Núna kann ég næstum því að tala færeysku Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2017 21:00 Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja, Bakkafrost, og kynntist því hvernig eldislax hefur á skömmum tíma orðið mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan má sjá myndir úr Færeyjaheimsókn forsetahjónanna. Í bænum Glyvrar við Skálafjörð stilltu ráðamenn Bakkafrosts sér framan við höfuðstöðvar fyrirtækisins þegar rúta forsetans kom akandi frá Klakksvík og bæjarstjóri sveitarfélagsins Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, bauð gestina velkomna. Og það var talað saman á íslensku og færeysku, eins og heyra má í fréttinni.Bæjarstjóri Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, býður forsetahjónin velkomin til Glyvrar. Forstjóri Bakkafrosts, Regin Jacobsen, stendur vinstramegin við bæjarstjórann.Mynd/Kringvarp Færeyja.Í þessu stærsta fyrirtæki Færeyja starfa um eittþúsund manns og telst það nú áttunda stærsta eldisfyrirtæki heims. Meginstarfsemin felst í sjókvíaeldi og vinnslu á laxi en eldislax er orðinn mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Bakkafrost er með sjókvíar í þrettán fjörðum í Færeyjum og laxvinnslustöðvar í þremur bæjum. Svo vel hefur gengið að forstjóri og stærsti eigandi fyrirtæksins, Regin Jacobsen, er orðinn ríkasti maður Færeyja. Formlegri dagskrá Færeyjaheimsóknar forseta Íslands lýkur í kvöld. Í viðtali við færeyska Kringvarpið nú síðdegis um borð í varðskipi kom fram að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var í sinni fyrstu heimsókn til eyjanna. Hann sagði Íslendinga fá þá tilfinningu í Færeyjum að þeir væru heima hjá sér.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um borð í varðskipi á Skálafirði á leið til Þórshafnar síðdegis í dag.Mynd/Kringvarp Færeyja.„Vináttan er mjög greinileg og manni finnst maður vera heima hjá sér. Landslagið er líka mjög líkt því sem maður sér heima. Það er auðvitað munur en þetta er tvímælalaust landið sem stendur næst okkur,” sagði Guðlaugur Þór. „Það er dásamlega fallegt hérna í Færeyjum, fólkið er vingjarnlegt og það hefur verið mikil og gleðileg upplifun að vera hér í Færeyjum,” sagði Guðni Th. og bætti við: „Og svo hef ég komist að því að ég kann næstum að tala færeysku." Tengdar fréttir Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45 Forsetinn í fótbolta við færeyska krakka Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, brá sér í fótbolta með krökkum í Færeyjum í gær. 18. maí 2017 11:15 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Forseti Íslands heimsótti í dag stærsta fyrirtæki Færeyja, Bakkafrost, og kynntist því hvernig eldislax hefur á skömmum tíma orðið mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Í frétt Stöðvar 2 hér að ofan má sjá myndir úr Færeyjaheimsókn forsetahjónanna. Í bænum Glyvrar við Skálafjörð stilltu ráðamenn Bakkafrosts sér framan við höfuðstöðvar fyrirtækisins þegar rúta forsetans kom akandi frá Klakksvík og bæjarstjóri sveitarfélagsins Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, bauð gestina velkomna. Og það var talað saman á íslensku og færeysku, eins og heyra má í fréttinni.Bæjarstjóri Rúnavíkur, Torbjörn Jacobsen, býður forsetahjónin velkomin til Glyvrar. Forstjóri Bakkafrosts, Regin Jacobsen, stendur vinstramegin við bæjarstjórann.Mynd/Kringvarp Færeyja.Í þessu stærsta fyrirtæki Færeyja starfa um eittþúsund manns og telst það nú áttunda stærsta eldisfyrirtæki heims. Meginstarfsemin felst í sjókvíaeldi og vinnslu á laxi en eldislax er orðinn mikilvægasta útflutningsafurð Færeyinga. Bakkafrost er með sjókvíar í þrettán fjörðum í Færeyjum og laxvinnslustöðvar í þremur bæjum. Svo vel hefur gengið að forstjóri og stærsti eigandi fyrirtæksins, Regin Jacobsen, er orðinn ríkasti maður Færeyja. Formlegri dagskrá Færeyjaheimsóknar forseta Íslands lýkur í kvöld. Í viðtali við færeyska Kringvarpið nú síðdegis um borð í varðskipi kom fram að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var í sinni fyrstu heimsókn til eyjanna. Hann sagði Íslendinga fá þá tilfinningu í Færeyjum að þeir væru heima hjá sér.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um borð í varðskipi á Skálafirði á leið til Þórshafnar síðdegis í dag.Mynd/Kringvarp Færeyja.„Vináttan er mjög greinileg og manni finnst maður vera heima hjá sér. Landslagið er líka mjög líkt því sem maður sér heima. Það er auðvitað munur en þetta er tvímælalaust landið sem stendur næst okkur,” sagði Guðlaugur Þór. „Það er dásamlega fallegt hérna í Færeyjum, fólkið er vingjarnlegt og það hefur verið mikil og gleðileg upplifun að vera hér í Færeyjum,” sagði Guðni Th. og bætti við: „Og svo hef ég komist að því að ég kann næstum að tala færeysku."
Tengdar fréttir Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45 Forsetinn í fótbolta við færeyska krakka Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, brá sér í fótbolta með krökkum í Færeyjum í gær. 18. maí 2017 11:15 Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Færeysk börn léku fyrir forsetahjónin Forsetahjónin íslensku kynnast færeysku þjóðlífi þessa vikuna. Forsetinn fundar einnig með færeyskum ráðamönnum. 17. maí 2017 10:45
Forsetinn í fótbolta við færeyska krakka Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, brá sér í fótbolta með krökkum í Færeyjum í gær. 18. maí 2017 11:15
Forsetahjónin komin í heimsókn til Færeyja Íslendingar njóta þess að eiga bestu granna í heimi, verða skilaboð forseta Íslands til Færeyinga en Guðni Th. Jóhannesson, og frú Eliza Reed, héldu í dag í fimm daga heimsókn til Færeyja. 15. maí 2017 20:34