Aldrei eins margir greinst með HIV hér á landi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2017 13:35 Þórólfur segir að grípa þurfi til enn frekari aðgerða til þess að sporna við áframhaldandi útbreiðslu. Vísir/Getty Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í „Ef við lítum á þetta alveg frá upphafi þá er þetta toppurinn. Það hafa aldrei svona margir greinst á einu ári frá því að faraldurinn byrjaði,“ segir Þórólfur. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV sýkingu í fyrra en það er tvöfalt meira en árin tvö á undan og hæsta tala frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem griendust voru 20 karlmenn og sjö konur. Fjórtán voru með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Fjórtán tilvik voru rakin til útlanda og sömuleiðis voru tilvik af sárasótt og lekanda rakin til annarra landa. Þórólfur segir því ljóst að einn þáttur í þessari þróun sé aukinn fjöldi útlendinga hér á landi, hvort heldur innflytjendur eða ferðamenn. „Við vitum að stór hluti þeirra sem greindust með HIV í fyrra var af erlendu bergi brotinn. Það er að koma hingað margt fólk sem kannski var með þekktan sjúkdóm í sínu heimalandi en greinist hér sem nýtt smit eða er talið nýtt smit og það getur spilað inn í. Svo getur vel verið að allt daglegt líf og kynlíf í kringum ferðamenn geti spilað einhverja rullu,“ segir hann. Einnig varð talsverð aukning á staðfestum tilfellum af lifrarbólgu C í fyrra en þá greindist sjúkdómurinn hjá 91 einstkalingi. Sú aukning kann að tengjast meðferðarátaki gegn lifrarbólgu sem hófst í ársbyrjun 2016. Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Aldrei hafa eins margir greinst með HIV hér á landi og í fyrra. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ástæðurnar margvíslegar en að líklega sé um að ræða aukið skeytingaleysi gagnvart ábyrgu kynlíf. Þá spili aukinn fjöldi útlendinga hér á landi líklega einnig inn í „Ef við lítum á þetta alveg frá upphafi þá er þetta toppurinn. Það hafa aldrei svona margir greinst á einu ári frá því að faraldurinn byrjaði,“ segir Þórólfur. Alls greindust 27 einstaklingar með HIV sýkingu í fyrra en það er tvöfalt meira en árin tvö á undan og hæsta tala frá upphafi faraldursins árið 1984. Af þeim sem griendust voru 20 karlmenn og sjö konur. Fjórtán voru með íslenskt ríkisfang og þrettán af erlendu bergi brotnir. Fjórtán tilvik voru rakin til útlanda og sömuleiðis voru tilvik af sárasótt og lekanda rakin til annarra landa. Þórólfur segir því ljóst að einn þáttur í þessari þróun sé aukinn fjöldi útlendinga hér á landi, hvort heldur innflytjendur eða ferðamenn. „Við vitum að stór hluti þeirra sem greindust með HIV í fyrra var af erlendu bergi brotinn. Það er að koma hingað margt fólk sem kannski var með þekktan sjúkdóm í sínu heimalandi en greinist hér sem nýtt smit eða er talið nýtt smit og það getur spilað inn í. Svo getur vel verið að allt daglegt líf og kynlíf í kringum ferðamenn geti spilað einhverja rullu,“ segir hann. Einnig varð talsverð aukning á staðfestum tilfellum af lifrarbólgu C í fyrra en þá greindist sjúkdómurinn hjá 91 einstkalingi. Sú aukning kann að tengjast meðferðarátaki gegn lifrarbólgu sem hófst í ársbyrjun 2016.
Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira