„Forsendur kaupanna voru brostnar og Pressan ehf. ekki fær um að standa við skuldbindingar sínar líkt og fram kemur í samkomulaginu,“ segir Karl Steinar Óskarsson, framkvæmdastjóri Birtíngs útgáfufélags, í yfirlýsingu til fjölmiðla.
Greint var frá því í gær að samningum um kaup Pressunnar á öllu hlutafé í Birtíngi hafi verið rift. Samkvæmt bréfi sem Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður og eigandi Pressunnar, sendi starfsfólki í gær var samkomulaginu rift til þess að lækka heildarskuldir félagsins.
Karl Steinar segir í tilkynningunni að samkomulag um riftun hafi verið undirritað af hálfu allra hlutaðeigandi aðila 10.maí síðastliðinn. Greiðsla inn á kaupverðið hafi á sínum tíma komið frá þriðja aðila vegna vanefnda Pressunnar og að í samningi um riftun felist að sú greiða verði gerði upp með samkomulagi við þann aðila.
„Samkomulag hefur þegar náðst um þá greiðslu og er Pressunni ehf. óviðkomandi eftir undirritun samkomulagsins líkt og þar er staðfest. Í samkomulaginu segir einnig að hvorugur aðilinn skuldi hinum fjármuni eftir undirritun þess. Þá er rétt að undirstrika að Birtíngur ehf. skuldar enga fjármuni til Pressunnar ehf. vegna rekstrar heldur skuldar Pressan ehf. Birtíngi ehf. verulega fjármuni,“ segir í tilkynningunni.
Birtíngur segir Pressuna ekki færa um að standa við skuldbindingar sínar

Tengdar fréttir

Samningum um kaupum Pressunnar á Birtingi rift
Samningum á milli eigenda Pressunnar á öllu hlutafé í Birtingi ehf. hefur verið rift. Er þetta gert til að lækka heildarskuldir Pressusamstæðunnar.