Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2017 21:36 Frá slysstað. mynd/höskuldur birkir Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur, líkt og sjá má á myndskeiðinu neðst í fréttinni. Höskuldur Birkir Erlingsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Blönduósi, varð vitni að slysinu en hann var á frívakt þegar það varð. Hann þakkar fyrir að hafa getað fengið aðstoð sjúkraflutningamanna því fimm af sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi hafa sagt upp störfum vegna kjaramála. Hann hafi því verið afar áhyggjufullur um tíma.Sjá einnig:Sjúkraflutningamennirnir hætta í vikunni „Ég var þarna á mínum bíl á leið frá Reykjavík. Fyrir framan mig voru sex eða sjö jeppar í samfloti en þar voru allir erlendir ferðamenn,“ segir hann.Hefur líklega dottað Skyndilega hafi einn bíll úr hópnum tekið sveig til hægri með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar. „Ég sá bara þegar einn af jepplingunum, sem var sirka í miðjum hóp, tekur sig allt í einu út úr hópnum, sveigir til hægri og fer út af veginum. Þaðan fer hann ofan í hvilft, tekur flugið, yfir heimreiðina við sveitabæinn og endar úti í móa. Hann valt og endastakkst og endaði svo á toppnum og er mikið skemmdur,“ segir Höskuldur sem telur hugsanlegt að ökumaðurinn hafi dottað. Höskuldur segist hafa tekið stjórn á vettvangi um leið, hringt eftir aðstoð og reynt að róa hópinn. Fólkið hafi verið í miklu uppnámi en að aðeins einn úr hópnum hafi verið enskumælandi. Sá hafi því þurft að túlka allt. „Ég sinnti ökumanninum, reyndi að fá hann til þess að hreyfa sig ekki því hann var greinilega með höfuðmeiðsl. Ég hélt honum svo í skorðum, í kjöltunni á mér á meðan ég beið eftir sjúkraliði,” segir hann. Hann hafi þó óttast það versta, því bróðurpartur sjúkraflutningamanna í Austur-Húnavatnssýslu hefur sagt upp störfum vegna kjaramála. „Á meðan þessu stóð og allt var í gangi þá varð mér hugsað til þess að það var allt komið í voða með stöðu sjúkraflutningamanna og ég vissi ekki hvort þeir væru núna að hætta eða hvenær. Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki, hugsaði ég. Þetta mál hvílir á fólki eins og mara, enda reiðum við okkur á þetta fólk.”Bandarískur læknir og hjúkrunarkona Höskuldur segir það hafa verið mikinn létti þegar aðstoðin barst, og hversu fljótt hún barst. Bæði hafi sjúkraflutningamenn verið fljótir á vettvang sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Að auki hafi hann fengið aðstoð frá bandarískum hjónum; lækni og hjúkrunarkonu. Hins vegar segist hann vonast til þess að hægt verði að leysa mál sjúkraflutningamanna strax enda sé mikið í húfi. Höskuldur tók myndband af vettvangi, en það má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur, líkt og sjá má á myndskeiðinu neðst í fréttinni. Höskuldur Birkir Erlingsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Blönduósi, varð vitni að slysinu en hann var á frívakt þegar það varð. Hann þakkar fyrir að hafa getað fengið aðstoð sjúkraflutningamanna því fimm af sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi hafa sagt upp störfum vegna kjaramála. Hann hafi því verið afar áhyggjufullur um tíma.Sjá einnig:Sjúkraflutningamennirnir hætta í vikunni „Ég var þarna á mínum bíl á leið frá Reykjavík. Fyrir framan mig voru sex eða sjö jeppar í samfloti en þar voru allir erlendir ferðamenn,“ segir hann.Hefur líklega dottað Skyndilega hafi einn bíll úr hópnum tekið sveig til hægri með þeim afleiðingum að hann hafnaði utan vegar. „Ég sá bara þegar einn af jepplingunum, sem var sirka í miðjum hóp, tekur sig allt í einu út úr hópnum, sveigir til hægri og fer út af veginum. Þaðan fer hann ofan í hvilft, tekur flugið, yfir heimreiðina við sveitabæinn og endar úti í móa. Hann valt og endastakkst og endaði svo á toppnum og er mikið skemmdur,“ segir Höskuldur sem telur hugsanlegt að ökumaðurinn hafi dottað. Höskuldur segist hafa tekið stjórn á vettvangi um leið, hringt eftir aðstoð og reynt að róa hópinn. Fólkið hafi verið í miklu uppnámi en að aðeins einn úr hópnum hafi verið enskumælandi. Sá hafi því þurft að túlka allt. „Ég sinnti ökumanninum, reyndi að fá hann til þess að hreyfa sig ekki því hann var greinilega með höfuðmeiðsl. Ég hélt honum svo í skorðum, í kjöltunni á mér á meðan ég beið eftir sjúkraliði,” segir hann. Hann hafi þó óttast það versta, því bróðurpartur sjúkraflutningamanna í Austur-Húnavatnssýslu hefur sagt upp störfum vegna kjaramála. „Á meðan þessu stóð og allt var í gangi þá varð mér hugsað til þess að það var allt komið í voða með stöðu sjúkraflutningamanna og ég vissi ekki hvort þeir væru núna að hætta eða hvenær. Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki, hugsaði ég. Þetta mál hvílir á fólki eins og mara, enda reiðum við okkur á þetta fólk.”Bandarískur læknir og hjúkrunarkona Höskuldur segir það hafa verið mikinn létti þegar aðstoðin barst, og hversu fljótt hún barst. Bæði hafi sjúkraflutningamenn verið fljótir á vettvang sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. Að auki hafi hann fengið aðstoð frá bandarískum hjónum; lækni og hjúkrunarkonu. Hins vegar segist hann vonast til þess að hægt verði að leysa mál sjúkraflutningamanna strax enda sé mikið í húfi. Höskuldur tók myndband af vettvangi, en það má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sjá meira
Sjúkraflutningamennirnir á Blönduósi hætta í vikunni Nær engin hreyfing á málinu frá því sjúkraflutningamenn á Blönsuósi sögðu upp í apríl 15. maí 2017 19:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent