Búast við fleiri tölvuárásum á morgun Hulda Hólmkelsdóttir og Höskuldur Kári Schram skrifa 14. maí 2017 20:43 Sérfræðingar víða um heim búast fastlega við því að fleiri tölvuárásir verði gerðar á morgun þegar fólk mætir til vinnu. Árásin sem hófst á föstudag hefur þegar náð til 200þúsund tölva í rúmlega 150 löndum og er ein sú viðamesta í sögunni. Vírusinn sem notaður er í árásinni læsir tölvum notenda og getur fólk einungis opnað þær á ný með því að greiða tölvuþrjótunum lausnargjald. Vírusinn nýtir sér veikleika í Windows stýrikerfum, en sérfræðingar hafa sagt að tölvur sem eru uppfærðar reglulega og með nýjustu vírusvarnir eigi ekki að vera í hættu. Tölvukerfi í Bretlandi og Rússlandi urðu verst úti í árásinni á föstudag og sums staðar hafði þetta áhrif á starfsemi spítala. Europol og bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsaka nú málið en margt bendir til þess að árásin hafi verið skipulögð af mörgum tölvuþrjótum. Margir óttast frekari árásir á morgun þegar fólk mætir til vinnu eftir helgarfrí. Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunnar, segir að ein tilkynning hafi borist þar sem um slíka árás gæti verið að ræða. „Við höfum fengið eina tilkynningu sem gæti verið svona árás. Hún kom núna seinni partinn. Við eigum eftir að staðfesta hvers lags er og það verður gert í framhaldinu,“ segir Hrafnkell. „Ég mæli nú ekki með því að við sleppum því alfarið að kveikja á tölvunum en það eru ákveðnar aðgerðir sem ég myndi mæla með að væru gerðar. Þessi vírus dreifir sér með tvennum hætti. Annars vegar á klassískan hátt, með tölvupósti og linkum sem fólk smellir á. Þannig að fólk þarf að vera sérstaklega varkárt á morgun að smella ekki á neitt slíkt sem kemur inn til stofnunarinnar þeirra eða heim til þeirra nema það hreinlega búist við því að fá slíka linka eða viðhengi. Það er þannig að maður getur ekki endilega treyst því, þótt maður þekki sendandann, að það sé frá viðkomandi því það er mjög auðvelt að falsa tölvupóst,“ segir hann og bætir við að allar viðvaranir eigi við um almenning jafnt sem stofnanir og fyrirtæki. „Nú við mælum með því að uppfæra og setja öryggisuppfærslur á tölvur. Við teljum að það sé gríðarlega mikilvægt að það sé gert og við mælum með því að það sé gert áður en menn opna vafra eða tölvupóst hjá fyrirtækjum eða stofnunum. Að sjálfsögðu á það við allan almenning líka. Ég geri ráð fyrir því að fyrirtæki og stofnanir almennt taki öryggisafrit og brýni menn enn frekar til dáða hvað það varðar. Ég segi bara við alla einstaklinga: takið afrit, núna strax og geymið það ótengt tölvunni þannig ef að eitthvað áfall verður hjá ykkur þá eigið þið allavega gögnin ykkar.“ Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Sérfræðingar víða um heim búast fastlega við því að fleiri tölvuárásir verði gerðar á morgun þegar fólk mætir til vinnu. Árásin sem hófst á föstudag hefur þegar náð til 200þúsund tölva í rúmlega 150 löndum og er ein sú viðamesta í sögunni. Vírusinn sem notaður er í árásinni læsir tölvum notenda og getur fólk einungis opnað þær á ný með því að greiða tölvuþrjótunum lausnargjald. Vírusinn nýtir sér veikleika í Windows stýrikerfum, en sérfræðingar hafa sagt að tölvur sem eru uppfærðar reglulega og með nýjustu vírusvarnir eigi ekki að vera í hættu. Tölvukerfi í Bretlandi og Rússlandi urðu verst úti í árásinni á föstudag og sums staðar hafði þetta áhrif á starfsemi spítala. Europol og bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsaka nú málið en margt bendir til þess að árásin hafi verið skipulögð af mörgum tölvuþrjótum. Margir óttast frekari árásir á morgun þegar fólk mætir til vinnu eftir helgarfrí. Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunnar, segir að ein tilkynning hafi borist þar sem um slíka árás gæti verið að ræða. „Við höfum fengið eina tilkynningu sem gæti verið svona árás. Hún kom núna seinni partinn. Við eigum eftir að staðfesta hvers lags er og það verður gert í framhaldinu,“ segir Hrafnkell. „Ég mæli nú ekki með því að við sleppum því alfarið að kveikja á tölvunum en það eru ákveðnar aðgerðir sem ég myndi mæla með að væru gerðar. Þessi vírus dreifir sér með tvennum hætti. Annars vegar á klassískan hátt, með tölvupósti og linkum sem fólk smellir á. Þannig að fólk þarf að vera sérstaklega varkárt á morgun að smella ekki á neitt slíkt sem kemur inn til stofnunarinnar þeirra eða heim til þeirra nema það hreinlega búist við því að fá slíka linka eða viðhengi. Það er þannig að maður getur ekki endilega treyst því, þótt maður þekki sendandann, að það sé frá viðkomandi því það er mjög auðvelt að falsa tölvupóst,“ segir hann og bætir við að allar viðvaranir eigi við um almenning jafnt sem stofnanir og fyrirtæki. „Nú við mælum með því að uppfæra og setja öryggisuppfærslur á tölvur. Við teljum að það sé gríðarlega mikilvægt að það sé gert og við mælum með því að það sé gert áður en menn opna vafra eða tölvupóst hjá fyrirtækjum eða stofnunum. Að sjálfsögðu á það við allan almenning líka. Ég geri ráð fyrir því að fyrirtæki og stofnanir almennt taki öryggisafrit og brýni menn enn frekar til dáða hvað það varðar. Ég segi bara við alla einstaklinga: takið afrit, núna strax og geymið það ótengt tölvunni þannig ef að eitthvað áfall verður hjá ykkur þá eigið þið allavega gögnin ykkar.“
Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00
Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30
Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25
Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00