Fyrsti Íslendingurinn sem fer á K2 lagður af stað í undirbúningsferð á Lhotse Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. maí 2017 20:00 Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. Ítarlega var rætt við John Snorra Sigurjónsson, 38 ára göngugarp, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum, en hann ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Fjallið er annað hæsta fjall heims eða 8611 metrar.Þar er ein hæsta dánartíðni fjallgöngumanna en á móti hverjum fjórum sem ná tindinum lætur einn lífið. Fleiri hafa flogið útí geim en staðið á toppi fjallsins sem er talið vera það erfiðasta í heimi. Aðeins hafa um 230 manns náð toppnum á 49 árum vegna aðstæðna. Til samanburðar hafa rúmlega 3500 fjallgöngumenn komist á Everest á nærri jafnlöngum tíma. John Snorri er nú staddur í Nepal í grunnbúðum Everest en hann ætlar að ganga fjallið Lhotse sem undirbúning fyrir K2. Síðustu vikur hefur hann verið í grunnbúðum og beðið eftir að fá að leggja af stað upp Lhotse, sem er fjórða hæsta fjalla heims, og mun sá leiðangur taka 55 daga.Kvikmyndagerðarmaðurinn, Kári G. Schram, er með í för en hann vinnur að undirbúningi að gerð heimildarmyndar um ferðina á K2. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal við John Snorra. John mun fara sömu leið og farin er á Everest nema síðasta legginn en þá liggur leiðin til hægri frá búðum þrjú en þeir sem fara til Everest fara til vinstri. Í júní er leiðinni svo haldið áfram til Pakistan að K2 og hefst þá tveggja mánaða leiðangur upp fjallið og ætlar John Snorri að leyfa fréttastofu að fylgjast með. Fjallamennska Nepal Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Göngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2, er lagður af stað í undirbúningsferð upp fjallið Lhotse í Nepal en hann mun einnig verða fyrsti Íslendingurinn til að toppa það. Hann hefur verið í grunnbúðunum í tæpan mánuð og segir biðina erfiða. Ítarlega var rætt við John Snorra Sigurjónsson, 38 ára göngugarp, í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum, en hann ætlar að verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa K2. Fjallið er annað hæsta fjall heims eða 8611 metrar.Þar er ein hæsta dánartíðni fjallgöngumanna en á móti hverjum fjórum sem ná tindinum lætur einn lífið. Fleiri hafa flogið útí geim en staðið á toppi fjallsins sem er talið vera það erfiðasta í heimi. Aðeins hafa um 230 manns náð toppnum á 49 árum vegna aðstæðna. Til samanburðar hafa rúmlega 3500 fjallgöngumenn komist á Everest á nærri jafnlöngum tíma. John Snorri er nú staddur í Nepal í grunnbúðum Everest en hann ætlar að ganga fjallið Lhotse sem undirbúning fyrir K2. Síðustu vikur hefur hann verið í grunnbúðum og beðið eftir að fá að leggja af stað upp Lhotse, sem er fjórða hæsta fjalla heims, og mun sá leiðangur taka 55 daga.Kvikmyndagerðarmaðurinn, Kári G. Schram, er með í för en hann vinnur að undirbúningi að gerð heimildarmyndar um ferðina á K2. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal við John Snorra. John mun fara sömu leið og farin er á Everest nema síðasta legginn en þá liggur leiðin til hægri frá búðum þrjú en þeir sem fara til Everest fara til vinstri. Í júní er leiðinni svo haldið áfram til Pakistan að K2 og hefst þá tveggja mánaða leiðangur upp fjallið og ætlar John Snorri að leyfa fréttastofu að fylgjast með.
Fjallamennska Nepal Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira