WOW air flýgur til Tel Aviv í Ísrael Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2017 09:57 Yisrael Katz samgönguráðherra Ísrael og Skúli Mogensen, forstjóri WOW. WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. september. Sala flugsæta hefst á morgun en mikill áhugi er fyrir þessari nýju flugleið, bæði frá Ísrael, Bandaríkjunum og Kanada að því er fram kemur í tilkynningu frá WOW. Flugtíminn frá Íslandi til Tel Aviv er í kringum sjö klukkustundir. Flogið verður í glænýrri Airbus A321neo flugvél fjórum sinnum í viku, á þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum en þess má geta að þetta er fyrsta vél sinnar tegundar sem flogið er í Evrópu. „Aldrei fyrr hefur verið boðið upp á beint áætlunarflug til Ísrael frá Íslandi og það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu. Ísrael er land mikillar menningar og það fá farþegar okkar að upplifa á frábærum verðum, í glænýjum flugvélum,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW air. Tel Aviv er næst stærsta borg Ísrael og státar af fögrum ströndum og iðandi mannlífi. Þaðan er hægt að fara í dagsferðir á merka staði á borð við Dauðahafið, Jerúsalem og Bethlehem. Loftslagið í Ísrael er hlýtt og milt en meðalhiti þar allt árið um kring er um 20 gráður. Ágúst mánuðurinn er almennt sá hlýjasti þar sem meðalhitinn getur farið upp í 30 gráður. „Við bjóðum WOW air velkomið til Ísrael en við höfum lagt mikla áherslu á að fjölga flugleiðum til Ísrael. Ég er viss um að þessi nýja leið muni leiða til aukningar á ferðamönnum til Ísrael frá Íslandi, Bandaríkjunum og Kanada sem er í takt við þá þróun sem við höfum séð síðastliðna mánuði,“ segir Yariv Levin ferðamálaráðherra Ísraels. Árið 2016, þá flugu rúmlega 2.8 milljón farþegar á milli Ísrael og Norður Ameríku. Með því að tengja Tel Aviv við leiðarkerfi WOW air til Norður Ameríku þá mun staða Keflarvíkurflugvallar sem tengistöð fyrir farþega sem ferðast á milli Evrópu, Asíu og Norður Ameríku styrkjast. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
WOW air mun hefja áætlunarflug til Tel Aviv í Ísrael þann 12. september. Sala flugsæta hefst á morgun en mikill áhugi er fyrir þessari nýju flugleið, bæði frá Ísrael, Bandaríkjunum og Kanada að því er fram kemur í tilkynningu frá WOW. Flugtíminn frá Íslandi til Tel Aviv er í kringum sjö klukkustundir. Flogið verður í glænýrri Airbus A321neo flugvél fjórum sinnum í viku, á þriðjudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum en þess má geta að þetta er fyrsta vél sinnar tegundar sem flogið er í Evrópu. „Aldrei fyrr hefur verið boðið upp á beint áætlunarflug til Ísrael frá Íslandi og það er gaman að geta átt þátt í því að marka tímamót í íslenskri flugsögu. Ísrael er land mikillar menningar og það fá farþegar okkar að upplifa á frábærum verðum, í glænýjum flugvélum,“ segir Skúli Mogensen forstjóri og eigandi WOW air. Tel Aviv er næst stærsta borg Ísrael og státar af fögrum ströndum og iðandi mannlífi. Þaðan er hægt að fara í dagsferðir á merka staði á borð við Dauðahafið, Jerúsalem og Bethlehem. Loftslagið í Ísrael er hlýtt og milt en meðalhiti þar allt árið um kring er um 20 gráður. Ágúst mánuðurinn er almennt sá hlýjasti þar sem meðalhitinn getur farið upp í 30 gráður. „Við bjóðum WOW air velkomið til Ísrael en við höfum lagt mikla áherslu á að fjölga flugleiðum til Ísrael. Ég er viss um að þessi nýja leið muni leiða til aukningar á ferðamönnum til Ísrael frá Íslandi, Bandaríkjunum og Kanada sem er í takt við þá þróun sem við höfum séð síðastliðna mánuði,“ segir Yariv Levin ferðamálaráðherra Ísraels. Árið 2016, þá flugu rúmlega 2.8 milljón farþegar á milli Ísrael og Norður Ameríku. Með því að tengja Tel Aviv við leiðarkerfi WOW air til Norður Ameríku þá mun staða Keflarvíkurflugvallar sem tengistöð fyrir farþega sem ferðast á milli Evrópu, Asíu og Norður Ameríku styrkjast.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira