Margir bundnir við bryggju á fyrsta degi strandveiða Kristján Már Unnarsson skrifar 2. maí 2017 21:00 Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. Sjómenn á norðanverðu landinu virðast þó almennt hafa ýtt úr vör. Í Hafnarfjarðarhöfn voru strandveiðisjómenn að huga að bátum sínum í dag, þeirra á meðal Guðni Einarsson, en rætt var við hann í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Hann komst ekki til veiða vegna brælu, frekar en meirihluti þeirra nærri 400 einstaklinga sem hlotið hafa leyfi til strandveiða í ár, en Landhelgisgæslan áætlar þó að um 150 strandveiðibátar hafi verið á sjó í dag. Strandveiðarnar voru teknar upp fyrir átta árum en þær eru eina tækifæri kvótalausra manna til að stunda atvinnuveiðar en þó í takmörkuðum mæli og aðeins yfir sumartímann fjóra daga vikunnar í fjóra mánuði. Fyrsta sumarið 2009 var samtals leyft að veiða sex þúsund tonn yfir landið en í ár má veiða alls 9.200 tonn, eða 53 prósent meira. Landinu er skipt í fjögur veiðisvæði og hefur hvert sinn pott fyrir hvern mánuð og hann klárast oft á einni til tveim vikum. Hver bátur má veiða að hámarki 650 þorskígildiskíló á dag sem gera 774 kíló af þorski upp úr sjó á dag. Fjárhagslega eru strandveiðarnar ekki jafn kræsilegar í ár miðað við mörg undanfarin ár. Á sama tíma í fyrra var markaðsverð á óslægðum þorski til dæmis um 250 krónur. Núna er verðið í kringum 190 krónur og hefur þannig lækkað um 24 prósent, meðal annars vegna styrkingar krónunnar. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fyrsti dagur strandveiðanna fór fyrir lítið hjá stórum hluta smábátaflotans því bræla hamlaði veiðum sunnan- og vestanlands. Sjómenn á norðanverðu landinu virðast þó almennt hafa ýtt úr vör. Í Hafnarfjarðarhöfn voru strandveiðisjómenn að huga að bátum sínum í dag, þeirra á meðal Guðni Einarsson, en rætt var við hann í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Hann komst ekki til veiða vegna brælu, frekar en meirihluti þeirra nærri 400 einstaklinga sem hlotið hafa leyfi til strandveiða í ár, en Landhelgisgæslan áætlar þó að um 150 strandveiðibátar hafi verið á sjó í dag. Strandveiðarnar voru teknar upp fyrir átta árum en þær eru eina tækifæri kvótalausra manna til að stunda atvinnuveiðar en þó í takmörkuðum mæli og aðeins yfir sumartímann fjóra daga vikunnar í fjóra mánuði. Fyrsta sumarið 2009 var samtals leyft að veiða sex þúsund tonn yfir landið en í ár má veiða alls 9.200 tonn, eða 53 prósent meira. Landinu er skipt í fjögur veiðisvæði og hefur hvert sinn pott fyrir hvern mánuð og hann klárast oft á einni til tveim vikum. Hver bátur má veiða að hámarki 650 þorskígildiskíló á dag sem gera 774 kíló af þorski upp úr sjó á dag. Fjárhagslega eru strandveiðarnar ekki jafn kræsilegar í ár miðað við mörg undanfarin ár. Á sama tíma í fyrra var markaðsverð á óslægðum þorski til dæmis um 250 krónur. Núna er verðið í kringum 190 krónur og hefur þannig lækkað um 24 prósent, meðal annars vegna styrkingar krónunnar.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira