Ávísunum á Melatónín hefur fjölgað um 134 prósent Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. maí 2017 18:30 Ávísunum á svefnlyfið Melatónín hefur fjölgað um 134 prósent frá árinu 2012. Verkefnastjóri lyfjamála hjá landlæknisembættinu segir að hér sé lyfinu ávísað til barna í mun meira mæli en annars staðar á Norðurlöndum. Embættið hafi áhyggjur af þróun mála enda séu ekki til rannsóknir á langtímaáhrifum lyfsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um svefnlyfið Melatónín og aukinn innflutning þess til landsins að undanförnu. Þar kom fram að tollstjóri hafi stöðvað rúmlega 60 sendingar á árinu sem koma aðallega frá Bandaríkjunum í gegn um netverslanir en þar er lyfið markaðssett sem fæðubótarefni og er ekki lyfseðilsskylt. Melatonín er náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð. Lyfið er ætlað til skamms tíma við svefnvanda hjá sjúklingum á aldrinum 55 ára og eldri. Svo virðist sem fjöldi Íslendinga neyti lyfsins, hvort sem þeir verði sér úti um það erlendis þar sem það er selt í lausasölu eða því ávísað af læknum en á Íslandi er melatónín lyfseðilsskylt. „Það hefur átt sér stað mikil aukning í ávísunum Melatóníns síðustu ár. Frá 2012 til 2016 sjáum við að heildarávísanir aukast um 134 %,“ segir Ólafur B. Einarsson. Embætti landlæknis hefur bent á að lyfið hafi áhrif áýmis kerfi í líkama fólks og eru sérstakar áhyggjur af lyfjagjöf til barna þar sem langtímaáhrif eru ekki kunn „Það er mikið verið aðávísa þessu á börn áÍslandi og þegar við berum okkur saman við hin Norðurlöndin sjáum við að við erum umtalsvert hærri íávísunum til barna,“ segir Ólafur. Ávísanir til barna hafa aukist mikið undanfarin ár eins og sjá mááþessu grafi.Frá 2004 til 2007 var fjöldi ávísana á svefnlyf hverfandi en frá 2008 til 2015 má segja að sprenging hafi átt sér staðíávísununum til barna. Aukningin er mest hjá börnum á aldrinum 10-14 ára. Svefnlyfinu sem ávísað er er svo til eingöngu hormónið melatónín. „Vissulega er þetta áhyggjuefni því aðí sérlyfjaskrá segir aðþetta lyf sé ekki ætlað börnum og það eru nýlegar dýrarannsóknir sem benda til þess að Melatónín hafi áhrif á kynþroska hjá börnum,“ segir Ólafur og bætir við aðþað séu börn sem fá ADHD lyf sem séu líklegri til að fá Melatónín. Ólafur segir að óvissa ríki um öryggi lyfsins. „Það er eiginlega það sama með alla aldurshópa. Það skortir allar rannsóknir sem sýna fram á langtímaáhrif Melatóníns,“ segir Ólafur. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Sjá meira
Ávísunum á svefnlyfið Melatónín hefur fjölgað um 134 prósent frá árinu 2012. Verkefnastjóri lyfjamála hjá landlæknisembættinu segir að hér sé lyfinu ávísað til barna í mun meira mæli en annars staðar á Norðurlöndum. Embættið hafi áhyggjur af þróun mála enda séu ekki til rannsóknir á langtímaáhrifum lyfsins. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um svefnlyfið Melatónín og aukinn innflutning þess til landsins að undanförnu. Þar kom fram að tollstjóri hafi stöðvað rúmlega 60 sendingar á árinu sem koma aðallega frá Bandaríkjunum í gegn um netverslanir en þar er lyfið markaðssett sem fæðubótarefni og er ekki lyfseðilsskylt. Melatonín er náttúrulegt hormón sem hefur svæfandi áhrif og eykur svefnhneigð. Lyfið er ætlað til skamms tíma við svefnvanda hjá sjúklingum á aldrinum 55 ára og eldri. Svo virðist sem fjöldi Íslendinga neyti lyfsins, hvort sem þeir verði sér úti um það erlendis þar sem það er selt í lausasölu eða því ávísað af læknum en á Íslandi er melatónín lyfseðilsskylt. „Það hefur átt sér stað mikil aukning í ávísunum Melatóníns síðustu ár. Frá 2012 til 2016 sjáum við að heildarávísanir aukast um 134 %,“ segir Ólafur B. Einarsson. Embætti landlæknis hefur bent á að lyfið hafi áhrif áýmis kerfi í líkama fólks og eru sérstakar áhyggjur af lyfjagjöf til barna þar sem langtímaáhrif eru ekki kunn „Það er mikið verið aðávísa þessu á börn áÍslandi og þegar við berum okkur saman við hin Norðurlöndin sjáum við að við erum umtalsvert hærri íávísunum til barna,“ segir Ólafur. Ávísanir til barna hafa aukist mikið undanfarin ár eins og sjá mááþessu grafi.Frá 2004 til 2007 var fjöldi ávísana á svefnlyf hverfandi en frá 2008 til 2015 má segja að sprenging hafi átt sér staðíávísununum til barna. Aukningin er mest hjá börnum á aldrinum 10-14 ára. Svefnlyfinu sem ávísað er er svo til eingöngu hormónið melatónín. „Vissulega er þetta áhyggjuefni því aðí sérlyfjaskrá segir aðþetta lyf sé ekki ætlað börnum og það eru nýlegar dýrarannsóknir sem benda til þess að Melatónín hafi áhrif á kynþroska hjá börnum,“ segir Ólafur og bætir við aðþað séu börn sem fá ADHD lyf sem séu líklegri til að fá Melatónín. Ólafur segir að óvissa ríki um öryggi lyfsins. „Það er eiginlega það sama með alla aldurshópa. Það skortir allar rannsóknir sem sýna fram á langtímaáhrif Melatóníns,“ segir Ólafur.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Sjá meira