Geir: Annað hvort viljum við þetta eða ekki Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. maí 2017 06:00 Aron Pálmarsson sækir að marki Makedóna í gær. Hann fann sig ekki í leiknum frekar en margir aðrir leikmenn liðsins. fréttablaðið/epa Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Björgvin Páll í stuði og þetta lofaði góðu. Þessi góða byrjun reyndist skammgóður vermir því Makedóníumenn tóku leikinn yfir. Skoruðu fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Íslenska liðið var að fá fínustu færi en nýtti þau illa. Að sama skapi var varnarleikur íslenska liðsins hreinasta hörmung og Makedóníumenn skoruðu að vild. Strákarnir líka seinir til baka og heimamenn að fá of mikið af ódýrum mörkum. Það verður að gefa Makedóníumönnum samt það að liðið spilaði mjög vel. Nýr þjálfari kominn sem var ekki í því rugli að spila með sjö í sókn og hann lét liðið þess í stað spila ljómandi fínan sóknarbolta.Sterkur endasprettur Varnarleikur strákanna okkar lagaðist eftir því sem leið á hálfleikinn. Tvö góð mörk frá Ólafi Guðmundssyni sáu til þess að munurinn var aðeins tvö mörk í leikhléi, 15-13. Vel sloppið miðað við að íslenska liðið var talsvert lakari aðilinn í hálfleiknum. Guðjón Valur skoraði fimm mörk í hálfleiknum og Aron Pálmarsson þrjú. Janus Daði skoraði líka tvö góð mörk. Framlag annarra sóknarleikmanna var lítið sem ekkert því miður. Strákarnir byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti og komust yfir, 16-17. Í stað þess að láta kné fylgja kviði missti liðið forskotið um hæl og náði aldrei að bíta aftur í Makedóníumennina sem unnu fimm marka sigur.Ekki mark síðustu sjö mínúturnar Strákarnir fengu sín færi til þess að komast aftur inn í leikinn en nýttu þau ekki. Liðið skoraði ekki mark síðustu sjö mínútur leiksins. Varnarleikurinn hélt ekki út og markvarslan var langt frá því að vera nógu góð. Strákarnir eru nú með bakið upp við vegg og verða að vinna síðustu þrjá leiki sína ætli þeir að komast á EM. Fyrsta verkefni er heimaleikurinn gegn Makedóníu á sunnudag. „Fimm marka tap er einfaldlega of mikið. Það var engin ástæða til þess að tapa með svona miklum mun. Banabitinn er auðvitað að við skorum ekki síðustu sjö mínútur leiksins,“ segir keppnismaðurinn Geir Sveinsson landsliðsþjálfari svekktur. „Við vorum einu marki undir en skorum svo ekki. Ástæðan er ekki sú að við fáum ekki færi. Erum að klúðra víti, hraðaupphlaupi og vorum að fá færin. Við bara nýttum þau ekki því miður. Markatalan skiptir miklu máli og því er svekkjandi að tapa svona stórt. Ég get ekki kvartað yfir vinnuframlagi leikmanna en ég hef séð þá betri í vörn og sérstaklega í fyrri hálfleik. Þá náðum við ekki einu sinni að klukka þá. Vörnin var aðalsmerki okkar í Frakklandi en hana vantaði alveg í fyrri hálfleik.“Viljum þetta eða ekki Þó að þjálfarinn væri eðlilega svekktur þá gat hann reynt að sjá björtu hliðarnar líka. „Það var ágætis innkoma hjá sumum en heilt yfir þá eiga allir meira inni. Niðurstaðan er því ekkert stig. Vörnin var ekki góð eins og áður segir og við fengum ekki markvörslu heldur,“ segir þjálfarinn en hann var ósáttur við hversu illa gekk að beisla Stoilov á línunni. „Hann var okkur erfiður. Fékk fullmikið að vinna úr. Lazarov var okkur erfiður í fyrri hálfleik en við náðum að stöðva hann betur í síðari.“ Eins og áður segir er ekkert annað í stöðunni hjá íslenska liðinu en að vinna alla síðustu leiki sína í riðlinum. „Það er bara staðan. Við vissum að við þyrftum sex stig úr þessum lokaleikjum og staðan er enn sú sama. Það er ekkert annað í boði en að menn rífi sig upp fyrir seinni leikinn. Annaðhvort viljum við þetta eða ekki. Það kemur í ljós í heimaleiknum.“ EM 2018 í handbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og skoraði tvö fyrstu mörk leiksins. Björgvin Páll í stuði og þetta lofaði góðu. Þessi góða byrjun reyndist skammgóður vermir því Makedóníumenn tóku leikinn yfir. Skoruðu fjögur mörk í röð og tóku frumkvæðið í leiknum. Íslenska liðið var að fá fínustu færi en nýtti þau illa. Að sama skapi var varnarleikur íslenska liðsins hreinasta hörmung og Makedóníumenn skoruðu að vild. Strákarnir líka seinir til baka og heimamenn að fá of mikið af ódýrum mörkum. Það verður að gefa Makedóníumönnum samt það að liðið spilaði mjög vel. Nýr þjálfari kominn sem var ekki í því rugli að spila með sjö í sókn og hann lét liðið þess í stað spila ljómandi fínan sóknarbolta.Sterkur endasprettur Varnarleikur strákanna okkar lagaðist eftir því sem leið á hálfleikinn. Tvö góð mörk frá Ólafi Guðmundssyni sáu til þess að munurinn var aðeins tvö mörk í leikhléi, 15-13. Vel sloppið miðað við að íslenska liðið var talsvert lakari aðilinn í hálfleiknum. Guðjón Valur skoraði fimm mörk í hálfleiknum og Aron Pálmarsson þrjú. Janus Daði skoraði líka tvö góð mörk. Framlag annarra sóknarleikmanna var lítið sem ekkert því miður. Strákarnir byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafti og komust yfir, 16-17. Í stað þess að láta kné fylgja kviði missti liðið forskotið um hæl og náði aldrei að bíta aftur í Makedóníumennina sem unnu fimm marka sigur.Ekki mark síðustu sjö mínúturnar Strákarnir fengu sín færi til þess að komast aftur inn í leikinn en nýttu þau ekki. Liðið skoraði ekki mark síðustu sjö mínútur leiksins. Varnarleikurinn hélt ekki út og markvarslan var langt frá því að vera nógu góð. Strákarnir eru nú með bakið upp við vegg og verða að vinna síðustu þrjá leiki sína ætli þeir að komast á EM. Fyrsta verkefni er heimaleikurinn gegn Makedóníu á sunnudag. „Fimm marka tap er einfaldlega of mikið. Það var engin ástæða til þess að tapa með svona miklum mun. Banabitinn er auðvitað að við skorum ekki síðustu sjö mínútur leiksins,“ segir keppnismaðurinn Geir Sveinsson landsliðsþjálfari svekktur. „Við vorum einu marki undir en skorum svo ekki. Ástæðan er ekki sú að við fáum ekki færi. Erum að klúðra víti, hraðaupphlaupi og vorum að fá færin. Við bara nýttum þau ekki því miður. Markatalan skiptir miklu máli og því er svekkjandi að tapa svona stórt. Ég get ekki kvartað yfir vinnuframlagi leikmanna en ég hef séð þá betri í vörn og sérstaklega í fyrri hálfleik. Þá náðum við ekki einu sinni að klukka þá. Vörnin var aðalsmerki okkar í Frakklandi en hana vantaði alveg í fyrri hálfleik.“Viljum þetta eða ekki Þó að þjálfarinn væri eðlilega svekktur þá gat hann reynt að sjá björtu hliðarnar líka. „Það var ágætis innkoma hjá sumum en heilt yfir þá eiga allir meira inni. Niðurstaðan er því ekkert stig. Vörnin var ekki góð eins og áður segir og við fengum ekki markvörslu heldur,“ segir þjálfarinn en hann var ósáttur við hversu illa gekk að beisla Stoilov á línunni. „Hann var okkur erfiður. Fékk fullmikið að vinna úr. Lazarov var okkur erfiður í fyrri hálfleik en við náðum að stöðva hann betur í síðari.“ Eins og áður segir er ekkert annað í stöðunni hjá íslenska liðinu en að vinna alla síðustu leiki sína í riðlinum. „Það er bara staðan. Við vissum að við þyrftum sex stig úr þessum lokaleikjum og staðan er enn sú sama. Það er ekkert annað í boði en að menn rífi sig upp fyrir seinni leikinn. Annaðhvort viljum við þetta eða ekki. Það kemur í ljós í heimaleiknum.“
EM 2018 í handbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða