Egill afbókaður vegna þrýstings femínistafélags Verzló Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2017 09:14 Egill var efins hvort hann ætti að taka að sér verkefnið, einmitt til að forðast uppákomur á borð við þessar. Til stóð að DJ Muscleboy, alías Egill Einarsson, myndi skemmta á lokaballi Nemendafélags Verzlunarskólans sem halda á í næstu viku, eða 23. maí. En, nú hafa orðið breytingar á þeim fyrirætlunum. Agli hefur verið skipt út fyrir Áttuna og mun þar hafa ráðið þrýstingur frá FFVÍ – sem er Femínistafélag Verzlunarskóla Íslands. Viktor Pétur Finnsson, Formaður Málfundafélagsins innan skólans tilkynnir þessar breytingar í Facebookhópi Nemendafélagsins. Hann segir að þau hafi sýnt ákveðið dómgreindarleysi við þá ákvörðunina og lofar því að þeir sem stjórna skemmtanahaldi innan skólans muni í framtíðinni ráðfæra sig við FFVÍ. Tilkynningin er svohljóðandi:Egill Einarsson.Munum ráðfæra okkur við FFVÍ í framtíðinni „Gillz afbókaður á lokaball Verzló í næstu viku, 23. maí. Kæru Verzlingar! Smávægilegar breytingar hafa orðið á plönum. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast innan og utan skólans höfum við í stjórninni ákveðið að afbóka DJ Muscleboy. Við viljum biðjast afsökunar á að hafa sýnt fram á ákveðið dómgreindarleysi í þessari ákvarðanartöku og við munum sjá til þess að eitthvað þessu líkt kemur ekki fyrir aftur. Við viljum setja gott fordæmi í vali okkar á listamönnum og tökum til greina allar þær ábendingar sem við höfum fengið. Við munum einnig ráðfæra okkur við FFVÍ við val á listamönnum í framtíðinni. Jafnframt viljum við biðja þá sem verða fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun fyrirfram afsökunar en örvæntið ekki! Vinir okkar í raun úr Áttunni og 12:00 munu fylla í skarðið og halda uppi geggjaðri rave stemningu! Hlökkum til að sjá ykkur babes VIVA FOKKING VERZLO.“Ætlar að rukka fyrir giggið Vísir heyrði stuttlega í Agli sem var ekki kátur með þessar vendingar. „Gæinn sem bókaði mig sagði að það væri búið að tala við kennara, nefndir í skólanum og svo framvegis. Allir sammála um að það væri ekkert vesen. Í góðu lagi að bóka Muscleboy. Ég var tvístígandi að segja já við þessu því ég nennti nákvæmlega ekki þessu. En, svo virðist sem það hafi gleymst að tala við femínistafélag Verzló. Sem virðist valdamesta félagið innan skólans,“ segir Egill Einarsson, og furðar sig mjög á þessu. „Ég ætla náttúrlega að rukka. Svo veit ég bara ekki hvað er best að gera í þessu? Maður er bara „bullyaður“ og lítið hægt að gera.“ Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Til stóð að DJ Muscleboy, alías Egill Einarsson, myndi skemmta á lokaballi Nemendafélags Verzlunarskólans sem halda á í næstu viku, eða 23. maí. En, nú hafa orðið breytingar á þeim fyrirætlunum. Agli hefur verið skipt út fyrir Áttuna og mun þar hafa ráðið þrýstingur frá FFVÍ – sem er Femínistafélag Verzlunarskóla Íslands. Viktor Pétur Finnsson, Formaður Málfundafélagsins innan skólans tilkynnir þessar breytingar í Facebookhópi Nemendafélagsins. Hann segir að þau hafi sýnt ákveðið dómgreindarleysi við þá ákvörðunina og lofar því að þeir sem stjórna skemmtanahaldi innan skólans muni í framtíðinni ráðfæra sig við FFVÍ. Tilkynningin er svohljóðandi:Egill Einarsson.Munum ráðfæra okkur við FFVÍ í framtíðinni „Gillz afbókaður á lokaball Verzló í næstu viku, 23. maí. Kæru Verzlingar! Smávægilegar breytingar hafa orðið á plönum. Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur skapast innan og utan skólans höfum við í stjórninni ákveðið að afbóka DJ Muscleboy. Við viljum biðjast afsökunar á að hafa sýnt fram á ákveðið dómgreindarleysi í þessari ákvarðanartöku og við munum sjá til þess að eitthvað þessu líkt kemur ekki fyrir aftur. Við viljum setja gott fordæmi í vali okkar á listamönnum og tökum til greina allar þær ábendingar sem við höfum fengið. Við munum einnig ráðfæra okkur við FFVÍ við val á listamönnum í framtíðinni. Jafnframt viljum við biðja þá sem verða fyrir vonbrigðum með þessa ákvörðun fyrirfram afsökunar en örvæntið ekki! Vinir okkar í raun úr Áttunni og 12:00 munu fylla í skarðið og halda uppi geggjaðri rave stemningu! Hlökkum til að sjá ykkur babes VIVA FOKKING VERZLO.“Ætlar að rukka fyrir giggið Vísir heyrði stuttlega í Agli sem var ekki kátur með þessar vendingar. „Gæinn sem bókaði mig sagði að það væri búið að tala við kennara, nefndir í skólanum og svo framvegis. Allir sammála um að það væri ekkert vesen. Í góðu lagi að bóka Muscleboy. Ég var tvístígandi að segja já við þessu því ég nennti nákvæmlega ekki þessu. En, svo virðist sem það hafi gleymst að tala við femínistafélag Verzló. Sem virðist valdamesta félagið innan skólans,“ segir Egill Einarsson, og furðar sig mjög á þessu. „Ég ætla náttúrlega að rukka. Svo veit ég bara ekki hvað er best að gera í þessu? Maður er bara „bullyaður“ og lítið hægt að gera.“
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira