Pressan fékk lán en ekki hlutafé 13. maí 2017 07:00 Björn ingi Hrafnsson. vísir/ernir Fjárfestar sem ætluðu að taka þátt í hlutafjáraukningu Pressunnar hafa dregið sig til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að sú endurfjármögnun sem unnið hefur verið að og var kynnt í fréttatilkynningu muni ekki klárast eins og að var stefnt. Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Birtíngs. Heildarskuldir samstæðunnar nema í dag yfir 700 milljónum króna. Stendur félagið meðal annars í skuld við Tollstjóra og lífeyrissjóði. Forsvarsmenn fjárfestingarfélagsins Dalsins, sem eru Róbert Wessmann og félagar, vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Þeir eru meðal þeirra fjárfesta sem tilkynntu um fyrirhugaða aðkomu sína að hlutafjáraukningunni. Samkvæmt tilkynningu sem send var fjölmiðlum um miðjan apríl hugðust þeir setja 155 milljónir í félagið. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að fjárfestingarfélagið hafi lánað umtalsverða fjármuni undanfarnar vikur til rekstursins sem hafi meðal annars nýst til greiðslu opinberra gjalda. „Það er hluti búinn að borga, en aðrir ekki,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Pressunnar. Hann segir þó að enn sé unnið í hlutafjáraukningunni. Hann staðfestir að Dalurinn hafi ekki greitt það hlutafé sem áformað var, en hafi veitt Pressunni lán. Hann segir rekstrarumhverfi fjölmiðla vera erfitt, eins og sjá megi á afkomu þeirra flestra. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krefjast þess að DV fari í þrot vegna vangoldinna launa VR krefst þess að DV fari í þrot vegna ógreiddra launa. Fyrrverandi starfsmaður segir útgáfufélagið hafa haldið eftir meðlagsgreiðslum. Framkvæmdastjóri DV segist hafa samið. 4. mars 2017 07:00 Meira hlutafé til að greiða opinber gjöld Þörf er á að bæta við fé ofan á þær 300 milljónir sem tilkynnt var um að kæmu inn í félagið Pressuna á næstu mánuðum. 3. maí 2017 07:00 Nýir hluthafar í Pressunni: Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður Hlutafé verður aukið um 300 milljónir króna. 18. apríl 2017 15:20 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fjárfestar sem ætluðu að taka þátt í hlutafjáraukningu Pressunnar hafa dregið sig til baka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að sú endurfjármögnun sem unnið hefur verið að og var kynnt í fréttatilkynningu muni ekki klárast eins og að var stefnt. Pressan er móðurfélag Vefpressunnar, DV og Birtíngs. Heildarskuldir samstæðunnar nema í dag yfir 700 milljónum króna. Stendur félagið meðal annars í skuld við Tollstjóra og lífeyrissjóði. Forsvarsmenn fjárfestingarfélagsins Dalsins, sem eru Róbert Wessmann og félagar, vildu ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Þeir eru meðal þeirra fjárfesta sem tilkynntu um fyrirhugaða aðkomu sína að hlutafjáraukningunni. Samkvæmt tilkynningu sem send var fjölmiðlum um miðjan apríl hugðust þeir setja 155 milljónir í félagið. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að fjárfestingarfélagið hafi lánað umtalsverða fjármuni undanfarnar vikur til rekstursins sem hafi meðal annars nýst til greiðslu opinberra gjalda. „Það er hluti búinn að borga, en aðrir ekki,“ segir Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarformaður Pressunnar. Hann segir þó að enn sé unnið í hlutafjáraukningunni. Hann staðfestir að Dalurinn hafi ekki greitt það hlutafé sem áformað var, en hafi veitt Pressunni lán. Hann segir rekstrarumhverfi fjölmiðla vera erfitt, eins og sjá megi á afkomu þeirra flestra.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krefjast þess að DV fari í þrot vegna vangoldinna launa VR krefst þess að DV fari í þrot vegna ógreiddra launa. Fyrrverandi starfsmaður segir útgáfufélagið hafa haldið eftir meðlagsgreiðslum. Framkvæmdastjóri DV segist hafa samið. 4. mars 2017 07:00 Meira hlutafé til að greiða opinber gjöld Þörf er á að bæta við fé ofan á þær 300 milljónir sem tilkynnt var um að kæmu inn í félagið Pressuna á næstu mánuðum. 3. maí 2017 07:00 Nýir hluthafar í Pressunni: Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður Hlutafé verður aukið um 300 milljónir króna. 18. apríl 2017 15:20 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Krefjast þess að DV fari í þrot vegna vangoldinna launa VR krefst þess að DV fari í þrot vegna ógreiddra launa. Fyrrverandi starfsmaður segir útgáfufélagið hafa haldið eftir meðlagsgreiðslum. Framkvæmdastjóri DV segist hafa samið. 4. mars 2017 07:00
Meira hlutafé til að greiða opinber gjöld Þörf er á að bæta við fé ofan á þær 300 milljónir sem tilkynnt var um að kæmu inn í félagið Pressuna á næstu mánuðum. 3. maí 2017 07:00
Nýir hluthafar í Pressunni: Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður Hlutafé verður aukið um 300 milljónir króna. 18. apríl 2017 15:20