Nefndaformenn: „Þingið þarf að bregðast við“ Svavar Hávarðsson skrifar 13. maí 2017 07:00 150 störf eru í hættu vegna brotthvarfs HB Granda. vísir/anton brink „Þetta eru mikil vonbrigði, að málinu skuli ljúka svona eins og virðist stefna í. Ég held að þetta sé mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld og niðurstaðan þrýstir á að þau, löggjafarvaldið, svari þeirri spurningu hvort og hvernig eigi að tryggja byggðafestu í veiðum og vinnslu innan fiskveiðistjórnunarkerfisins,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, spurður um þá niðurstöðu að HB Grandi ákvað að leggja niður botnfiskvinnslu sína á Akranesi og flytja starfsemina til Reykjavíkur.Páll Magnússon, formaður atvinnuveganefndarPáll hefur fyrr sagt við Fréttablaðið að hann hafi verið þeirrar skoðunar lengi að svara verði þessari spurningu, ekki síst vegna þess að það hafi verið sýnt fram á það með niðurstöðu Hæstaréttar að lögin haldi ekki þegar kom að því að tryggja sveitarfélögum réttindi um forkaupsrétt aflaheimilda, og vísar hann þar til máls Vestmannaeyjabæjar um kaup Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á útgerðarfélaginu Bergi/Hugin árið 2012. Dómur Hæstaréttar er rétt tveggja ára gamall. „Stjórnvöld hafa ekki brugðist við þessu og svarað því hvað koma á í staðinn, og tryggja þennan anda laganna um byggðafestu. Þessi atburðarás og niðurstaða uppi á Skaga knýr á um að það verði gert fyrr en seinna,“ segir Páll og segir það vel koma til greina að taka málið upp sérstaklega á vettvangi þingsins, og segir það örugglega verða rætt innan nefndarinnar. „Annaðhvort að eigin frumkvæði eða ef viðbragða er að vænta frá hendi ráðherra sem kæmu til kasta nefndarinnar,“ segir Páll. Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður fjárlaganefndar, tekur undir með Páli.Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar„Ég er gífurlega svekktur yfir að þetta skuli vera niðurstaðan. Viðræður hafa þó skýrt myndina og skilað einhverjum árangri. Eftir stendur þó þessi hópuppsögn og sú staða sem blasir við fjölmörgum íbúum á Akranesi sem er mikið áhyggjuefni,“ segir Haraldur. Hann segir eitt megininntak fiskveiðistjórnunarlaganna vera byggðafestu „sem sé núna komið í kastljósið eftir þessa niðurstöðu“ og hann horfir til nýskipaðrar ráðherranefndar í því samhengi. „Ég geri einfaldlega þá kröfu til hennar að hún komi með alvöru tillögur í þeim efnum að treysta þetta inntak fiskveiðistjórnunarlaganna um samfélagslega ábyrgð og byggðafestu. Mér finnst aðalatriðið núna því ekki vera gjaldtakan,“ segir Haraldur sem nefnir að kannski þurfi að svæðaskipta landinu. „Þannig að við séum ekki að múlbinda kvóta á tiltekin sveitarfélög heldur að við getum horft á atvinnusvæði sem andlag að slíkri byggðafestu,“ segir Haraldur. „Þegar fiskvinnsla og sjávarútvegur er að þjappast saman á höfuðborgarsvæðinu þá eru einhverjir vitlausir hvatar þarna inni sem við verðum að endurskoða,“ bætir Haraldur við og ítrekar að ráðherranefndin ætti að skoða markmiðin með lögunum – það hvernig við byggjum landið – í staðinn fyrir gjaldtöku af greininni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Brim Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ákvörðun HB Granda kallar á gjaldtöku Sjávarútvegsráðherra segir það sitt stærsta viðfangsefni að ná sátt um gjaldtöku af sjávarauðlindinni. Mál HB Granda á Akranesi þrýsti á að hún sé tekin föstum tökum. Að flytja störf frá Akranesi til Reykjavíkur gengur gegn kr 12. maí 2017 07:00 Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. 12. maí 2017 14:15 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira
„Þetta eru mikil vonbrigði, að málinu skuli ljúka svona eins og virðist stefna í. Ég held að þetta sé mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld og niðurstaðan þrýstir á að þau, löggjafarvaldið, svari þeirri spurningu hvort og hvernig eigi að tryggja byggðafestu í veiðum og vinnslu innan fiskveiðistjórnunarkerfisins,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, spurður um þá niðurstöðu að HB Grandi ákvað að leggja niður botnfiskvinnslu sína á Akranesi og flytja starfsemina til Reykjavíkur.Páll Magnússon, formaður atvinnuveganefndarPáll hefur fyrr sagt við Fréttablaðið að hann hafi verið þeirrar skoðunar lengi að svara verði þessari spurningu, ekki síst vegna þess að það hafi verið sýnt fram á það með niðurstöðu Hæstaréttar að lögin haldi ekki þegar kom að því að tryggja sveitarfélögum réttindi um forkaupsrétt aflaheimilda, og vísar hann þar til máls Vestmannaeyjabæjar um kaup Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á útgerðarfélaginu Bergi/Hugin árið 2012. Dómur Hæstaréttar er rétt tveggja ára gamall. „Stjórnvöld hafa ekki brugðist við þessu og svarað því hvað koma á í staðinn, og tryggja þennan anda laganna um byggðafestu. Þessi atburðarás og niðurstaða uppi á Skaga knýr á um að það verði gert fyrr en seinna,“ segir Páll og segir það vel koma til greina að taka málið upp sérstaklega á vettvangi þingsins, og segir það örugglega verða rætt innan nefndarinnar. „Annaðhvort að eigin frumkvæði eða ef viðbragða er að vænta frá hendi ráðherra sem kæmu til kasta nefndarinnar,“ segir Páll. Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður fjárlaganefndar, tekur undir með Páli.Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar„Ég er gífurlega svekktur yfir að þetta skuli vera niðurstaðan. Viðræður hafa þó skýrt myndina og skilað einhverjum árangri. Eftir stendur þó þessi hópuppsögn og sú staða sem blasir við fjölmörgum íbúum á Akranesi sem er mikið áhyggjuefni,“ segir Haraldur. Hann segir eitt megininntak fiskveiðistjórnunarlaganna vera byggðafestu „sem sé núna komið í kastljósið eftir þessa niðurstöðu“ og hann horfir til nýskipaðrar ráðherranefndar í því samhengi. „Ég geri einfaldlega þá kröfu til hennar að hún komi með alvöru tillögur í þeim efnum að treysta þetta inntak fiskveiðistjórnunarlaganna um samfélagslega ábyrgð og byggðafestu. Mér finnst aðalatriðið núna því ekki vera gjaldtakan,“ segir Haraldur sem nefnir að kannski þurfi að svæðaskipta landinu. „Þannig að við séum ekki að múlbinda kvóta á tiltekin sveitarfélög heldur að við getum horft á atvinnusvæði sem andlag að slíkri byggðafestu,“ segir Haraldur. „Þegar fiskvinnsla og sjávarútvegur er að þjappast saman á höfuðborgarsvæðinu þá eru einhverjir vitlausir hvatar þarna inni sem við verðum að endurskoða,“ bætir Haraldur við og ítrekar að ráðherranefndin ætti að skoða markmiðin með lögunum – það hvernig við byggjum landið – í staðinn fyrir gjaldtöku af greininni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Brim Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ákvörðun HB Granda kallar á gjaldtöku Sjávarútvegsráðherra segir það sitt stærsta viðfangsefni að ná sátt um gjaldtöku af sjávarauðlindinni. Mál HB Granda á Akranesi þrýsti á að hún sé tekin föstum tökum. Að flytja störf frá Akranesi til Reykjavíkur gengur gegn kr 12. maí 2017 07:00 Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. 12. maí 2017 14:15 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fleiri fréttir Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sjá meira
Ákvörðun HB Granda kallar á gjaldtöku Sjávarútvegsráðherra segir það sitt stærsta viðfangsefni að ná sátt um gjaldtöku af sjávarauðlindinni. Mál HB Granda á Akranesi þrýsti á að hún sé tekin föstum tökum. Að flytja störf frá Akranesi til Reykjavíkur gengur gegn kr 12. maí 2017 07:00
Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02
Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14
Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. 12. maí 2017 14:15