Fjármálaráðherra boðar aðgerðir gegn skattundanskotum Höskuldur Kári Schram skrifar 13. maí 2017 20:48 Fjármálaráðherra segir að þær upplýsingar sem koma fram í gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sýni að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. 34 mál hafa verið tekin til rannsóknar en skattundanskotin gætu hlaupið á mörgum milljónum króna. Ráðherra boðar frekari rannsóknir.Umfangsmikil brot Íslenska ríkið keypti gögnin frá fyrrverandi starfsmanni HSBC-bankans í Sviss fyrir 37 milljónir króna árið 2015. Skattrannsóknarstjóri hefur haft málið til rannsóknar síðan þá. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði fjármálaráðherra út í stöðu málsins í skriflegri fyrirspurn á alþingi. Í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, kemur meðal annars fram að í gögnunum megi finna upplýsingar um 349 Íslendinga og 61 aflandsfélag með íslenska kennitölu. Alls hafa 34 mál verið tekin til formlegrar rannsóknar vegna gruns um skattalagabrot og þar af hefur tveimur verið vísað til héraðssaksóknara. Ljóst er að umfang brotanna gæti hlaupið á mörghundruð milljónum króna. Kaupin á skjölunum réttlætanleg Fjármálaráðherra segir að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. „Menn fóru í gegnum það hvort það væri siðlegt að kaupa stolin gögn en þarna eru það stolin gögn um menn sem voru að stela undan skatti, í einhverjum tilvikum að minnsta kosti, þannig að ég held að það hafi verið réttlætanlegt.“ Þá sagði hann einnig að ekki mætti „gleyma því að það eru ýmsar upplýsingar sem koma fram í Panamaskjölunum sem skattrannsóknarstjóri er að rannsaka“ og að málin gætu orðið fleiri. Reynt að koma í veg fyrir frekari undanskot Tveir starfshópar á vegum ráðherra hafa undanfarið verið að skoða leiðir til að koma í veg fyrir aðrar tegundir skattundanskota, meðal annars í ferðaþjónustunni. Ráðherra á von á því að hóparnir skili niðurstöðum á næstu vikum. „Við erum líka komin í samband við AirBnB þar sem eru um það bil 6000 íslenskir aðilar og þeir hafa ekki allir skráð sig. Þannig að ég hvet alla til að drífa í sig í það svo þeir lendi ekki í því að skattayfirvöld fari að banka upp á.“ Að sögn ráðherra er nú auk þess í gangi sérstakt átak, til þess gert að taka á móti erlendum rútufyrirtækjum. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að þær upplýsingar sem koma fram í gögnum um eignir Íslendinga í skattaskjólum sýni að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. 34 mál hafa verið tekin til rannsóknar en skattundanskotin gætu hlaupið á mörgum milljónum króna. Ráðherra boðar frekari rannsóknir.Umfangsmikil brot Íslenska ríkið keypti gögnin frá fyrrverandi starfsmanni HSBC-bankans í Sviss fyrir 37 milljónir króna árið 2015. Skattrannsóknarstjóri hefur haft málið til rannsóknar síðan þá. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði fjármálaráðherra út í stöðu málsins í skriflegri fyrirspurn á alþingi. Í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, kemur meðal annars fram að í gögnunum megi finna upplýsingar um 349 Íslendinga og 61 aflandsfélag með íslenska kennitölu. Alls hafa 34 mál verið tekin til formlegrar rannsóknar vegna gruns um skattalagabrot og þar af hefur tveimur verið vísað til héraðssaksóknara. Ljóst er að umfang brotanna gæti hlaupið á mörghundruð milljónum króna. Kaupin á skjölunum réttlætanleg Fjármálaráðherra segir að það hafi verið rétt ákvörðun að kaupa gögnin á sínum tíma. „Menn fóru í gegnum það hvort það væri siðlegt að kaupa stolin gögn en þarna eru það stolin gögn um menn sem voru að stela undan skatti, í einhverjum tilvikum að minnsta kosti, þannig að ég held að það hafi verið réttlætanlegt.“ Þá sagði hann einnig að ekki mætti „gleyma því að það eru ýmsar upplýsingar sem koma fram í Panamaskjölunum sem skattrannsóknarstjóri er að rannsaka“ og að málin gætu orðið fleiri. Reynt að koma í veg fyrir frekari undanskot Tveir starfshópar á vegum ráðherra hafa undanfarið verið að skoða leiðir til að koma í veg fyrir aðrar tegundir skattundanskota, meðal annars í ferðaþjónustunni. Ráðherra á von á því að hóparnir skili niðurstöðum á næstu vikum. „Við erum líka komin í samband við AirBnB þar sem eru um það bil 6000 íslenskir aðilar og þeir hafa ekki allir skráð sig. Þannig að ég hvet alla til að drífa í sig í það svo þeir lendi ekki í því að skattayfirvöld fari að banka upp á.“ Að sögn ráðherra er nú auk þess í gangi sérstakt átak, til þess gert að taka á móti erlendum rútufyrirtækjum.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira