Tusk hvetur May til að hætta að tala gegn ESB Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2017 16:33 Theresa May og Donald Tusk. vísir/getty Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hvetur Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til að láta af orðræðu sinni gegn sambandinu. Ummæli ráðherrans frá því í gær þar sem hún sakaði ráðamenn ESB um að reyna vísvitandi að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar hafa valdið nokkrum titringi. May lét þessi orð falla í ræðu sem hún hélt fyrir utan Downing-stræti 10 í gær en forsætisráðherrann sagði jafnframt að „embættismenn í Brussel“ vildu helst láta komandi samningaviðræður mistakast. Tusk sagði í dag að viðræðurnar um útgöngu Breta úr ESB gætu með þessu áframhaldi orðið „ómögulegar“ þar sem Bretland og sambandið væru þannig farin að rífast áður en viðræðurnar væru hafnar. „Þessar samningaviðræður verða nógu erfiðar eins og þær eru. Ef við byrjum að rífast áður en þær byrja þá verður þetta ómögulegt. Það er of mikið í húfi til þess að við látum tilfinningarnar hlaupa með okkur í gönur því það sem er í húfi er daglegt líf og hagsmunir milljóna manna sitt hvoru megin við Ermarsundið. Við verðum að hafa í huga að til þess við náum árangri þurfum við háttvísi, hófsemi, gagnkvæma virðingu og mikinn velvilja,“ sagði Tusk. Fyrr í dag hafði forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, hafnað ásökunum May um að ráðamenn hjá ESB væru að reyna að hafa áhrif á þingkosningarnar. „Enginn er að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninganna í Bretlandi. [...] Það er betra að hafa viðmælanda í svona viðræðum sem er ekki stöðugt að leita að atkvæðum. [...] Ef þú ert í kosningabaráttu þá verður orðræðan snarpari og grófari en ég held það sé engin spurning að það er ekki verið að reyna að hafa áhrif á kosningarnar,“ sagði Tajani. Breska þinginu var slitið í gær og er kosningabaráttan í Bretlandi nú formlega hafin en kosið verður til þings þann 8. júní næstkomandi. Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Theresa May: „Juncker mun komast að því að ég get verið fjári erfið“ Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að hún verði hörð í horn að taka í komandi Brexit viðræðum. 2. maí 2017 21:06 Sakar ESB um að reyna að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir suma ráðamenn í ESB reyna að hafa áhrif á komandi þingkosningar. 3. maí 2017 21:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, hvetur Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, til að láta af orðræðu sinni gegn sambandinu. Ummæli ráðherrans frá því í gær þar sem hún sakaði ráðamenn ESB um að reyna vísvitandi að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar hafa valdið nokkrum titringi. May lét þessi orð falla í ræðu sem hún hélt fyrir utan Downing-stræti 10 í gær en forsætisráðherrann sagði jafnframt að „embættismenn í Brussel“ vildu helst láta komandi samningaviðræður mistakast. Tusk sagði í dag að viðræðurnar um útgöngu Breta úr ESB gætu með þessu áframhaldi orðið „ómögulegar“ þar sem Bretland og sambandið væru þannig farin að rífast áður en viðræðurnar væru hafnar. „Þessar samningaviðræður verða nógu erfiðar eins og þær eru. Ef við byrjum að rífast áður en þær byrja þá verður þetta ómögulegt. Það er of mikið í húfi til þess að við látum tilfinningarnar hlaupa með okkur í gönur því það sem er í húfi er daglegt líf og hagsmunir milljóna manna sitt hvoru megin við Ermarsundið. Við verðum að hafa í huga að til þess við náum árangri þurfum við háttvísi, hófsemi, gagnkvæma virðingu og mikinn velvilja,“ sagði Tusk. Fyrr í dag hafði forseti Evrópuþingsins, Antonio Tajani, hafnað ásökunum May um að ráðamenn hjá ESB væru að reyna að hafa áhrif á þingkosningarnar. „Enginn er að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninganna í Bretlandi. [...] Það er betra að hafa viðmælanda í svona viðræðum sem er ekki stöðugt að leita að atkvæðum. [...] Ef þú ert í kosningabaráttu þá verður orðræðan snarpari og grófari en ég held það sé engin spurning að það er ekki verið að reyna að hafa áhrif á kosningarnar,“ sagði Tajani. Breska þinginu var slitið í gær og er kosningabaráttan í Bretlandi nú formlega hafin en kosið verður til þings þann 8. júní næstkomandi.
Brexit Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Theresa May: „Juncker mun komast að því að ég get verið fjári erfið“ Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að hún verði hörð í horn að taka í komandi Brexit viðræðum. 2. maí 2017 21:06 Sakar ESB um að reyna að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir suma ráðamenn í ESB reyna að hafa áhrif á komandi þingkosningar. 3. maí 2017 21:00 Mest lesið Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Theresa May: „Juncker mun komast að því að ég get verið fjári erfið“ Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að hún verði hörð í horn að taka í komandi Brexit viðræðum. 2. maí 2017 21:06
Sakar ESB um að reyna að hafa áhrif á bresku þingkosningarnar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir suma ráðamenn í ESB reyna að hafa áhrif á komandi þingkosningar. 3. maí 2017 21:00