Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2017 13:30 Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar. VÍSIR/VILHELM Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. Óttast er að það muni koma í ljós á næstu dögum að umfangið sé mun meira. Ekki er vitað til að netárás hafi orðið á Íslandi en forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar telur ólíklegt að Ísland sleppi. Yfir eitt hundrað þúsund álagsárásir eru gerðar á Íslandi á ári hverju. Stjórnandi hjá Europol hefur tjáð sig um tölvuárásina, til að mynda á fréttavef BBC, og segir allar líkur á því að ógnin fari vaxandi. Öryggissérfræðingar hafa varað við því að önnur árás sé yfirvofandi og gæti verið óstöðvandi. Tölvuárásin sem hófst á föstudagsmorgun hefur haft mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim eða í 150 löndum, þar með talið nágrannalöndum okkar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur engin tilkynning um árás borist til netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V Gíslason, forstjóri stofnunarinnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að honum þætti afar ólíklegt að Ísland sleppi við árás. Það gæti verið að fólk tilkynni ekki um árásina eða að það hafi ekki uppgötvað árásina, sérstaklega ekki á stofnunum og fyrirtækjum sem eru lokuð yfir helgina. Hrafnkell tekur undir að mikið sé um tölvuárásir, þeim fari fjölgandi og engin ástæða sé til að ætla að það sé minna um það hér á landi. „Á fundi hjá skýrslutæknifélagsins fyrir jól var fjallað um álagsárásir. Þar kom fram að yfir eitt hundruð þúsund árásir séu gerðar á ári á tölvur á Íslandi.” Verið er að efla íslensku netöryggissveitina. Mun hún bráðlega flytja í sama húsnæði og rannsóknarlögreglan til að nýta betur mannafla og tækjakost. Einnig er verið að vinna að því að innleiða nýja netöryggistilskipun Evrópusambandins. Þá verður tekið á netöryggismálum með mun víðtækari hætti, en í dag takmarkast gæslan við fjarskipti og er eingöngu öryggisvakt á virkum dögum. „Í þessari tilskipun er horft á heilbrigðisgeirann, fjármálageirann, það er horft á orkugeirann, stafræna innviði og samgöngur. Þannig að það verða miklu fleiri sem falla undir þau viðbrögð sem hið opinbera á að beita sér fyrir varðandi netöryggi. Auk þess á að tryggja að það sé starfsemi alla daga ársins, allan sólarhringinn, svo það sé hægt að bregðast við strax og eitthvað kemur upp.” Tengdar fréttir Alþjóðlega tölvuárásin nær til 150 landa Yfirmaður Europol hefur nú staðfest að tölur yfir sýktar tölvur nái 200 þúsund og heldur talan áfram að rísa. 14. maí 2017 11:02 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. Óttast er að það muni koma í ljós á næstu dögum að umfangið sé mun meira. Ekki er vitað til að netárás hafi orðið á Íslandi en forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar telur ólíklegt að Ísland sleppi. Yfir eitt hundrað þúsund álagsárásir eru gerðar á Íslandi á ári hverju. Stjórnandi hjá Europol hefur tjáð sig um tölvuárásina, til að mynda á fréttavef BBC, og segir allar líkur á því að ógnin fari vaxandi. Öryggissérfræðingar hafa varað við því að önnur árás sé yfirvofandi og gæti verið óstöðvandi. Tölvuárásin sem hófst á föstudagsmorgun hefur haft mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim eða í 150 löndum, þar með talið nágrannalöndum okkar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur engin tilkynning um árás borist til netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V Gíslason, forstjóri stofnunarinnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að honum þætti afar ólíklegt að Ísland sleppi við árás. Það gæti verið að fólk tilkynni ekki um árásina eða að það hafi ekki uppgötvað árásina, sérstaklega ekki á stofnunum og fyrirtækjum sem eru lokuð yfir helgina. Hrafnkell tekur undir að mikið sé um tölvuárásir, þeim fari fjölgandi og engin ástæða sé til að ætla að það sé minna um það hér á landi. „Á fundi hjá skýrslutæknifélagsins fyrir jól var fjallað um álagsárásir. Þar kom fram að yfir eitt hundruð þúsund árásir séu gerðar á ári á tölvur á Íslandi.” Verið er að efla íslensku netöryggissveitina. Mun hún bráðlega flytja í sama húsnæði og rannsóknarlögreglan til að nýta betur mannafla og tækjakost. Einnig er verið að vinna að því að innleiða nýja netöryggistilskipun Evrópusambandins. Þá verður tekið á netöryggismálum með mun víðtækari hætti, en í dag takmarkast gæslan við fjarskipti og er eingöngu öryggisvakt á virkum dögum. „Í þessari tilskipun er horft á heilbrigðisgeirann, fjármálageirann, það er horft á orkugeirann, stafræna innviði og samgöngur. Þannig að það verða miklu fleiri sem falla undir þau viðbrögð sem hið opinbera á að beita sér fyrir varðandi netöryggi. Auk þess á að tryggja að það sé starfsemi alla daga ársins, allan sólarhringinn, svo það sé hægt að bregðast við strax og eitthvað kemur upp.”
Tengdar fréttir Alþjóðlega tölvuárásin nær til 150 landa Yfirmaður Europol hefur nú staðfest að tölur yfir sýktar tölvur nái 200 þúsund og heldur talan áfram að rísa. 14. maí 2017 11:02 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Alþjóðlega tölvuárásin nær til 150 landa Yfirmaður Europol hefur nú staðfest að tölur yfir sýktar tölvur nái 200 þúsund og heldur talan áfram að rísa. 14. maí 2017 11:02
Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00