Staða aldraðra og öryrkja óásættanleg! Björgvin Guðmundsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Hver er staða aldraðra og öryrkja í dag? Hefur hún batnað? Er hún ásættanleg? Með stöðu aldraðra og öryrkja er ekki aðeins átt við það, hvort lífeyrir aldraðra og öryrkja sé viðunandi, heldur einnig stöðu hjúkrunarmála lífeyrisfólks; framboð rýmis á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun.Lífeyrir óviðunandi Í dag opnar ráðamaður á Íslandi varla munninn án þess að hann tali um það hvað þjóðin hafi það gott, hagvöxtur sé í hámarki og staða ríkisfjármála ágæt. Í samræmi við það ætti lífeyrir aldraðra og öryrkja að vera ásættanlegur. En er það svo? Nei, það er langur vegur þar frá. Ný lög um almannatryggingar tóku gildi um síðustu áramót; þau höfðu verið í undirbúningi í meira en áratug. Samkvæmt því hefði átt að vera mikið kjöt á beinunum. En svo var ekki. Lögin voru rýr í roðinu. Í fyrstu var ekki boðin ein króna í hækkun til þeirra aldraðra og öryrkja, sem aðeins höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Það var ekki fyrr en Félag eldri borgara í Reykjavík hafði haldið 1.000 manna mótmælafund í Háskólabíói, að þáverandi ríkisstjórn lét undan og samþykkti hungurlús í hækkun til þeirra, sem voru á „strípuðum“ lífeyri. Þegar hungurlúsin hafði náð fram að ganga, var lífeyrir aldraðra í hjónabandi og í sambúð kominn í 197 þúsund á mánuði, eftir skatt! Lífeyrir einhleypra aldraðra hafði þá hækkað í 230 þúsund á mánuði eftir skatt. Það mundu víst margir aðrir geta lifað af þessum upphæðum í dag? Þetta er skammarlega lágt og engin leið að framfleyta sér af þessum lífeyri. Þetta er óásættanlegt, þegar nógir peningar eru til í þjóðfélaginu.305 þúsund á mánuði eftir skatt er lágmark Hvað þarf lífeyrir að vera hár til þess að hann dugi fyrir sómasamlegri framfærslu? Svarið er þetta: 400 þúsund á mánuði fyrir skatt fyrir einhleypa eldri borgara. Það þýðir 305 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Mér finnst þetta lágt, þegar haft er í huga, að meðaltekjur einstaklinga voru 620 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt 2015. Lífeyrir aldraðra og öryrkja er óásættanlegur, þ.e. þeirra sem hafa „strípaðan“ lífeyri. Það er ekki unnt að lifa af honum. En hvað með aðra þætti, sem varða lífeyrisfólk, t.d. hjúkrunarheimili? Þar er staðan einnig óásættanleg: Biðtími eftir rými er 6 mánuðir að lágmarki. Og heimilin eru svo fjársvelt, að þau geta ekki ráðið nægilega margt fagmenntað fólk eins og hjúkrunarfræðinga. Þetta ástand er til skammar hjá „velferðarríki“. Talað er mikið um að stuðla eigi að því að eldri borgarar eigi að geta verið sem lengst heima. En ekkert er gert til að tryggja það. Heimahjúkrun er einnig fjársvelt. Samandregið: Það ríkir vandræðaástand í málefnum aldraðra og öryrkja á öllum mikilvægustu sviðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason Skoðun Skoðun Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hver er staða aldraðra og öryrkja í dag? Hefur hún batnað? Er hún ásættanleg? Með stöðu aldraðra og öryrkja er ekki aðeins átt við það, hvort lífeyrir aldraðra og öryrkja sé viðunandi, heldur einnig stöðu hjúkrunarmála lífeyrisfólks; framboð rýmis á hjúkrunarheimilum og heimahjúkrun.Lífeyrir óviðunandi Í dag opnar ráðamaður á Íslandi varla munninn án þess að hann tali um það hvað þjóðin hafi það gott, hagvöxtur sé í hámarki og staða ríkisfjármála ágæt. Í samræmi við það ætti lífeyrir aldraðra og öryrkja að vera ásættanlegur. En er það svo? Nei, það er langur vegur þar frá. Ný lög um almannatryggingar tóku gildi um síðustu áramót; þau höfðu verið í undirbúningi í meira en áratug. Samkvæmt því hefði átt að vera mikið kjöt á beinunum. En svo var ekki. Lögin voru rýr í roðinu. Í fyrstu var ekki boðin ein króna í hækkun til þeirra aldraðra og öryrkja, sem aðeins höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Það var ekki fyrr en Félag eldri borgara í Reykjavík hafði haldið 1.000 manna mótmælafund í Háskólabíói, að þáverandi ríkisstjórn lét undan og samþykkti hungurlús í hækkun til þeirra, sem voru á „strípuðum“ lífeyri. Þegar hungurlúsin hafði náð fram að ganga, var lífeyrir aldraðra í hjónabandi og í sambúð kominn í 197 þúsund á mánuði, eftir skatt! Lífeyrir einhleypra aldraðra hafði þá hækkað í 230 þúsund á mánuði eftir skatt. Það mundu víst margir aðrir geta lifað af þessum upphæðum í dag? Þetta er skammarlega lágt og engin leið að framfleyta sér af þessum lífeyri. Þetta er óásættanlegt, þegar nógir peningar eru til í þjóðfélaginu.305 þúsund á mánuði eftir skatt er lágmark Hvað þarf lífeyrir að vera hár til þess að hann dugi fyrir sómasamlegri framfærslu? Svarið er þetta: 400 þúsund á mánuði fyrir skatt fyrir einhleypa eldri borgara. Það þýðir 305 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Mér finnst þetta lágt, þegar haft er í huga, að meðaltekjur einstaklinga voru 620 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt 2015. Lífeyrir aldraðra og öryrkja er óásættanlegur, þ.e. þeirra sem hafa „strípaðan“ lífeyri. Það er ekki unnt að lifa af honum. En hvað með aðra þætti, sem varða lífeyrisfólk, t.d. hjúkrunarheimili? Þar er staðan einnig óásættanleg: Biðtími eftir rými er 6 mánuðir að lágmarki. Og heimilin eru svo fjársvelt, að þau geta ekki ráðið nægilega margt fagmenntað fólk eins og hjúkrunarfræðinga. Þetta ástand er til skammar hjá „velferðarríki“. Talað er mikið um að stuðla eigi að því að eldri borgarar eigi að geta verið sem lengst heima. En ekkert er gert til að tryggja það. Heimahjúkrun er einnig fjársvelt. Samandregið: Það ríkir vandræðaástand í málefnum aldraðra og öryrkja á öllum mikilvægustu sviðum.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun