Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. maí 2017 20:00 Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. Ítarlega var rætt við John Snorra Sigurjónsson, 38 ára göngugarp, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum, en hann ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Fjallið er annað hæsta fjall heims eða 8611 metrar.Þar er ein hæsta dánartíðni fjallgöngumanna en á móti hverjum fjórum sem ná tindinum lætur einn lífið. Fleiri hafa flogið útí geim en staðið á toppi fjallsins sem er talið vera það erfiðasta í heimi. Aðeins hafa um 230 manns náð toppnum á 49 árum vegna aðstæðna. Til samanburðar hafa rúmlega 3500 fjallgöngumenn komist á Everest á nærri jafnlöngum tíma. John Snorri er nú staddur í Nepal í grunnbúðum Everest en hann ætlar að ganga fjallið Lhotse sem undirbúning fyrir K2. Síðustu vikur hefur hann verið í grunnbúðum og beðið eftir að fá að leggja af stað upp Lhotse, sem er fjórða hæsta fjalla heims, og mun sá leiðangur taka 55 daga.Kvikmyndagerðarmaðurinn, Kári G. Schram, er með í för en hann vinnur að undirbúningi að gerð heimildarmyndar um ferðina á K2. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal við John Snorra. John mun fara sömu leið og farin er á Everest nema síðasta legginn en þá liggur leiðin til hægri frá búðum þrjú en þeir sem fara til Everest fara til vinstri. Í júní er leiðinni svo haldið áfram til Pakistan að K2 og hefst þá tveggja mánaða leiðangur upp fjallið og ætlar John Snorri að leyfa fréttastofu að fylgjast með. Fjallamennska Nepal Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. Ítarlega var rætt við John Snorra Sigurjónsson, 38 ára göngugarp, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum, en hann ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Fjallið er annað hæsta fjall heims eða 8611 metrar.Þar er ein hæsta dánartíðni fjallgöngumanna en á móti hverjum fjórum sem ná tindinum lætur einn lífið. Fleiri hafa flogið útí geim en staðið á toppi fjallsins sem er talið vera það erfiðasta í heimi. Aðeins hafa um 230 manns náð toppnum á 49 árum vegna aðstæðna. Til samanburðar hafa rúmlega 3500 fjallgöngumenn komist á Everest á nærri jafnlöngum tíma. John Snorri er nú staddur í Nepal í grunnbúðum Everest en hann ætlar að ganga fjallið Lhotse sem undirbúning fyrir K2. Síðustu vikur hefur hann verið í grunnbúðum og beðið eftir að fá að leggja af stað upp Lhotse, sem er fjórða hæsta fjalla heims, og mun sá leiðangur taka 55 daga.Kvikmyndagerðarmaðurinn, Kári G. Schram, er með í för en hann vinnur að undirbúningi að gerð heimildarmyndar um ferðina á K2. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal við John Snorra. John mun fara sömu leið og farin er á Everest nema síðasta legginn en þá liggur leiðin til hægri frá búðum þrjú en þeir sem fara til Everest fara til vinstri. Í júní er leiðinni svo haldið áfram til Pakistan að K2 og hefst þá tveggja mánaða leiðangur upp fjallið og ætlar John Snorri að leyfa fréttastofu að fylgjast með.
Fjallamennska Nepal Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira