Maíspá Siggu Kling - Meyjan: Taktu áhættu og drullaðu þér af stað 5. maí 2017 09:00 Elsku hjartans Meyjan mín, að vera sátt við sjálfa sig er aðalatriðið og það er nákvæmlega sá tími sem þú ert að fara inn í. Reiðin hverfur og kærleikinn vex og þú hefur þá orku að geta sagt með friði við alla hvernig þú vilt hafa hlutina án þess að vekja reiði eða öfundsýki í kringum þig. Þú sérð hlutina í miklu bjartara ljósi og einkunnarorð þín verða: „Ég hef engu að tapa en allt að vinna!“ Þér finnst eins og allt rusl hafi verið skorið undan þér og þú færist nú nær lífsgleðinni hratt og örugglega. Þú sérð að í kringum þig eru hlutirnir svo miklu betri en þú ákvaðst að þeir væru, hræðsla breytist í gleði og þú hættir að tala neikvætt við sjálfa þig og aðra og breytir gjörðum þínum samkvæmt því. Þú ert að kynnast nýju fólki og í þeirra huga ertu Maríulaxinn sjálfur, einstök, traust og skapandi. Leyfðu nýju fólki að koma til þín og treystu því að það sé lykillinn að góðu sumri. Þú átt það til að heyja andskotans einvígi í hausnum á þér, þar sem þú ert með sverð og mótaðilinn líka, en samt eruð þið ein og sama manneskjan. Þú ert sú manneskja sem skrifar Íslandssöguna, ef það hefði verið betur tékkað á því hver hefði skrifað handritin að hinni stórmerkilegu Íslandssögu hefði það örugglega verið Meyja! Þið eruð lungað í þessu lífi, svo andaðu að þér friði og með „ég get allt“-önduninni – anda inn og „ég get allt“, anda út og „ég get allt“. Ef það væri eitthvert merki sem ég gæti ekki verið án þá er það Meyjan, því ég get alltaf stólað á þig. Þú átt það samt oft til að hefta þig sjálfa og vita ekki hversu öflug þú ert, í kringum orkuna þína er mikil spurning í sambandi við atvinnu. Ég segi taktu áhættu og drullaðu þér af stað, þú ert og verður sú sem breytir öllu, það eina sem þú skalt sleppa er að vorkenna sjálfri þér! Bara það orð mun lama þig og láta lífið verða svo flatt og leiðinlegt og það er í raun öllum sama hvort þú vorkennir þér eður ei. Þú ert bara langbest og það er það fyrsta sem þú skalt hugsa, ég er langbest og mér líkar þessi dagur. Í ástamálunum þarf ástin að veita öryggi og frið, það eru skilaboðin. Mottó: Meyjan er magnari, svo magnaðu upp gleði. Knús og kossar, Sigga KlingFrægar Meyjur: Ragna Lóa Stefánsdóttir íþróttakona, Manuela Ósk fyrirsæta, Björk Eiðsdóttir ritstýra, Andrea fatalistamaður, Claudia Schiffer fyrirsæta, Edda Björgvinsdóttir leikkona, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, ritstjóri og tískugúrú, Herdís Jóhannesdóttir athafnakona, Beyoncé Knowles söngkona, Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, Annie Mist crossfittari, Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, Selma Ragnars, fatahönnuður Íslands, Lalli Johns góðkunningi lögreglunnar, Sema Erla Serdar, baráttukona, Eydís Ósk hjúkrunarkona. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Elsku hjartans Meyjan mín, að vera sátt við sjálfa sig er aðalatriðið og það er nákvæmlega sá tími sem þú ert að fara inn í. Reiðin hverfur og kærleikinn vex og þú hefur þá orku að geta sagt með friði við alla hvernig þú vilt hafa hlutina án þess að vekja reiði eða öfundsýki í kringum þig. Þú sérð hlutina í miklu bjartara ljósi og einkunnarorð þín verða: „Ég hef engu að tapa en allt að vinna!“ Þér finnst eins og allt rusl hafi verið skorið undan þér og þú færist nú nær lífsgleðinni hratt og örugglega. Þú sérð að í kringum þig eru hlutirnir svo miklu betri en þú ákvaðst að þeir væru, hræðsla breytist í gleði og þú hættir að tala neikvætt við sjálfa þig og aðra og breytir gjörðum þínum samkvæmt því. Þú ert að kynnast nýju fólki og í þeirra huga ertu Maríulaxinn sjálfur, einstök, traust og skapandi. Leyfðu nýju fólki að koma til þín og treystu því að það sé lykillinn að góðu sumri. Þú átt það til að heyja andskotans einvígi í hausnum á þér, þar sem þú ert með sverð og mótaðilinn líka, en samt eruð þið ein og sama manneskjan. Þú ert sú manneskja sem skrifar Íslandssöguna, ef það hefði verið betur tékkað á því hver hefði skrifað handritin að hinni stórmerkilegu Íslandssögu hefði það örugglega verið Meyja! Þið eruð lungað í þessu lífi, svo andaðu að þér friði og með „ég get allt“-önduninni – anda inn og „ég get allt“, anda út og „ég get allt“. Ef það væri eitthvert merki sem ég gæti ekki verið án þá er það Meyjan, því ég get alltaf stólað á þig. Þú átt það samt oft til að hefta þig sjálfa og vita ekki hversu öflug þú ert, í kringum orkuna þína er mikil spurning í sambandi við atvinnu. Ég segi taktu áhættu og drullaðu þér af stað, þú ert og verður sú sem breytir öllu, það eina sem þú skalt sleppa er að vorkenna sjálfri þér! Bara það orð mun lama þig og láta lífið verða svo flatt og leiðinlegt og það er í raun öllum sama hvort þú vorkennir þér eður ei. Þú ert bara langbest og það er það fyrsta sem þú skalt hugsa, ég er langbest og mér líkar þessi dagur. Í ástamálunum þarf ástin að veita öryggi og frið, það eru skilaboðin. Mottó: Meyjan er magnari, svo magnaðu upp gleði. Knús og kossar, Sigga KlingFrægar Meyjur: Ragna Lóa Stefánsdóttir íþróttakona, Manuela Ósk fyrirsæta, Björk Eiðsdóttir ritstýra, Andrea fatalistamaður, Claudia Schiffer fyrirsæta, Edda Björgvinsdóttir leikkona, Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, ritstjóri og tískugúrú, Herdís Jóhannesdóttir athafnakona, Beyoncé Knowles söngkona, Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sjónvarpskona, Annie Mist crossfittari, Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður, Selma Ragnars, fatahönnuður Íslands, Lalli Johns góðkunningi lögreglunnar, Sema Erla Serdar, baráttukona, Eydís Ósk hjúkrunarkona.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira