Harpa þarf hundruð milljóna til viðbótar Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. maí 2017 05:00 Taprekstur hússins frá árinu 2011 til 2015 nam rúmum 2,6 milljörðum króna. vísir/eyþór Stjórnendur Hörpu hafa að undanförnu átt samtöl við fulltrúa eigenda hússins, ríki og Reykjavíkurborg, um áframhaldandi rekstur þess. Reksturinn hefur ekki verið sjálfbær og sem dæmi um það hafa eigendur frá árinu 2013 lagt húsinu til samtals 700 milljónir umfram áætlanir til að halda uppi rekstrinum. Það gerir um 170-190 milljónir í framlag umfram áætlanir á hverju ári. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórnendur Hörpu hafi þar að auki upplýst eigendur um að enn sé þörf á framlagi frá þeim fyrir árið 2017 ef ekki eigi að fara illa. Þegar ríki og borg tóku verkefnið yfir árið 2009 hafði þó verið ákveðið að leggja ekki til meiri framlög en ákveðið hafði verið í samningi um bygginguna frá árinu 2006. Rekstrarvanda Hörpu má að hluta rekja til deilna um fasteignagjöld, en samkvæmt núverandi fasteignamati ber Hörpu að greiða 300 milljónir á ári í fasteignagjöld, sem er um fjórðungur af öllu rekstrarfé hússins. Stjórnendur Hörpu vinna enn að því að fá þessa upphæð lækkaða. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir að stjórnendur og starfsmenn Hörpu séu að rýna reksturinn. Það sé meðal annars háð endanlegri niðurstöðu um fasteignagjöld hver aðkoma eigenda þarf að vera til framtíðar. „Það munar auðvitað mjög miklu hvort við erum að horfa á 315 milljónir eða 180. Það er þessi óvissa og ég get engu um það spáð hver niðurstaðan verður hjá yfirfasteignamatsnefnd. En það er alveg ljóst og hefur legið fyrir alveg frá byrjun að reksturinn hefur ekki verið sjálfbær,“ segir hún. Stjórnendur hafi rætt rekstur hússins til skamms tíma og til lengri tíma við fulltrúa eigenda. Svanhildur segir að búist hafi verið við að niðurstaðan yrði klár í apríl en yfirfasteignanefnd hafi fengið frest til loka júní. „Óvissan hefur því verið lengri en við höfðum búist við,“ segir Svanhildur. Auk þeirra 700 milljóna sem ríki og Reykjavíkurborg hafa lagt húsinu til vegna rekstursins á árunum 2013-2016 hefur húsið fengið 4,9 milljarða frá eigendum frá árinu 2011 vegna fjármögnunar þess. Þrátt fyrir þetta nam taprekstur hússins frá árinu 2011 til 2015 rúmum 2,6 milljörðum króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira
Stjórnendur Hörpu hafa að undanförnu átt samtöl við fulltrúa eigenda hússins, ríki og Reykjavíkurborg, um áframhaldandi rekstur þess. Reksturinn hefur ekki verið sjálfbær og sem dæmi um það hafa eigendur frá árinu 2013 lagt húsinu til samtals 700 milljónir umfram áætlanir til að halda uppi rekstrinum. Það gerir um 170-190 milljónir í framlag umfram áætlanir á hverju ári. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórnendur Hörpu hafi þar að auki upplýst eigendur um að enn sé þörf á framlagi frá þeim fyrir árið 2017 ef ekki eigi að fara illa. Þegar ríki og borg tóku verkefnið yfir árið 2009 hafði þó verið ákveðið að leggja ekki til meiri framlög en ákveðið hafði verið í samningi um bygginguna frá árinu 2006. Rekstrarvanda Hörpu má að hluta rekja til deilna um fasteignagjöld, en samkvæmt núverandi fasteignamati ber Hörpu að greiða 300 milljónir á ári í fasteignagjöld, sem er um fjórðungur af öllu rekstrarfé hússins. Stjórnendur Hörpu vinna enn að því að fá þessa upphæð lækkaða. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir að stjórnendur og starfsmenn Hörpu séu að rýna reksturinn. Það sé meðal annars háð endanlegri niðurstöðu um fasteignagjöld hver aðkoma eigenda þarf að vera til framtíðar. „Það munar auðvitað mjög miklu hvort við erum að horfa á 315 milljónir eða 180. Það er þessi óvissa og ég get engu um það spáð hver niðurstaðan verður hjá yfirfasteignamatsnefnd. En það er alveg ljóst og hefur legið fyrir alveg frá byrjun að reksturinn hefur ekki verið sjálfbær,“ segir hún. Stjórnendur hafi rætt rekstur hússins til skamms tíma og til lengri tíma við fulltrúa eigenda. Svanhildur segir að búist hafi verið við að niðurstaðan yrði klár í apríl en yfirfasteignanefnd hafi fengið frest til loka júní. „Óvissan hefur því verið lengri en við höfðum búist við,“ segir Svanhildur. Auk þeirra 700 milljóna sem ríki og Reykjavíkurborg hafa lagt húsinu til vegna rekstursins á árunum 2013-2016 hefur húsið fengið 4,9 milljarða frá eigendum frá árinu 2011 vegna fjármögnunar þess. Þrátt fyrir þetta nam taprekstur hússins frá árinu 2011 til 2015 rúmum 2,6 milljörðum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Sjá meira