Lífið

Múnari fjarlægður af sviðinu í Kænugarði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn múnaði alla Evrópu.
Maðurinn múnaði alla Evrópu. Vísir/Skjáskot
Áhorfandi í tónleikahöllinni í Kænugarði í Úkraínu, þar sem Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer nú fram, stökk upp á svið og „múnaði“ framan í alla Evrópu nú rétt í þessu.

Maðurinn, sem hafði vafið ástralska fánanum utan um sig, fór upp á sviðið þegar Jamala, hinn úkraínski sigurvegari söngvakeppninnar í fyrra, flutti lag sitt. Hann gyrti að því búnu niður um sig og sýndi myndavélunum berar rasskinar sínar.

„Rasskinnarnar eru jafnvel betri en hinir kynnarnir,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson, sem lýsir keppninni fyrir íslenskum áhorfendum, um atvikið.

Hér má sjá múnarann athafna sig á sviðinu í Kænugarði:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.