Höfuðstöðvar Landsbankans munu rísa við Austurhöfn Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2017 15:47 Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að byggja húsnæði fyrir starfsemi bankans við Austurhöfn í Reykjavík. Áætlaður kostnaður við að reisa húsið er um níu milljarðar króna, að lóðarverði meðtöldu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Segir að bankinn hafi skoðað ýmsa kosti í húsnæðismálum í samvinnu við ráðgjafarfyrirtækið KPMG og Mannvit verkfræðistofu og var niðurstaða greiningar KPMG sú að Austurhöfn væri ákjósanlegasti kosturinn. „Bankinn mun nýta um 10.000 m2 í nýju húsi, um 60% af flatarmáli hússins, en selja eða leigja frá sér um 6.500 m2 sem munu nýtast fyrir verslun og aðra þjónustu. Bankinn mun fyrst og fremst nýta efri hæðir hússins þar sem fermetraverð er metið sambærilegt og á skrifstofuhúsnæði á öðrum góðum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Verðmætustu hlutar hússins á neðri hæðum verða að stærstum hluta seldir og umframrými á efri hæðum leigt út,“ segir í tilkynningunni.Starfsemin á færri fermetrum Í mati KPMG á staðarvalkostum var horft til hagkvæmni, verðgildis hússins til framtíðar, samgangna, staðsetningar, skipulagsmála, sveigjanleika húsnæðis og þjónustu og mannlífs í nágrenninu. „Fjölbreytt starfsemi bankans gerir það að verkum að bankinn telur þörf á að vera með starfsemi sína miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Meðal kosta sem voru sérstaklega skoðaðir voru lóðir í grennd við Borgartún, Kringlu og Smáralind. Niðurstaðan var að Austurhöfn er ákjósanlegasti kosturinn þegar tekið er tillit til allra ofangreindra atriða. Með flutningi í nýtt húsnæði mun starfsemi sem í dag fer fram á um 21.000 m2 rúmast á um 10.000 m2. Þetta er umtalsvert minna húsnæði en áður var talið að þyrfti undir starfsemina. Markmiðið með flutningum í nýtt hús er að ná fram hagræðingu, auka skilvirkni og mæta kröfum um breytt vinnulag í fjármálaþjónustu. Í því felst meðal annars að vinnuaðstaða í húsinu verður verkefnamiðuð og starfsfólk geti fært sig til eftir því sem verkefni krefjast,“ segir í tilkynningunni. Árlegur sparnaður vegna flutninga á starfsemi bankans í nýtt húsnæði er metinn vera um 500 milljónir króna. „Áætlaður kostnaður við að reisa 16.500 m2 hús er um 9 milljarðar króna, að lóðarverði meðtöldu. Að teknu tilliti til þess að bankinn mun selja og/eða leigja 6.500 m2 er gert ráð fyrir að kostnaður bankans við þann hluta hússins sem hann mun nýta verði um 5,5 milljarðar króna. Á móti kæmi söluverðmæti þeirra fasteigna sem bankinn getur selt við flutningana,“ segir í tilkynningunni.Starfsemin í þrettán húsum Haft er eftir Helgu Björk Eiríksdóttur, formann bankaráðs, að það sé ánægjulegt að lausn á húsnæðisvanda bankans sé í sjónmáli. „Starfsemi bankans í miðborg Reykjavíkur er í 13 húsum, að langstærstum hluta í leiguhúsnæði, og er húsnæðið bæði óhagkvæmt og óhentugt. Þetta er eitt af þeim skrefum sem brýnt er að taka til að bæta reksturinn og gera Landsbankann betur í stakk búinn til að þróast í síbreytilegu umhverfi. Við munum vanda til verka við úrlausn þessa máls, enda mikilvægt að vel takist til. Við viljum gæta sérstaklega að því að hús bankans við Austurstræti 11, sem hefur menningarlegt og sögulegt gildi, fái áfram að njóta sín.“ Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bankaráð Landsbankans hefur ákveðið að byggja húsnæði fyrir starfsemi bankans við Austurhöfn í Reykjavík. Áætlaður kostnaður við að reisa húsið er um níu milljarðar króna, að lóðarverði meðtöldu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum. Segir að bankinn hafi skoðað ýmsa kosti í húsnæðismálum í samvinnu við ráðgjafarfyrirtækið KPMG og Mannvit verkfræðistofu og var niðurstaða greiningar KPMG sú að Austurhöfn væri ákjósanlegasti kosturinn. „Bankinn mun nýta um 10.000 m2 í nýju húsi, um 60% af flatarmáli hússins, en selja eða leigja frá sér um 6.500 m2 sem munu nýtast fyrir verslun og aðra þjónustu. Bankinn mun fyrst og fremst nýta efri hæðir hússins þar sem fermetraverð er metið sambærilegt og á skrifstofuhúsnæði á öðrum góðum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Verðmætustu hlutar hússins á neðri hæðum verða að stærstum hluta seldir og umframrými á efri hæðum leigt út,“ segir í tilkynningunni.Starfsemin á færri fermetrum Í mati KPMG á staðarvalkostum var horft til hagkvæmni, verðgildis hússins til framtíðar, samgangna, staðsetningar, skipulagsmála, sveigjanleika húsnæðis og þjónustu og mannlífs í nágrenninu. „Fjölbreytt starfsemi bankans gerir það að verkum að bankinn telur þörf á að vera með starfsemi sína miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Meðal kosta sem voru sérstaklega skoðaðir voru lóðir í grennd við Borgartún, Kringlu og Smáralind. Niðurstaðan var að Austurhöfn er ákjósanlegasti kosturinn þegar tekið er tillit til allra ofangreindra atriða. Með flutningi í nýtt húsnæði mun starfsemi sem í dag fer fram á um 21.000 m2 rúmast á um 10.000 m2. Þetta er umtalsvert minna húsnæði en áður var talið að þyrfti undir starfsemina. Markmiðið með flutningum í nýtt hús er að ná fram hagræðingu, auka skilvirkni og mæta kröfum um breytt vinnulag í fjármálaþjónustu. Í því felst meðal annars að vinnuaðstaða í húsinu verður verkefnamiðuð og starfsfólk geti fært sig til eftir því sem verkefni krefjast,“ segir í tilkynningunni. Árlegur sparnaður vegna flutninga á starfsemi bankans í nýtt húsnæði er metinn vera um 500 milljónir króna. „Áætlaður kostnaður við að reisa 16.500 m2 hús er um 9 milljarðar króna, að lóðarverði meðtöldu. Að teknu tilliti til þess að bankinn mun selja og/eða leigja 6.500 m2 er gert ráð fyrir að kostnaður bankans við þann hluta hússins sem hann mun nýta verði um 5,5 milljarðar króna. Á móti kæmi söluverðmæti þeirra fasteigna sem bankinn getur selt við flutningana,“ segir í tilkynningunni.Starfsemin í þrettán húsum Haft er eftir Helgu Björk Eiríksdóttur, formann bankaráðs, að það sé ánægjulegt að lausn á húsnæðisvanda bankans sé í sjónmáli. „Starfsemi bankans í miðborg Reykjavíkur er í 13 húsum, að langstærstum hluta í leiguhúsnæði, og er húsnæðið bæði óhagkvæmt og óhentugt. Þetta er eitt af þeim skrefum sem brýnt er að taka til að bæta reksturinn og gera Landsbankann betur í stakk búinn til að þróast í síbreytilegu umhverfi. Við munum vanda til verka við úrlausn þessa máls, enda mikilvægt að vel takist til. Við viljum gæta sérstaklega að því að hús bankans við Austurstræti 11, sem hefur menningarlegt og sögulegt gildi, fái áfram að njóta sín.“
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira