplýsingaflæði, streitu og auknar kröfur sem gerðar eru til þeirra. Í myndinni koma einnig fram heimsþekktir leiðtogar og hugsuðir á sviði lista, vísinda og fræða sem leiða okkur inn í margræðan heim Innsæis. „Við vorum frökk að gefa heimildarmynd íslenskt heiti sem enginn erlendis skilur og margir héldu að við myndum ekki geta selt hana á erlenda markaði. En hugtakið Innsæi virðist bara hafa vakið upp forvitni erlendis og virðist ekki spilla fyrir myndinni heldur þvert á móti veitir henni meðbyr. Innsæi er líka orð sem við viljum hefja upp því það er mjög fallegt og hefur margræða og djúpa merkingu eins og kemur fram í myndinni.“ Spurð út í hvort þessu stóra tækifæri fylgi ekki mikil vinna og ákveðið stress segir Kristín: „Í raun ekki, þetta er bara mikil viðurkenning og það eru greinilega margir um allan heim sem tengja við efnið. Netflix sér líka um alla framkvæmd sbr. að þýða á öll tungumálin og auglýsa myndina á veitunni sinni á hverju svæði fyrir sig,“ útskýrir Kristín sem er afar spennt.Kristín Ólafsdóttir vill hvetja fólk til að gefa innsæi sínu séns.MYND/ÁSTA KRISTJÁNSAthugasemdir og „likes“ hrúgast inn Kristín áætlar að yfir 50.000 manns hafi núna séð Innsæi og þá er ótalið áhorf á Netflix sem veitan gefur ekki upp. Það gætu verið nokkrir tugir þúsunda í viðbót. „Rétt er að taka fram að langflestir eru erlendir áhorfendur. Viðbrögðin hafa verið mjög nærandi fyrir okkur öll sem unnum að myndinni. Fólk virðist bregðast sterkt við boðskap myndarinnar og eftir að hún var frumsýnd í Norður- og Suður-Ameríku vorum við að fá 350-400 athugasemdir og „likes“ á Facebook-síðuna okkar daglega. Síðan hafa fjölmargir áhorfendur sent okkur tölvupóst með áhugaverðum sögum þeirra og löngun til að kynna efni myndarinnar í sínu landi eða í sinni borg. Og við Hrund höfum ferðast um Evrópu og Ameríku með fyrirlestra um myndina. Háskólasamfélögin í Bandaríkjunum hafa líka sýnt myndinni mikinn áhuga.“ Spurð út í hvaða tilgang og tækifæri þær sjái í Innsæi segir Kristín: „Við viljum breiða út boðskap Innsæis um allan heim. Fá áhorfendur til að tengjast aftur við sitt innsæi í nútímasamfélagi þar sem hraði og stress ræður oft ríkjum. Við viljum minna fólk á að gefa innsæi sínu séns og leyfa því að vera með í stórum ákvörðunartökum í lífi okkar og starfi. Ekki einungis treysta bara á rökhugsun okkar.“„Við þurfum bæði innsæi og rökhugsun til að funkera rétt, þetta er eins og tveir ryþmar sem geta ekki verið án hvor annars. Við erum búin að einblína á rökhugsunina of lengi núna en við erum öll með hafsjó af visku innra með okkur. Nýtum hana og njótum hennar. Þá fyrst fær sköpunargleði okkar að njóta sín.“ En Netflix er ekki eina efnisveitan sem Klikk Productions hefur gert samning við í tengslum við Innsæi. Nú þegar er hægt að leigja og kaupa Innsæi á efnisveitunni Vimeo on demand um allan heim nema í Bandaríkjunum og Kanada eins og sakir standa. Svo er einnig hægt að leigja og kaupa myndina á streymisveitusvæði Amazon í þremur löndum; Bretlandi, Japan og Þýskalandi. Það er því ljóst að Innsæi er komin víða og þá er óhætt að segja að þær Kristín og Hrund hafa „meikað það“ með myndinni. Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira
Kristín Ólafsdóttir er framleiðandi og leikstjóri heimildarmyndarinnar Innsæi sem er fyrsta íslenska myndin sem fer á Netflix á heimsvísu. Kristín, sem leikstýrði myndinni með Hrund Gunnsteinsdóttur, er himinlifandi með árangurinn. InnSæi verður tekin til sýninga á Netflix worldwide – eða á heimsvísu – þann 15. júlí næstkomandi. Það þýðir að myndin verður aðgengileg öllum áskrifendum Netflix-veitunnar í þeim 190 löndum þar sem hún er leyfð. „Það er gríðarlega mikilvægt fyrir myndina að fá þessa dreifingu um allan heim. Vandamálið við heimildarmyndir er oft að það er erfitt að nálgast þær á fljótlegan og þægilegan hátt fyrir áhorfendur. Netflix er með öflugan flokk heimildarmynda þannig að þeir sem hafa áhuga á myndum þar sem kafað er djúpt ofan í viðfangsefnið hafa úr nógu að velja. Að Innsæi verði ein af þeim myndum er mikill heiður fyrir okkur,“ segir Kristín hjá Klikk Productions um myndina Innsæi sem fjallar m.a. um álag og stress sem fylgir auknu upplýsingaflæði og hraðanum sem einkennir nútíma samfélag. Í myndinni er til dæmis fylgst með skólabörnum í Bretlandi sem er kennt, með hjálp taugalíffræði og núvitundar, að takast á við mikið upplýsingaflæði, streitu og auknar kröfur sem gerðar eru til þeirra. Í myndinni koma einnig fram heimsþekktir leiðtogar og hugsuðir á sviði lista, vísinda og fræða sem leiða okkur inn í margræðan heim Innsæis. „Við vorum frökk að gefa heimildarmynd íslenskt heiti sem enginn erlendis skilur og margir héldu að við myndum ekki geta selt hana á erlenda markaði. En hugtakið Innsæi virðist bara hafa vakið upp forvitni erlendis og virðist ekki spilla fyrir myndinni heldur þvert á móti veitir henni meðbyr. Innsæi er líka orð sem við viljum hefja upp því það er mjög fallegt og hefur margræða og djúpa merkingu eins og kemur fram í myndinni.“ Spurð út í hvort þessu stóra tækifæri fylgi ekki mikil vinna og ákveðið stress segir Kristín: „Í raun ekki, þetta er bara mikil viðurkenning og það eru greinilega margir um allan heim sem tengja við efnið. Netflix sér líka um alla framkvæmd sbr. að þýða á öll tungumálin og auglýsa myndina á veitunni sinni á hverju svæði fyrir sig,“ útskýrir Kristín sem er afar spennt.Kristín Ólafsdóttir vill hvetja fólk til að gefa innsæi sínu séns.MYND/ÁSTA KRISTJÁNSAthugasemdir og „likes“ hrúgast inn Kristín áætlar að yfir 50.000 manns hafi núna séð Innsæi og þá er ótalið áhorf á Netflix sem veitan gefur ekki upp. Það gætu verið nokkrir tugir þúsunda í viðbót. „Rétt er að taka fram að langflestir eru erlendir áhorfendur. Viðbrögðin hafa verið mjög nærandi fyrir okkur öll sem unnum að myndinni. Fólk virðist bregðast sterkt við boðskap myndarinnar og eftir að hún var frumsýnd í Norður- og Suður-Ameríku vorum við að fá 350-400 athugasemdir og „likes“ á Facebook-síðuna okkar daglega. Síðan hafa fjölmargir áhorfendur sent okkur tölvupóst með áhugaverðum sögum þeirra og löngun til að kynna efni myndarinnar í sínu landi eða í sinni borg. Og við Hrund höfum ferðast um Evrópu og Ameríku með fyrirlestra um myndina. Háskólasamfélögin í Bandaríkjunum hafa líka sýnt myndinni mikinn áhuga.“ Spurð út í hvaða tilgang og tækifæri þær sjái í Innsæi segir Kristín: „Við viljum breiða út boðskap Innsæis um allan heim. Fá áhorfendur til að tengjast aftur við sitt innsæi í nútímasamfélagi þar sem hraði og stress ræður oft ríkjum. Við viljum minna fólk á að gefa innsæi sínu séns og leyfa því að vera með í stórum ákvörðunartökum í lífi okkar og starfi. Ekki einungis treysta bara á rökhugsun okkar.“„Við þurfum bæði innsæi og rökhugsun til að funkera rétt, þetta er eins og tveir ryþmar sem geta ekki verið án hvor annars. Við erum búin að einblína á rökhugsunina of lengi núna en við erum öll með hafsjó af visku innra með okkur. Nýtum hana og njótum hennar. Þá fyrst fær sköpunargleði okkar að njóta sín.“ En Netflix er ekki eina efnisveitan sem Klikk Productions hefur gert samning við í tengslum við Innsæi. Nú þegar er hægt að leigja og kaupa Innsæi á efnisveitunni Vimeo on demand um allan heim nema í Bandaríkjunum og Kanada eins og sakir standa. Svo er einnig hægt að leigja og kaupa myndina á streymisveitusvæði Amazon í þremur löndum; Bretlandi, Japan og Þýskalandi. Það er því ljóst að Innsæi er komin víða og þá er óhætt að segja að þær Kristín og Hrund hafa „meikað það“ með myndinni.
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Sjá meira