Búast við fleiri tölvuárásum á morgun Hulda Hólmkelsdóttir og Höskuldur Kári Schram skrifa 14. maí 2017 20:43 Sérfræðingar víða um heim búast fastlega við því að fleiri tölvuárásir verði gerðar á morgun þegar fólk mætir til vinnu. Árásin sem hófst á föstudag hefur þegar náð til 200þúsund tölva í rúmlega 150 löndum og er ein sú viðamesta í sögunni. Vírusinn sem notaður er í árásinni læsir tölvum notenda og getur fólk einungis opnað þær á ný með því að greiða tölvuþrjótunum lausnargjald. Vírusinn nýtir sér veikleika í Windows stýrikerfum, en sérfræðingar hafa sagt að tölvur sem eru uppfærðar reglulega og með nýjustu vírusvarnir eigi ekki að vera í hættu. Tölvukerfi í Bretlandi og Rússlandi urðu verst úti í árásinni á föstudag og sums staðar hafði þetta áhrif á starfsemi spítala. Europol og bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsaka nú málið en margt bendir til þess að árásin hafi verið skipulögð af mörgum tölvuþrjótum. Margir óttast frekari árásir á morgun þegar fólk mætir til vinnu eftir helgarfrí. Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunnar, segir að ein tilkynning hafi borist þar sem um slíka árás gæti verið að ræða. „Við höfum fengið eina tilkynningu sem gæti verið svona árás. Hún kom núna seinni partinn. Við eigum eftir að staðfesta hvers lags er og það verður gert í framhaldinu,“ segir Hrafnkell. „Ég mæli nú ekki með því að við sleppum því alfarið að kveikja á tölvunum en það eru ákveðnar aðgerðir sem ég myndi mæla með að væru gerðar. Þessi vírus dreifir sér með tvennum hætti. Annars vegar á klassískan hátt, með tölvupósti og linkum sem fólk smellir á. Þannig að fólk þarf að vera sérstaklega varkárt á morgun að smella ekki á neitt slíkt sem kemur inn til stofnunarinnar þeirra eða heim til þeirra nema það hreinlega búist við því að fá slíka linka eða viðhengi. Það er þannig að maður getur ekki endilega treyst því, þótt maður þekki sendandann, að það sé frá viðkomandi því það er mjög auðvelt að falsa tölvupóst,“ segir hann og bætir við að allar viðvaranir eigi við um almenning jafnt sem stofnanir og fyrirtæki. „Nú við mælum með því að uppfæra og setja öryggisuppfærslur á tölvur. Við teljum að það sé gríðarlega mikilvægt að það sé gert og við mælum með því að það sé gert áður en menn opna vafra eða tölvupóst hjá fyrirtækjum eða stofnunum. Að sjálfsögðu á það við allan almenning líka. Ég geri ráð fyrir því að fyrirtæki og stofnanir almennt taki öryggisafrit og brýni menn enn frekar til dáða hvað það varðar. Ég segi bara við alla einstaklinga: takið afrit, núna strax og geymið það ótengt tölvunni þannig ef að eitthvað áfall verður hjá ykkur þá eigið þið allavega gögnin ykkar.“ Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Sérfræðingar víða um heim búast fastlega við því að fleiri tölvuárásir verði gerðar á morgun þegar fólk mætir til vinnu. Árásin sem hófst á föstudag hefur þegar náð til 200þúsund tölva í rúmlega 150 löndum og er ein sú viðamesta í sögunni. Vírusinn sem notaður er í árásinni læsir tölvum notenda og getur fólk einungis opnað þær á ný með því að greiða tölvuþrjótunum lausnargjald. Vírusinn nýtir sér veikleika í Windows stýrikerfum, en sérfræðingar hafa sagt að tölvur sem eru uppfærðar reglulega og með nýjustu vírusvarnir eigi ekki að vera í hættu. Tölvukerfi í Bretlandi og Rússlandi urðu verst úti í árásinni á föstudag og sums staðar hafði þetta áhrif á starfsemi spítala. Europol og bandaríska alríkislögreglan, FBI, rannsaka nú málið en margt bendir til þess að árásin hafi verið skipulögð af mörgum tölvuþrjótum. Margir óttast frekari árásir á morgun þegar fólk mætir til vinnu eftir helgarfrí. Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunnar, segir að ein tilkynning hafi borist þar sem um slíka árás gæti verið að ræða. „Við höfum fengið eina tilkynningu sem gæti verið svona árás. Hún kom núna seinni partinn. Við eigum eftir að staðfesta hvers lags er og það verður gert í framhaldinu,“ segir Hrafnkell. „Ég mæli nú ekki með því að við sleppum því alfarið að kveikja á tölvunum en það eru ákveðnar aðgerðir sem ég myndi mæla með að væru gerðar. Þessi vírus dreifir sér með tvennum hætti. Annars vegar á klassískan hátt, með tölvupósti og linkum sem fólk smellir á. Þannig að fólk þarf að vera sérstaklega varkárt á morgun að smella ekki á neitt slíkt sem kemur inn til stofnunarinnar þeirra eða heim til þeirra nema það hreinlega búist við því að fá slíka linka eða viðhengi. Það er þannig að maður getur ekki endilega treyst því, þótt maður þekki sendandann, að það sé frá viðkomandi því það er mjög auðvelt að falsa tölvupóst,“ segir hann og bætir við að allar viðvaranir eigi við um almenning jafnt sem stofnanir og fyrirtæki. „Nú við mælum með því að uppfæra og setja öryggisuppfærslur á tölvur. Við teljum að það sé gríðarlega mikilvægt að það sé gert og við mælum með því að það sé gert áður en menn opna vafra eða tölvupóst hjá fyrirtækjum eða stofnunum. Að sjálfsögðu á það við allan almenning líka. Ég geri ráð fyrir því að fyrirtæki og stofnanir almennt taki öryggisafrit og brýni menn enn frekar til dáða hvað það varðar. Ég segi bara við alla einstaklinga: takið afrit, núna strax og geymið það ótengt tölvunni þannig ef að eitthvað áfall verður hjá ykkur þá eigið þið allavega gögnin ykkar.“
Tengdar fréttir Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00 Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30 Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Svona á að bregðast við tölvuárás Póst og fjarskiptastofnun hefur gefið út tilkynningu vegna tölvuárásanna. 14. maí 2017 17:00
Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. 14. maí 2017 13:30
Hugsanlegt að netárásir hafi verið gerðar hérlendis Vísbendingar eru um að netárásir hafi verið gerðar hér á landi síðastliðna daga, segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. 14. maí 2017 15:25
Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00