Lífeyrissjóðir hafi hag af lágum launum Pétur Fjeldsted skrifar 1. maí 2017 07:00 „Ef Gylfi Arnbjörnsson hefur meirihluta stuðning félagsmanna ASÍ, sem eru 115.000 en ekki einhverrar þröngrar klíku, þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar,“segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Mynd/Pétur Fjeldsted „Lífeyrissjóðakerfið ætti að stærstum hluta að vera utan íslensks hagkerfis,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Lífeyrissjóðirnir séu með stærstu eigendum smásöluverslana á Íslandi og hafi hag af hárri álagningu og lágum launum. Kerfið vinni á móti lífsgæðum fólks frá degi til dags. Ragnar bendir á að sjóðirnir séu stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi. „Lífeyrissjóðakerfið setur framtíðarkynslóðir í stórkostleg vandræði. Lífeyrissjóðir eru leigurisar á leigumarkaði í gegnum félög eins og Gamma og fleiri leigufélög og hafa þar af leiðandi hag af hárri leigu. Sjóðirnir eru stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi og hafa þar af leiðandi hag af verðtryggingunni og háum vöxtum.“ Lífeyrissjóðirnir ættu að gera meira til þess að draga úr þenslu á fasteignamarkaði með hagkvæmum lausnum fyrir kaupendur íbúða. „Hérna gerist ekkert nema rétt fyrir kosningar. Ég vænti þess að sett verði Íslandsmet í úthlutun lóða fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar í öllum sveitarfélögum. Það er enginn að fylgjast með því hvað hinn er að gera og hvert fara þessar lóðir? Fara þær í hendurnar á bröskurunum, eins og fyrir hrun? Lóðir ganga kaupum og sölum í gegnum fasteignafélög eða fasteignabraskara og þetta endar síðan í fanginu á okkur neytendum, fólkinu sem þarf að borga fyrir þetta á uppsprengdu verði, þangað til næsta bóla springur.“ Ragnar vill að komið sé í veg fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í íslenskum bönkum og að fjármögnun lífeyrissjóða til útlána bankanna sé lágmörkuð. Sú tenging sé óæskileg, eins og tíðkaðist fyrir hrun. „Bankakerfið hafði gríðarleg ítök í lífeyrissjóðunum og öfugt. Lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf í bönkunum og bankarnir buðu 100% íbúðalán.“ Almenningur hafi í kjölfarið þurft að taka afleiðingum þess eftir hrun. Hann telur að lífeyrissjóðirnir ættu að standa að viðskiptabanka á félagslegum grunni, sem ekki hefur tengsl við fjárfestingabankastarfsemi. „Tilgangurinn er að þjónusta viðskiptavini og smærri fyrirtæki. Ef fólk lendir í vandræðum er ekki farið í að selja ofan af því heldur er farið í að byggja einstaklinginn og fyrirtækin upp, skapa umhverfi eftir greiðslugetu hverju sinni. Við getum öll lent í niðursveiflum og erum stundum ekki í stakk búin til þess að takast á við þær en ef við höfum þolinmæði og viðmót banka, sem vinnur með okkur en ekki á móti, þá eru okkur allir vegir færir. Þetta er miklu betri framtíðarsýn á bankakerfið.“ Ragnar segir engan vilja til breytinga hjá ASÍ og Samtökum atvinnulífsins, þrátt fyrir skýran lagaramma.Lög um lífeyrissjóði fjúka í gegnum Alþingi eins og hver annar gegnumtrekkur þegar þau eru sett fram. Og af hverju er þetta svona? Jú, vegna þess að ASÍ og til dæmis Samtök atvinnulífsins, sem stjórna þessu kerfi, vilja ekki breyta því. Hann telur að lífeyrissjóðir ættu að sinna samfélagslegri ábyrgð betur, til dæmis með því að byggja nokkur þúsund íbúðir fyrir aldraða. „Hvati kerfisins í dag er fyrst og fremst völd. Það eru engin völd í því að taka þátt í samfélagslegri uppbyggingu.“ Ragnar hefur setið í stjórn VR í átta ár en hefur aldrei komist að í stefnumótunarvinnu innan Alþýðusambandsins eða VR um framtíðarhlutverk lífeyrissjóðanna. „Okkur sem höfum aðrar skoðanir eða hugmyndir, er haldið utan við alla vinnu um stefnumótun. Þannig vinnur verkalýðshreyfingin. Hún hlustar ekki. Þetta er vandamálið. Ef Gylfi Arnbjörnsson hefur meirihlutastuðning félagsmanna ASÍ, sem eru 115.000 en ekki einhverrar þröngrar klíku, þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. Þetta snýst ekki um mig sem persónu. Þetta snýst um að breyta þessu kerfi og við breytum þessu ekki ef við erum með forystu sem hlustar ekki.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Sjá meira
„Lífeyrissjóðakerfið ætti að stærstum hluta að vera utan íslensks hagkerfis,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Lífeyrissjóðirnir séu með stærstu eigendum smásöluverslana á Íslandi og hafi hag af hárri álagningu og lágum launum. Kerfið vinni á móti lífsgæðum fólks frá degi til dags. Ragnar bendir á að sjóðirnir séu stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi. „Lífeyrissjóðakerfið setur framtíðarkynslóðir í stórkostleg vandræði. Lífeyrissjóðir eru leigurisar á leigumarkaði í gegnum félög eins og Gamma og fleiri leigufélög og hafa þar af leiðandi hag af hárri leigu. Sjóðirnir eru stærstu eigendur fasteignalána á Íslandi og hafa þar af leiðandi hag af verðtryggingunni og háum vöxtum.“ Lífeyrissjóðirnir ættu að gera meira til þess að draga úr þenslu á fasteignamarkaði með hagkvæmum lausnum fyrir kaupendur íbúða. „Hérna gerist ekkert nema rétt fyrir kosningar. Ég vænti þess að sett verði Íslandsmet í úthlutun lóða fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar í öllum sveitarfélögum. Það er enginn að fylgjast með því hvað hinn er að gera og hvert fara þessar lóðir? Fara þær í hendurnar á bröskurunum, eins og fyrir hrun? Lóðir ganga kaupum og sölum í gegnum fasteignafélög eða fasteignabraskara og þetta endar síðan í fanginu á okkur neytendum, fólkinu sem þarf að borga fyrir þetta á uppsprengdu verði, þangað til næsta bóla springur.“ Ragnar vill að komið sé í veg fyrir fjárfestingar lífeyrissjóða í íslenskum bönkum og að fjármögnun lífeyrissjóða til útlána bankanna sé lágmörkuð. Sú tenging sé óæskileg, eins og tíðkaðist fyrir hrun. „Bankakerfið hafði gríðarleg ítök í lífeyrissjóðunum og öfugt. Lífeyrissjóðir keyptu skuldabréf í bönkunum og bankarnir buðu 100% íbúðalán.“ Almenningur hafi í kjölfarið þurft að taka afleiðingum þess eftir hrun. Hann telur að lífeyrissjóðirnir ættu að standa að viðskiptabanka á félagslegum grunni, sem ekki hefur tengsl við fjárfestingabankastarfsemi. „Tilgangurinn er að þjónusta viðskiptavini og smærri fyrirtæki. Ef fólk lendir í vandræðum er ekki farið í að selja ofan af því heldur er farið í að byggja einstaklinginn og fyrirtækin upp, skapa umhverfi eftir greiðslugetu hverju sinni. Við getum öll lent í niðursveiflum og erum stundum ekki í stakk búin til þess að takast á við þær en ef við höfum þolinmæði og viðmót banka, sem vinnur með okkur en ekki á móti, þá eru okkur allir vegir færir. Þetta er miklu betri framtíðarsýn á bankakerfið.“ Ragnar segir engan vilja til breytinga hjá ASÍ og Samtökum atvinnulífsins, þrátt fyrir skýran lagaramma.Lög um lífeyrissjóði fjúka í gegnum Alþingi eins og hver annar gegnumtrekkur þegar þau eru sett fram. Og af hverju er þetta svona? Jú, vegna þess að ASÍ og til dæmis Samtök atvinnulífsins, sem stjórna þessu kerfi, vilja ekki breyta því. Hann telur að lífeyrissjóðir ættu að sinna samfélagslegri ábyrgð betur, til dæmis með því að byggja nokkur þúsund íbúðir fyrir aldraða. „Hvati kerfisins í dag er fyrst og fremst völd. Það eru engin völd í því að taka þátt í samfélagslegri uppbyggingu.“ Ragnar hefur setið í stjórn VR í átta ár en hefur aldrei komist að í stefnumótunarvinnu innan Alþýðusambandsins eða VR um framtíðarhlutverk lífeyrissjóðanna. „Okkur sem höfum aðrar skoðanir eða hugmyndir, er haldið utan við alla vinnu um stefnumótun. Þannig vinnur verkalýðshreyfingin. Hún hlustar ekki. Þetta er vandamálið. Ef Gylfi Arnbjörnsson hefur meirihlutastuðning félagsmanna ASÍ, sem eru 115.000 en ekki einhverrar þröngrar klíku, þá er ég tilbúinn að stíga til hliðar. Þetta snýst ekki um mig sem persónu. Þetta snýst um að breyta þessu kerfi og við breytum þessu ekki ef við erum með forystu sem hlustar ekki.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Fleiri fréttir Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Sjá meira