Geta varað við næstu Suðurlandsskjálftum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. maí 2017 10:32 Jarðvísindamenn sáu fyrir tvo síðustu Suðurlandsskjálfta en töldu vísbendingarnar þá ekki nægilega öruggar til að senda út viðvörun. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur að með öflugu jarðváreftirliti verði hægt að senda út viðvörum til almennings áður en næsti Suðurlandsskjálfti brestur á, sem hann varar við að geti orðið á næstu árum. Rætt var við Ragnar í fréttaskýringu á Stöð 2, sem sjá má hér að ofan. Þeir sem upplifðu Suðurlandsskjálftana árið 2000 og 2008 gleyma seint þeim ógnvænlegu atburðum en mildi þykir að þá skyldi ekki hafa orðið manntjón. Myndirnir sem náðust í öryggismyndavélum í Hveragerði vorið 2008 gefa hugmynd um þá ógnarkrafta sem leysast úr læðingi í stórum jarðsskjálftum en sá var talinn um 6,2 stig. Suðurlandsskjálftanir árið 2000 mældust ívið sterkari, eða 6,5 og 6,6 stig, en allir ollu þeir töluverðu eignatjóni. Sautjándi júní skjálftinn árið 2000 átti upptök á sprungu sem liggur um Holt norður frá Hellu. Skjálftinn 21. júní átti upptök í sprungu um Hestfjall og skjálftinn árið 2008 í sprungu í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Suðurlandsvegur eftir skjálfta í júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Ragnar Stefánsson hefur í yfir fjörutíu ár verið helsti sérfræðingur þjóðarinnar í jarðskjálftum en hann vekur athygli á því að skjálftarnir þrír á síðasta áratug hafi aðeins leyst úr læðingi hluta þeirrar spennu sem safnast hafi upp í jarðskorpunni frá Suðurlandsskjálftahrinu fyrir rúmri öld. Jarðskjálfti sem varð við Árnes í Gnúpverjahreppi laugardaginn 6. maí síðastliðinn mældist 4,5 stig og var sá stærsti á Suðurlandsbrotabeltinu frá árinu 2008. Ragnar segir þann skjálfta áminningu um að þetta sé virkt svæði og mikil spenna sé enn í jarðskorpunni, sem fylgjast þurfi grannt með. Það þótti mildi að ekki yrði manntjón í skjálftunum árið 2000 en þá eyðilögðust hús og heilu steinveggirnir féllu. Sunnlendingar hafa ekki alltaf verið svo heppnir því í gegnum Íslandssöguna eru skráðar heimildir um að Suðurlandsskjálftar hafi kostað alls 98 mannslíf, síðast árið 1912, þegar eitt barn lést, og þar áður 1896, þegar þrír létust. Suðurlandsskjálftar hafa haft afgerandi áhrif á sögu landsins. Í Skálholti varð eyðilegging það mikil í skjálfta árið 1784 að ákveðið var að flytja biskupsstólinn til Reykjavíkur og einnig Skálholtsskóla, og skjálfti árið 1789 varð til þess að þinghald lagðist af á Þingvöllum og Alþingi var flutt til Reykjavíkur. Suðurlandsskjálftar áttu þannig stóran þátt í því að helstu mennta- og valdamiðstöðvar Íslands fluttust af Suðurlandi og Reykjavík byggðist upp sem höfuðborg. Í störfum sínum á Veðurstofunni hafði Ragnar forystu fyrir rannsóknum og uppbyggingu mælanets í því skyni að hægt yrði að gefa út viðvaranir um stóra jarðskjálfta. Ragnar telur sig þegar geta sagt til um að mestar líkur á næsta stóra skjálfta séu sitthvoru megin skjálftanna á síðasta áratug; búast megi við allt að sjö stiga skjálfta austar, í Rangárvallasýslu, og upp á allt að 6,5 stig vestar, á Bláfjallasvæðinu. Hann telur allar líkur á að hægt verði að vara við næsta Suðurlandsskjálfta en þá verði að halda áfram uppbyggingu kerfisins. Til þess þurfi að efla jarðskjálftarannsóknir og eftirlit. Tengdar fréttir Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Jarðskjálftinn við Árnes á laugardag sýnir að mikil spenna er til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu, segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. 8. maí 2017 20:15 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Jarðvísindamenn sáu fyrir tvo síðustu Suðurlandsskjálfta en töldu vísbendingarnar þá ekki nægilega öruggar til að senda út viðvörun. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur að með öflugu jarðváreftirliti verði hægt að senda út viðvörum til almennings áður en næsti Suðurlandsskjálfti brestur á, sem hann varar við að geti orðið á næstu árum. Rætt var við Ragnar í fréttaskýringu á Stöð 2, sem sjá má hér að ofan. Þeir sem upplifðu Suðurlandsskjálftana árið 2000 og 2008 gleyma seint þeim ógnvænlegu atburðum en mildi þykir að þá skyldi ekki hafa orðið manntjón. Myndirnir sem náðust í öryggismyndavélum í Hveragerði vorið 2008 gefa hugmynd um þá ógnarkrafta sem leysast úr læðingi í stórum jarðsskjálftum en sá var talinn um 6,2 stig. Suðurlandsskjálftanir árið 2000 mældust ívið sterkari, eða 6,5 og 6,6 stig, en allir ollu þeir töluverðu eignatjóni. Sautjándi júní skjálftinn árið 2000 átti upptök á sprungu sem liggur um Holt norður frá Hellu. Skjálftinn 21. júní átti upptök í sprungu um Hestfjall og skjálftinn árið 2008 í sprungu í Ölfusi, milli Hveragerðis og Selfoss. Suðurlandsvegur eftir skjálfta í júní árið 2000.Mynd/Stöð 2.Ragnar Stefánsson hefur í yfir fjörutíu ár verið helsti sérfræðingur þjóðarinnar í jarðskjálftum en hann vekur athygli á því að skjálftarnir þrír á síðasta áratug hafi aðeins leyst úr læðingi hluta þeirrar spennu sem safnast hafi upp í jarðskorpunni frá Suðurlandsskjálftahrinu fyrir rúmri öld. Jarðskjálfti sem varð við Árnes í Gnúpverjahreppi laugardaginn 6. maí síðastliðinn mældist 4,5 stig og var sá stærsti á Suðurlandsbrotabeltinu frá árinu 2008. Ragnar segir þann skjálfta áminningu um að þetta sé virkt svæði og mikil spenna sé enn í jarðskorpunni, sem fylgjast þurfi grannt með. Það þótti mildi að ekki yrði manntjón í skjálftunum árið 2000 en þá eyðilögðust hús og heilu steinveggirnir féllu. Sunnlendingar hafa ekki alltaf verið svo heppnir því í gegnum Íslandssöguna eru skráðar heimildir um að Suðurlandsskjálftar hafi kostað alls 98 mannslíf, síðast árið 1912, þegar eitt barn lést, og þar áður 1896, þegar þrír létust. Suðurlandsskjálftar hafa haft afgerandi áhrif á sögu landsins. Í Skálholti varð eyðilegging það mikil í skjálfta árið 1784 að ákveðið var að flytja biskupsstólinn til Reykjavíkur og einnig Skálholtsskóla, og skjálfti árið 1789 varð til þess að þinghald lagðist af á Þingvöllum og Alþingi var flutt til Reykjavíkur. Suðurlandsskjálftar áttu þannig stóran þátt í því að helstu mennta- og valdamiðstöðvar Íslands fluttust af Suðurlandi og Reykjavík byggðist upp sem höfuðborg. Í störfum sínum á Veðurstofunni hafði Ragnar forystu fyrir rannsóknum og uppbyggingu mælanets í því skyni að hægt yrði að gefa út viðvaranir um stóra jarðskjálfta. Ragnar telur sig þegar geta sagt til um að mestar líkur á næsta stóra skjálfta séu sitthvoru megin skjálftanna á síðasta áratug; búast megi við allt að sjö stiga skjálfta austar, í Rangárvallasýslu, og upp á allt að 6,5 stig vestar, á Bláfjallasvæðinu. Hann telur allar líkur á að hægt verði að vara við næsta Suðurlandsskjálfta en þá verði að halda áfram uppbyggingu kerfisins. Til þess þurfi að efla jarðskjálftarannsóknir og eftirlit.
Tengdar fréttir Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Jarðskjálftinn við Árnes á laugardag sýnir að mikil spenna er til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu, segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. 8. maí 2017 20:15 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Varar við sjö stiga skjálfta á Suðurlandi á næstu árum Jarðskjálftinn við Árnes á laugardag sýnir að mikil spenna er til staðar í Suðurlandsbrotabeltinu, segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. 8. maí 2017 20:15