Robert Spencer segir íslenska lækninn hafa sýnt sér dónaskap Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. maí 2017 21:40 Robert Spencer á fyrirlestri sínum á Grand Hotel. Vísir/Eyþór Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir að læknirinn sem rannsakaði hann hér á landi á Landspítalanum eftir meinta eitrunartilraun hafi sýnt sér dónaskap og reynt að gera lítið úr atvikinu. Þetta kemur fram í viðtali við Spencer á hinni umdeildu fréttasíðu Breitbart þar sem fjallað er um fullyrðingar Spencer um ungur íslendingur hafi eitrað fyrir honum. Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ Vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Hélt hann fyrirlestur þess efnis á Grand Hótel á dögunum.Eftir fundinn hefur Spencer haldið því fram að eitrað hafi verið fyrir sér og birti DV læknaskýrslu þar sem kom fram að í blóði Spencer hafi fundist merki um MDMA og amfetamín. Hann segir að læknirinn sem tók á móti honum á Landspítalanum hafi hins vegar reynt að gera lítið úr atvikinu. „Hann var frekar óvingjarnlegur, ókurteis,“ segir Spencer í viðtali við Breitbart. „Hann reyndi að gera lítið úr því hvað hafði gerst.“ Lét læknirinn Spencer vita að merki um lyfið Ritalín hefði fundist í blóði hans. Spencer hafi þó fundist það óvenjulegt enda notaði hann ekki Ritalín. Segir hann að læknirinn hafi efast um það og raunar aldrei minnst á það að MDMA og amfetamín hafi fundist í blóði Spencer. Hann hafi ekki komist að því fyrr en mun seinna þegar hann fékk að líta á læknaskýrsluna. Segir Spencer einnig að læknirinn hafi reynt að gera lítið úr eitruninni og fremur eytt púðri í að fá Spencer til þess að hætta harðskeyttum skrifum sínum um Íslam. Lögregla er með málið til rannsóknar en Spencer hefur sagt að ungur karlmaður hafi eitrað fyrir sér. Tengdar fréttir Mótmæltu meintum rasista Nokkur hópur safnaðist saman til að mótmæla komu fyrirlesarans Roberts Spencer fyrir utan Grand Hótel í gærkvöldi á samstöðufundi á vegum Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 12. maí 2017 07:00 Ömurleg heimsókn til Íslands Robert Spencer skrifar opið bréf til stjórnmálamanna og íslenskra fjölmiðla sem hann segir sér fjandsamlega. 16. maí 2017 15:12 Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér "Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma.“ 16. maí 2017 10:26 Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer, sem þekktur er fyrir baráttu sína gegn íslam og hefur verið bannað að koma til Bretlands, er með fyrirlestur í Reykjavík þann 11. maí. 2. maí 2017 13:29 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer segir að læknirinn sem rannsakaði hann hér á landi á Landspítalanum eftir meinta eitrunartilraun hafi sýnt sér dónaskap og reynt að gera lítið úr atvikinu. Þetta kemur fram í viðtali við Spencer á hinni umdeildu fréttasíðu Breitbart þar sem fjallað er um fullyrðingar Spencer um ungur íslendingur hafi eitrað fyrir honum. Spencer er þekktur fyrir harðskeytt skrif sín um íslam og hefur gefið út fjölda bóka þar sem hann varar við „íslamsvæðingu“ Vesturheims og hættunni sem hann telur stafa af múslimum. Hélt hann fyrirlestur þess efnis á Grand Hótel á dögunum.Eftir fundinn hefur Spencer haldið því fram að eitrað hafi verið fyrir sér og birti DV læknaskýrslu þar sem kom fram að í blóði Spencer hafi fundist merki um MDMA og amfetamín. Hann segir að læknirinn sem tók á móti honum á Landspítalanum hafi hins vegar reynt að gera lítið úr atvikinu. „Hann var frekar óvingjarnlegur, ókurteis,“ segir Spencer í viðtali við Breitbart. „Hann reyndi að gera lítið úr því hvað hafði gerst.“ Lét læknirinn Spencer vita að merki um lyfið Ritalín hefði fundist í blóði hans. Spencer hafi þó fundist það óvenjulegt enda notaði hann ekki Ritalín. Segir hann að læknirinn hafi efast um það og raunar aldrei minnst á það að MDMA og amfetamín hafi fundist í blóði Spencer. Hann hafi ekki komist að því fyrr en mun seinna þegar hann fékk að líta á læknaskýrsluna. Segir Spencer einnig að læknirinn hafi reynt að gera lítið úr eitruninni og fremur eytt púðri í að fá Spencer til þess að hætta harðskeyttum skrifum sínum um Íslam. Lögregla er með málið til rannsóknar en Spencer hefur sagt að ungur karlmaður hafi eitrað fyrir sér.
Tengdar fréttir Mótmæltu meintum rasista Nokkur hópur safnaðist saman til að mótmæla komu fyrirlesarans Roberts Spencer fyrir utan Grand Hótel í gærkvöldi á samstöðufundi á vegum Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 12. maí 2017 07:00 Ömurleg heimsókn til Íslands Robert Spencer skrifar opið bréf til stjórnmálamanna og íslenskra fjölmiðla sem hann segir sér fjandsamlega. 16. maí 2017 15:12 Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér "Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma.“ 16. maí 2017 10:26 Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer, sem þekktur er fyrir baráttu sína gegn íslam og hefur verið bannað að koma til Bretlands, er með fyrirlestur í Reykjavík þann 11. maí. 2. maí 2017 13:29 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Mótmæltu meintum rasista Nokkur hópur safnaðist saman til að mótmæla komu fyrirlesarans Roberts Spencer fyrir utan Grand Hótel í gærkvöldi á samstöðufundi á vegum Solaris - hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. 12. maí 2017 07:00
Ömurleg heimsókn til Íslands Robert Spencer skrifar opið bréf til stjórnmálamanna og íslenskra fjölmiðla sem hann segir sér fjandsamlega. 16. maí 2017 15:12
Robert Spencer segir Íslending hafa eitrað fyrir sér "Ég var veikur í nokkra daga, en ég fór á lögreglustöðina og gaf þeim stærra mál en þeir hafa séð í langan tíma.“ 16. maí 2017 10:26
Leiðarljós Breivik heldur fyrirlestur í Reykjavík Bandaríski rithöfundurinn Robert Spencer, sem þekktur er fyrir baráttu sína gegn íslam og hefur verið bannað að koma til Bretlands, er með fyrirlestur í Reykjavík þann 11. maí. 2. maí 2017 13:29