Stefnt að gangsetningu verksmiðju United Silicon á sunnudag Birgir Olgeirsson skrifar 19. maí 2017 15:26 Kísilver United Silicon í Helguvík var gangsett um miðjan nóvember í fyrra. Vísir/Vilhelm Stefnt er að gangsetningu ofns kísilmálverksmiðju United Silicon hf. í Helguvík sunnudaginn 21. maí næstkomandi kl. 16:00, með samþykki Umhverfisstofnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá United Silicon en þar segir að í kjölfar ítarlegrar úttektar og ábendinga norska ráðgjafafyrirtækisins Multikonsult hefur verið unnið að endurbótum og lagfæringum á búnaði verksmiðjunnar. Þess utan hefur verið ráðist í frekari framkvæmdir og úrbætur á búnaði, að tillögu stjórnenda fyrirtækisins. Þessum framkvæmdum er nú lokið. Næsta skref í úrbótaáætlun fyrirtækisins er úttekt Multikonsult á verksmiðjunni með ofninn í rekstri en gert er ráð fyrir að það geti tekið allt að þremur vikum að ná upp fullum afköstum og stöðugum rekstri ofnsins. Norsku ráðgjafarnir munu vinna áfram með fyrirtækinu í kjölfar gangsetningar. Norska loftrannsóknastofnunin NILU mun mæla loftgæði inni í verksmiðjunni og í nágrenni hennar þar á meðal inni á heimili í Reykjanesbæ þar sem lyktar hefur orðið vart. Til að fá áreiðanlegar mælingar á loftgæðum og til að ákveða aðgerðir sem takmarka að lykt berist frá verksmiðjunni í framtíðinni, er nauðsynlegt að keyra ofninn á mismunandi álagi. Við þær aðstæður má reikna með að einhver lykt muni berast frá verksmiðjunni. Markmið mælinga er einnig að fá óyggjandi vissu um hvaða efni geti borist frá verksmiðjunni við ólíkar aðstæður og í hvaða magni, svo unnt sé að grípa til viðeigandi aðgerða. Veðurspá Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir sunnanátt á gangsetningardegi. Það er von stjórnenda United Silicon hf. að með þeim aðgerðum sem unnið hefur verið að undanfarnar vikur og áfram er unnið að, takist að vinna bug á þeim vandamálum sem komið hafa upp í rekstri verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík og valdið hafa íbúum á Suðurnesjum óþægindum og áhyggjum. United Silicon Tengdar fréttir United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42 Óvíst hvenær kísilverið hefur starfsemi á ný Óvíst er hvenær ljósbogaofn í kísilveri United Silicon í Helguvík verður ræstur á ný en íbúar fá tilkynningu tveimur dögum áður en það gerist. 15. maí 2017 14:54 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Stefnt er að gangsetningu ofns kísilmálverksmiðju United Silicon hf. í Helguvík sunnudaginn 21. maí næstkomandi kl. 16:00, með samþykki Umhverfisstofnunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá United Silicon en þar segir að í kjölfar ítarlegrar úttektar og ábendinga norska ráðgjafafyrirtækisins Multikonsult hefur verið unnið að endurbótum og lagfæringum á búnaði verksmiðjunnar. Þess utan hefur verið ráðist í frekari framkvæmdir og úrbætur á búnaði, að tillögu stjórnenda fyrirtækisins. Þessum framkvæmdum er nú lokið. Næsta skref í úrbótaáætlun fyrirtækisins er úttekt Multikonsult á verksmiðjunni með ofninn í rekstri en gert er ráð fyrir að það geti tekið allt að þremur vikum að ná upp fullum afköstum og stöðugum rekstri ofnsins. Norsku ráðgjafarnir munu vinna áfram með fyrirtækinu í kjölfar gangsetningar. Norska loftrannsóknastofnunin NILU mun mæla loftgæði inni í verksmiðjunni og í nágrenni hennar þar á meðal inni á heimili í Reykjanesbæ þar sem lyktar hefur orðið vart. Til að fá áreiðanlegar mælingar á loftgæðum og til að ákveða aðgerðir sem takmarka að lykt berist frá verksmiðjunni í framtíðinni, er nauðsynlegt að keyra ofninn á mismunandi álagi. Við þær aðstæður má reikna með að einhver lykt muni berast frá verksmiðjunni. Markmið mælinga er einnig að fá óyggjandi vissu um hvaða efni geti borist frá verksmiðjunni við ólíkar aðstæður og í hvaða magni, svo unnt sé að grípa til viðeigandi aðgerða. Veðurspá Veðurstofu Íslands gerir ráð fyrir sunnanátt á gangsetningardegi. Það er von stjórnenda United Silicon hf. að með þeim aðgerðum sem unnið hefur verið að undanfarnar vikur og áfram er unnið að, takist að vinna bug á þeim vandamálum sem komið hafa upp í rekstri verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík og valdið hafa íbúum á Suðurnesjum óþægindum og áhyggjum.
United Silicon Tengdar fréttir United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42 Óvíst hvenær kísilverið hefur starfsemi á ný Óvíst er hvenær ljósbogaofn í kísilveri United Silicon í Helguvík verður ræstur á ný en íbúar fá tilkynningu tveimur dögum áður en það gerist. 15. maí 2017 14:54 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
United Silicon verður ekki gangsett án heimildar Umhverfisstofnunar Kísilverksmiðjan vill samráð við Umhverfisstofnun og segist tilbúin til að greiða allan tilfallandi kostnað. 25. apríl 2017 07:42
Óvíst hvenær kísilverið hefur starfsemi á ný Óvíst er hvenær ljósbogaofn í kísilveri United Silicon í Helguvík verður ræstur á ný en íbúar fá tilkynningu tveimur dögum áður en það gerist. 15. maí 2017 14:54