Boðað til allsherjar mótmæla í Venesúela á morgun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. maí 2017 22:36 Maduro forseta hefur ítrekað verið mótmælt. vísir/epa Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. Stjórnarandstæðingar settu upp vegatálma í dag og boðuðu á sama tíma til allsherjarmótmæla á morgun. Á þriðja tug manna hafa látið lífið mótmælunum. Mótmælendur hafa komið saman á götum úti um árabil en Maduro er sakaður um að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu og er hann sagður vanhæfur til þess að stjórna landinu. Venesúela var með ríkari þjóðum Suður-Ameríku en í dag er mikill skortur á öllum helstu nauðsynjavörum. Þá hefur óðaverðbólga gert gjaldmiðil landsins nánast verðlausan. Nýjustu mótmælin brutust út eftir að Maduro tilkynnti um breytingar á stjórnarskrá landsins sem kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Þannig verði stjórnarskráin færð úr höndum þingsins þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Maduro upplýsti um hugmyndir sínar á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum í gær. Samkvæmt tillögum hans yrði stjórnlagaþingið skipað 500 manns og þeim falið að endurskrifa stjórnarskrána. Þessar hugmyndir féllu hins vegar í grýttan jarðveg og forsetinn sakaður um einræðistilburði. Mikil mótmæli brutust út og hafa öryggissveitir lögreglu meðal annars þurft að beita táragasi á fólkið, en alls hafa 28 látið lífið í átökum síðustu vikna. Búast má við miklum mótmælum á morgun en stjórnarandstæðingar hafa boðað til allsherjarmótmæla, eða „mega protests" líkt og þeir orða það. Maduro hefur ítrekað upplýst um að hann muni sitja út kjörtímabilið og hafi ekki í hyggju að segja af sér embætti. Tengdar fréttir Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21 Maduro hækkar lágmarkslaun Nicolas Maduro, forseti Venesúela, skipaði í gær fyrir um hækkun lágmarkslauna. 2. maí 2017 09:00 Þrír mótmælendur létu lífið í Venesúela Andstæðingar stjórnar Nicolas Maduro forseta hafa nú mótmælt á götum úti í um mánuð. 25. apríl 2017 08:19 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Ekkert lát er á mótmælahrinunni í Venesúela þar sem þess er krafist að Nicolas Maduro, forseti landsins, fari frá völdum. Stjórnarandstæðingar settu upp vegatálma í dag og boðuðu á sama tíma til allsherjarmótmæla á morgun. Á þriðja tug manna hafa látið lífið mótmælunum. Mótmælendur hafa komið saman á götum úti um árabil en Maduro er sakaður um að hafa valdið bæði pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu og er hann sagður vanhæfur til þess að stjórna landinu. Venesúela var með ríkari þjóðum Suður-Ameríku en í dag er mikill skortur á öllum helstu nauðsynjavörum. Þá hefur óðaverðbólga gert gjaldmiðil landsins nánast verðlausan. Nýjustu mótmælin brutust út eftir að Maduro tilkynnti um breytingar á stjórnarskrá landsins sem kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Þannig verði stjórnarskráin færð úr höndum þingsins þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Maduro upplýsti um hugmyndir sínar á fjöldafundi með stuðningsmönnum sínum í gær. Samkvæmt tillögum hans yrði stjórnlagaþingið skipað 500 manns og þeim falið að endurskrifa stjórnarskrána. Þessar hugmyndir féllu hins vegar í grýttan jarðveg og forsetinn sakaður um einræðistilburði. Mikil mótmæli brutust út og hafa öryggissveitir lögreglu meðal annars þurft að beita táragasi á fólkið, en alls hafa 28 látið lífið í átökum síðustu vikna. Búast má við miklum mótmælum á morgun en stjórnarandstæðingar hafa boðað til allsherjarmótmæla, eða „mega protests" líkt og þeir orða það. Maduro hefur ítrekað upplýst um að hann muni sitja út kjörtímabilið og hafi ekki í hyggju að segja af sér embætti.
Tengdar fréttir Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21 Maduro hækkar lágmarkslaun Nicolas Maduro, forseti Venesúela, skipaði í gær fyrir um hækkun lágmarkslauna. 2. maí 2017 09:00 Þrír mótmælendur létu lífið í Venesúela Andstæðingar stjórnar Nicolas Maduro forseta hafa nú mótmælt á götum úti í um mánuð. 25. apríl 2017 08:19 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Venesúela dregur sig úr Samtökum Ameríkuríkja Stjórnvöld í Venesúela saka samtökin um að skipta sér af innanríkismálum landsins. 27. apríl 2017 08:21
Maduro hækkar lágmarkslaun Nicolas Maduro, forseti Venesúela, skipaði í gær fyrir um hækkun lágmarkslauna. 2. maí 2017 09:00
Þrír mótmælendur létu lífið í Venesúela Andstæðingar stjórnar Nicolas Maduro forseta hafa nú mótmælt á götum úti í um mánuð. 25. apríl 2017 08:19