Fiskikóngurinn og aðrir í flugvélinni þakka fyrir að vera á lífi Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2017 10:57 Kristján Berg, Sveinn Dal og Engilbert Runólfsson voru meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur og telja sig hafa haft fulla ástæðu til að óttast um líf sitt þegar vélin lenti. Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. „Þetta er skilgreint sem alvarlegt flugatvik hjá okkur. Og það fer þá í formlegt rannsóknarferli hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa eða RNSA. Það ferli hófst strax eftir að þetta gerist. Þá er hringt í okkur, fáum tilkynningu um að vélin hafi farið út af braut og þá fer þetta ferli af stað þá þegar,“ segir Ragnar Guðmundsson stjórnandi rannsóknar hjá RNSA. Flug Primera air, flug 6F108 frá Alicante til Keflavíkur 28. apríl, er til rannsóknar hjá RNSA. Flugvélin lenti utan brautar eftir erfiða lendingu, þar sem vélin rásaði og skautaði á brautinni. Vísir ræddi við farþega vélarinnar sem mörgum hverjum var illa brugðið og voru ómyrkir í máli. Einn þeirra er Engilbert Runólfsson verktaki, sem segir að þarna hafi staðið tæpt. „Við vorum örfáum sekúndum frá hugsanlegu mannskæðu stórslysi,“ segir hann og krefst svara hratt og örugglega.Rannsóknin skammt á veg kominEkki er annað á Ragnari að skilja en að nú sé unnið hörðum höndum að því. Og farið verður í þá rannsókn af fullri einurð og alvöru. „Rannsóknin er stutt á veg komin. Við erum nú í frumrannsókn; erum á fullu við að safna gögnum. Við vorum komnir á vettvang klukkustund eftir atvikið og tókum skýrslu af flugmönnum, tókum flugritana úr vélinni og þeir verða sendir í aflestur og greiningu. Og nú er ég að vinna í frekari gagnaöflun.“ Ragnar segir að rannsóknin hafi í raun og veru hafist um leið og þau hjá RNSA fengu tilkynningu sem var örfáum mínútum eftir að þetta gerist. Meðal fyrstu viðbrögðum hjá flugturni var að setja sig í samband við nefndina. Ekki er hægt að segja til um hvenær niðurstöðu er að vænta en hún er umfangsmikil og má sjá, á vef RSNA, flæðirit eða verkferla sem eru undir þegar slík rannsókn er í gangi. Rannsóknin er nú á mörkum vettvangsrannsóknar og frumrannsóknar, að sögn Ragnars.Tveimur sekúndum frá því að lenda úti í hrauniFjölmargir þjóðkunnir einstaklingar voru með vélinni, svo sem skemmtikrafturinn og þjóðargersemin Laddi, tónlistarmennirnir Hreimur og Vignir Snær svo einhverjir séu nefndir og svo Fiskikóngurinn, Kristján Berg, en hann hefur lýst upplifun sinni – hann þakkar fyrir að vera á lífi. „Þegar við lentum þá skautar flugvélin á flugbrautinni og fram af. Ég þakka fyrir að flugmaðurinn lenti ekki í fyrri tilrauninni, en þá hefðum við líklega lent út í hrauni og vélin brunnið, ég hefði þá ekki komið heim til minnar konu og 6 barna í gærkveldi. Það er bara staðreyndin. Hins vegar þá vorum við 2 sekúndur frá því að lenda úti í hrauni og sennilega hefði kviknað í vélinni þegar flughreyflarnir hefðu farið í jörðina. Ég vil þakka flugmönnunum fyrir að ég er heima hjá mér núna. Það er mín skoðun.“ Tengdar fréttir „Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“ Mikil óánægja og ótti meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. 29. apríl 2017 14:55 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. „Þetta er skilgreint sem alvarlegt flugatvik hjá okkur. Og það fer þá í formlegt rannsóknarferli hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa eða RNSA. Það ferli hófst strax eftir að þetta gerist. Þá er hringt í okkur, fáum tilkynningu um að vélin hafi farið út af braut og þá fer þetta ferli af stað þá þegar,“ segir Ragnar Guðmundsson stjórnandi rannsóknar hjá RNSA. Flug Primera air, flug 6F108 frá Alicante til Keflavíkur 28. apríl, er til rannsóknar hjá RNSA. Flugvélin lenti utan brautar eftir erfiða lendingu, þar sem vélin rásaði og skautaði á brautinni. Vísir ræddi við farþega vélarinnar sem mörgum hverjum var illa brugðið og voru ómyrkir í máli. Einn þeirra er Engilbert Runólfsson verktaki, sem segir að þarna hafi staðið tæpt. „Við vorum örfáum sekúndum frá hugsanlegu mannskæðu stórslysi,“ segir hann og krefst svara hratt og örugglega.Rannsóknin skammt á veg kominEkki er annað á Ragnari að skilja en að nú sé unnið hörðum höndum að því. Og farið verður í þá rannsókn af fullri einurð og alvöru. „Rannsóknin er stutt á veg komin. Við erum nú í frumrannsókn; erum á fullu við að safna gögnum. Við vorum komnir á vettvang klukkustund eftir atvikið og tókum skýrslu af flugmönnum, tókum flugritana úr vélinni og þeir verða sendir í aflestur og greiningu. Og nú er ég að vinna í frekari gagnaöflun.“ Ragnar segir að rannsóknin hafi í raun og veru hafist um leið og þau hjá RNSA fengu tilkynningu sem var örfáum mínútum eftir að þetta gerist. Meðal fyrstu viðbrögðum hjá flugturni var að setja sig í samband við nefndina. Ekki er hægt að segja til um hvenær niðurstöðu er að vænta en hún er umfangsmikil og má sjá, á vef RSNA, flæðirit eða verkferla sem eru undir þegar slík rannsókn er í gangi. Rannsóknin er nú á mörkum vettvangsrannsóknar og frumrannsóknar, að sögn Ragnars.Tveimur sekúndum frá því að lenda úti í hrauniFjölmargir þjóðkunnir einstaklingar voru með vélinni, svo sem skemmtikrafturinn og þjóðargersemin Laddi, tónlistarmennirnir Hreimur og Vignir Snær svo einhverjir séu nefndir og svo Fiskikóngurinn, Kristján Berg, en hann hefur lýst upplifun sinni – hann þakkar fyrir að vera á lífi. „Þegar við lentum þá skautar flugvélin á flugbrautinni og fram af. Ég þakka fyrir að flugmaðurinn lenti ekki í fyrri tilrauninni, en þá hefðum við líklega lent út í hrauni og vélin brunnið, ég hefði þá ekki komið heim til minnar konu og 6 barna í gærkveldi. Það er bara staðreyndin. Hins vegar þá vorum við 2 sekúndur frá því að lenda úti í hrauni og sennilega hefði kviknað í vélinni þegar flughreyflarnir hefðu farið í jörðina. Ég vil þakka flugmönnunum fyrir að ég er heima hjá mér núna. Það er mín skoðun.“
Tengdar fréttir „Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“ Mikil óánægja og ótti meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. 29. apríl 2017 14:55 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“ Mikil óánægja og ótti meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. 29. apríl 2017 14:55